Erlent

Fá fría læknisþjónustu vegna aukaefna í þurrmjólk

Öll kínversk börn sem veikst hafa vegna hættulegra aukaefna sem sett voru í þurrmjólk fá nú fría læknisþjónustu.

Alls hafa fjögur börn látist eftir að hafa drukkið mjólkina og yfir sexþúsund veikst. Efnin hafa áhrif á nýru barnanna en talið er að hundrað og fimmtíu af þeim sem veikst hafa séu með alvarlega nýrnabilun.

Í síðustu viku viðurkenndi einn stærsti þurrmjólkurframleiðandi Kína að hafa blandað efninu melamín út í mjólkina. Efnið hefur verið notað við framleiðslu á plasti. Þegar það er notað við mjólkurframleiðslu eykur það próteininnihald í mælingum. Átján manns hafa verið handteknir í tengslum við málið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×