Erlent

Palin kynnt fyrir leiðtogum heimsins

Sarha Palin á kosningafundi.
Sarha Palin á kosningafundi. Mynd/AP

Varaforsetaframbjóðandi Repúblikana, Sarah Palin, ætlar að hitta forseta Afganistan á fundi í New York í næstu viku. Karzai verður í borginni í tilefni af því að Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna er að hefjast.

McCain verður einnig á svæðinu en sérstök áhersla verður lögð á að kynna Palin fyrir leiðtogum heimsins enda hefur henni verið legið á hálsi fyrir að vera reynslulaus í alþjóðamálum. Palin er raunar svo heimakær að hún fékk sitt fyrsta vegabréf í fyrra þegar hún heimsótti hermenn frá Alaska sem voru við störf í Kuveit og Þýskalandi.

Palin mun hitta fleiri leiðtoga en ekki hefur verið greint frá því hverjir það eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×