Innlent

Ónýtar götur á Akureyri

Ástand gatna á Akureyri er mjög slæmt og sumar göturnar illfærar og nánast ónýtar. Stórauka þarf viðhald, segir bæjarfulltrúi.

Úttekt sem gerð var hefur ekki verið gerð opinber en hún sýnir að ellefu götur á Akureyri eru þannig að algjörlega telst óviðunand að mati framkvæmdadeildar bæjarinsi. Í þessum hópi eru sumar af helstu umferðaræðum bæjarins líkt og Byggðavegur, Þórunnarstræti og Þingvallastræti.

Þá sýnir úttektin að ástand gatna telst mjög slæmt í 22 götum til viðbótar og slæmt í 19 tilvikum að auki. Ástæðan er sú að sögn Jóhannesar Bjarnasonar bæjarfulltrúa, en hann bað um úttektina, að bærinn eyðir allt of litlum peningum til viðhalds gatna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×