Innlent

Óttast að læknanemar flýi land

Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri Læknafélagsins og formaður samninganefndar félagsins, óttast flótta lækna úr landi og sér í lagi nýútskrifaðra lækna vegna launakjara stéttarinnar.

Gunnar segir ekki nokkur skapaður hlutur sé jákvæður í tilboðinu sem liggi á borðinu núna. Það feli þó í sér að yngstu læknarnir fái mestu kauphækkunina. ,,Aftur á móti er bilið á milli læknahópa að minnka og til viðbótar við það eru yngstu læknarnir með lægri laun en ljósmæður."

Verði samkomulagið samþykkt mun það þýða að íslenskir læknar sæki í ríkara mæli í störf erlendis, að mati Gunnars. ,,Það er þegar hafin umræða meðal læknanema og þá sérstaklega þeirra sem eru erlendis í námi að ráða sig ekki til starfa hér á landi að námi loknu."

,,Ríkið hlýtur að átta sig á þessu og leggja til skynsamlega tillögu á fundinum í dag," segir Gunnar en nýr fundur í kjaradeilunni hófst klukkan áðan.

Í lok júlí felldu félagsmenn í Læknafélagi Íslands kjarasamning við ríkið en mikil óánægja var með samninginn meðal ungra lækna.






Tengdar fréttir

Samkomulag ljósmæðra hefur áhrif á kjaradeilu lækna

Málamiðlunartillaga ríkissáttasemjara sem ljósmæður samþykktu fyrir stundu hefur bein áhrif á kjaradeilu lækna og samninganefndar ríkissins en næsti fundur í viðræðunum hefst eftir nokkrar mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×