Innlent

Ingibjörg: Íslendingar verða að þétta raðirnar

Ingibjörg Sólrún á flokksstjórnarfundinum í Hafnarfirði fyrir hádegi.
Ingibjörg Sólrún á flokksstjórnarfundinum í Hafnarfirði fyrir hádegi. MYND/Valli

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu á flokksstjórnarfundi fyrr í morgun að í róðrinum gegn verðbólgunni þurfi samhent átak ríkisstjórnar, fyrirtækja og einstaklinga.

Ingibjörg segir að sú einarða afstaða ríkisstjórnarinnar að standa við bakið á fjármálakerfinuvar rétt og frá henni verður hvergi hvikað. ,,Það er ekki gert af tillitsemi við eigendur eða stjórnendur fjármálastofnanna heldur til að freista þess að varðveita fjármálastöðugleikann því ef hann brestur er mikil vá fyrir dyrum hjá íslenskum almenningi."

Ingibjörg segir að stjórnvöld verði að axla sína ábyrgð en það verða fyrirtækin og einstaklingarnir líka að gera. ,,Ekki síst þeir sem ekki létu sitt eftir liggja í áhættusækni og skuldsetningu sem ekki byggði á aukinni verðmætasköpun."

Hún segir að töfralausnir á vandanum í hagstjórn á Íslandi séu ekki til. Það sem gildi er raunsætt mat, staðfesta, sanngirni og úthald.

,,Það er ekkert hald í hávaða. Það er ekkert hald í brigslyrðum. Við sem byggjum þetta land þurfum að þétta raðirnar, taka höndum saman, senda áhættufíklana í meðferð og bjóða þá velkomna aftur í uppbygginguna þegar runnið hefur af þeim."

Ræðu Ingibjargar í heild sinni er hægt að lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×