Erlent

Nestlé þurrmjólk innkölluð í Hong Kong

Stórmarkaðir í Hong Kong hafa innkallað alla Nestlé mjólk sem framleidd er í Kína af ótta við að hún sé menguð. Sky fréttastofan segir dagblað í Hong Kong hafa birt grein um að efnið melamín hefði fundist í mjólkinni.

Í framhaldinu innkölluðu tvær stórar stórmarkaðakeðjur alla mjólk frá Nestlé. Fjögur kínversk ungabörn hafa dáið og yfir sex þúsund veikst eftir að hafa drukkið þurrmjólk sem í var efnið melamín. Efni veldur nýrnabilun hjá ungum börnum og var sett í mjólkina af framleiðendum til að draga úr kostnaði.

Fjölmörg lönd hafa bannað innflutning á kínverskum mjólkurvörum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur jafnframt viðurkennd að vandamálið geti verið mun umfangsmeira en nú þegar er talið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×