Erlent

Tugir létust í tveimur námuslysum í Kína

Kínversk yfirvöld segja að minnsta kosti 36 látna í tveimur námuslysum þar í landi í gær. 31 lést og níu annara er saknað eftir gassprengingu í einkarekinni námu í Dengfeng borg í Henan héraði.

Þá létust fimm námaverkamenn létust og tuttugu og sex er saknað eftir að eldur kom upp í námu í norðvesturhluta Kína í gær. Á fimmta tug verkamanna voru í námunni þegar eldsins varð vart. Hluti þeirra náði að koma sér sjálfur út. Verið er að rannsaka hvað orsakaði eldinn.

Banvænustu námur heimsins er að finna í Kína. Á síðasta ári létust hátt í fjögur þúsund manns í námaslysum þar í landi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×