Erlent

Mbeki ætlar að segja af sér

Forseti Suður Afríku, Thabo Mbeki, lýsti því yfir í dag að hann hyggðist segja af sér. Afríska þjóðarráðið, stærsti stjórnmálaflokkur landsins, hefur kallað eftir afsögn hans en ástæðan er sú að Mbeki er grunaður um að hafa tekið þátt í samsæri gegn keppinaut sínum Jacob Zuma.

Zuma er núverandi formaður Afríska þjóðarráðsins og búist var við því að hann myndi taka við forsetaembættinu í kosningum á næsta ári. Í ljósi afsagnar Mbekis er nú búist við því að Zuma setjist á forsetastól fyrr en áætlað var.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×