Erlent

Karadzic vill nýjan dómara

Radovan Karadzic.
Radovan Karadzic. MYND/AP

Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu Serba, hefur farið fram á að skipt verði um dómara í réttarhöldunum sem nú standa yfir honum í Hag.

Hann hefur sent dómstólnum bréf þar sem hann segir augljóst að dómarinn hafi sérstakan áhuga á því að sakfella hann og því sé hann vanhæfur til þess að dæma í málinu. Hann bendir á að dómarinn hafi áður dæmt undirmenn Karadzics og því muni hann finna hann sekan til þess að skjóta styrkari stoðum undir fyrri dóma hans.

Karadzic er ákærður fyrir stríðsglæpi í Bosníu Stríðinu á tíunda áratugi síðustu aldar, þar á meðal þjóðarmorð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×