Erlent

Rússar styðja ekki tillögu Frakka

Vitaly Churkin, sendiherra, á fundi öryggisráðsins fyrr í kvöld. MYND/AFP
Vitaly Churkin, sendiherra, á fundi öryggisráðsins fyrr í kvöld. MYND/AFP

Vitaly Churkin, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Rússar geti ekki samþykkt drög að tillögu Frakka sem lögð hefur verið fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Drögin gera ráð fyrir því að rússneski herinn hverfi frá Georgíu án tafar.

Sendiherrann segir að þar sem að hugmyndin styðjist ekki við tillögu Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, sem bæði Dimitrí Medvedev, forseti Rússlands, og starfsbróðir hans í Georgíu, Mikheil Saakashvili, undirrituðu nýverið, ætli Rússar ekki að styðja hana.

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkjanna sátu neyðarfund um málið í Brussel í morgun. Bandalagsríkin segja Rússa hafa brotið alþjóðalög með árás sinni og krefjast þess að rússneskt herlið verði tafarlaust kallað til baka og á þær slóðir sem það var fyrir átökin við Georgíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×