Erlent

McCain 5 prósentum yfir Obama í nýrri skoðanakönnun

Forsetaframbjóðendurnir tveir fallast í faðma.
Forsetaframbjóðendurnir tveir fallast í faðma. Mynd/AP

John McCain, forsetaframbjóðandi Repúblikana hefur 5 prósenta forskot á Barack Obama, forsetaframbjóðenda Demókrata í nýrri Reuters/Zogby skoðanakönnun sem birt var í dag. Þykir hann hafa sterkari sýn á efnahagsmál en Obama.

Fær McCain 46 prósent á móti 41 prósenti Obama. Er þetta því töluverður viðsnúningur síðan í skoðanakönnun í júlí þar sem Obama hafði 7 prósenta forskot.

Hefur McCain verið duglegur að ráðast gegn persónu Obama, gagnrýna reynsluleysi hans sem og málefni eins og andstöðu gegn olíuborun við strendur Bandaríkjanna.

Einnig hefur hann gert grín að Obama fyrir utanlandsferðir hans og líkt honum við stjörnur á borð við Paris Hilton með því markmiði að sýna hann sem stjörnu í sviðsljósinu án nokkurrar innistæðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×