Erlent

Dregur úr styrk Fay

Maður á göngu á ströndinni í Ft. Lauderdale þar sem Fay gekk yfir.
Maður á göngu á ströndinni í Ft. Lauderdale þar sem Fay gekk yfir. MYND/AP

Hitabeltisstormurinn Fay gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í dag en olli litlu tjóni þar sem hann náði ekki styrk fellibyls.

Engu að síður fylgdi storminum mikil úrkoma sem þýddi það að götur breyttust í fljót og rafmagn fór af á sumum stöðum. Náði vindhraðinn mest 26 metrum á sekúndu þegar hann gekk á land við Florida Keys um hádegisbil að íslenskum tíma.

Fay er sjötti stormurinn sem myndast úti fyrir Norður-Ameríku á þessu fellibyljatímabili og létust yfir 50 manns þegar stormurinn gekk yfir eyjar Karíbahafsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×