Fleiri fréttir Það ljótasta sem ég hef orðið vitni að á ferlinum segir Davíð Davíð Oddsson seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra fagnar nú sextugsafmæli sínu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Davíð segir umræðuna um embættisveitingu sonar síns það ljótasta sem hann hafi orðið vitni að á sínum ferli. 17.1.2008 18:40 Hesti bjargað úr mýri Um 14:30 Fékk Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni útkallsbeiðni um að hestur hefði fallið í mýrarvilpu svo aðeins hausinn stóð uppúr. Ekki var vitað nákvæmlega hvenær það gerðist en tryppið var aðframkomið og ljóst að mínútur skiptu máli. 17.1.2008 18:38 Dirfast ekki að ráðast á Íran Forseti Íran, Mamhoud Ahmedinejad, sagði í dag að Ísralar munu ekki dirfast að ráðast á Íran. Þetta voru viðbrögð forsetans við tilraunum Ísraela eldflaugavopnakerfi sínu í dag. Ísraelar segja að tilraunirnar séu viðbröðg við þeirri ógn sem stendur af Íran. 17.1.2008 17:53 22 umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fært 22 umferðaróhöpp til bókar það sem af er degi. Það er aðeins yfir meðallagi en fjarri því ná gærdeginum. Þá urðu um 40 umferðaróhöpp í slæmri færð og mikilli hálku. Enginn slasaðist þó alvarlega í þessum slysum. 17.1.2008 17:44 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Hæstiréttur dæmdi í dag ungan karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og lengdi dóm héraðsdóms um þrjá mánuði. Árásarmaðurinn sló annan mann með hafnaboltakylfu í höfuð og líkama, og kýldi hann í höfuð inni á heimili föður þolanda. Við þetta hlaut maðurinn sár og mar á höfði, andliti, brjóstkassa, öxl og framhandleggjum. 17.1.2008 16:50 Átján mánaða fangelsi fyrir stórfelld auðgunarbrot Hæstiréttur hefur staðfest eins og hálfs árs dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir stórfelld auðungarbrot 17.1.2008 16:42 Kalla eftir lækkun á eldsneyti Félag Íslenskra Bifreiðaeigenda undrast seinagang olíufélaganna við að lækka eldsneytisverðið þrátt fyrir lækkanir á heimsmarkaði. Í frétt á heimasíðu samtakanna segir að Olíufélögin hafi verið skjót að taka við sér þegar verðið hækkaði í byrjun janúar. Nú þegar verðið hefur lækkað um 100 bandaríkjadali á hvert tonn af bensíni bólar hins vegar ekkert á lækkunum. 17.1.2008 16:36 Blaðamannafélagið segir nýlega dóma þrengja að tjáningarfrelsi Án tjáningarfrelsis er engin leið að tryggja að annarra mannréttinda sé gætt. Því er tjáningarfrelsi forsenda þess að almennt lýðfrelsi ríki. Þetta segir í ályktun sem Blaðamannafélagið hefur sent frá sér. 17.1.2008 16:26 Dæmdur fyrir eignaspjöll í Danmörku Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til 300 þúsund króna sektar og svipt hann ökuleyfi í hálft ár fyrir nokkur brot á árunum 2006 og 2007, þar á meðal eignaspjöll í verslun Kaupmannahöfn í Danmörku 17.1.2008 16:23 Ekkert uppnám í lóðamálum Hólmsheiðarfangelsis Svandís Svavarsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir ekkert hæft í því að lóðamál fyrirhugaðs fangelsis á Hólmsheiði séu í uppnámi eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði á Alþingi í dag. 17.1.2008 16:02 Ríkisendurskoðun segir gæðaeftirlit með grunnskólum ábótavant Gæðaöryggi er að mörgu leyti ábótavant í íslensku grunnskólakerfi, segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt. Vísbendingar séu til dæmis um að árangur nemenda í tilteknum skólum sé endurtekið langt undir meðaltali á samræmdum prófum. Lögum samkvæmt skuli menntamálaráðuneytið hafa eftirlit með þessu en mikið skortir á að gripið sé til aðgerða þegar úrbóta er þörf. 17.1.2008 15:52 Hraðamyndavélar í Fáskrúðsfjarðargöngum Ökumenn á leið um Fáskrúðsfjarðargöng mega framvegis reikna með sektum aki þeir of hratt um göngin því á morgun verða hraðamyndavélar teknar í notkun þar. 17.1.2008 15:50 Hátt í 30 þúsund ökutæki nýskráð í fyrra Rúmlega 29.800 ökutæki voru nýskráð hér á landi á síðasta ári samkvæmt samantekt Umferðarstofu. 17.1.2008 15:41 Lagaprófessor undrast húsleitarheimild hjá Skattrannsóknarstjóra Eiríkur Tómasson lagaprófessor telur það einsdæmi að Ríkislögreglustjóri hafi fengið húsleitarheimild hjá opinberri stofnun. 17.1.2008 15:05 Brotlending á Heathrow flugvelli Engan sakaði þegar Boeing 777 farþegaflugvél British Airways flugfélagsins nauðlenti á Heathrow flugvelli í London á öðrum tímanum í dag. Allir farþegar vélarinnar sem var að koma frá Peking í Kína komust út um neyðarrennur. Breska lögreglan segir atvikið ekki af tengt hryðjuverkum. Mikil mildi þykir að vélin lenti ekki á hraðbraut sem hún flaug yfir örskömmu áður en hún skall í jörðina nokkur hundruð metrum frá flugbrautarendanum. Samkvæmt sjónvarvottum rann vélin svo á hliðinni áfram þar til hún stöðvaði. 17.1.2008 14:27 Sundabraut í göng er eina leiðin Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að fyrirhuguð Sundabraut verði lögð í göngum frá Lauganesi og yfir í Gufunes. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs segir að með þessu hafi borgarráðsmenn viljað hnykkja á þeirri afstöðu sem lengi hefur legið fyrir að kjörnir fulltrúar borgarinnar vilji göng en ekki veg. 17.1.2008 14:05 Guðni segir óveðursský hrannast upp - Geir segir mikilvægt að halda ró sinni Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í morgun að á meðan óveðursskýin hrönnuðust upp á í íslenskum efnahagsmálum sæti ríkisstjórnin aðgerðarlaus og hafnaði samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Forsætisráðherra segir mikilvægt að allir haldi ró sinni í þeim óróleika sem nú ríki í efnahagsmálum. 17.1.2008 12:37 Bretar loka menningarskrifstofu í Rússlandi Bretar hafa lokað menningarskrifstofu sinni í Sánkti Pétursborg í Rússlandi tímabundið. Það gera þeir vegna þess að Rússar hafa ákveðið að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til breskra diplómata sem starfa þar og á menningarskrifstofunni í Yekaterinburg í Úrafjöllum. Þetta gerðu þeir í mótmælaskyni við upphaflega ákvörðun Breta um að hundsa kröfur Rússa um að þeim yrði lokað. 17.1.2008 12:33 Stjórnarþingmenn þegja í dómaramálinu Enginn þingmaður Samfylkingarinnar vill tjá sig við Vísi um afstöðu sína til skipunar Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Einungis þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins svöruðu fyrirspurn Vísis um málið. 17.1.2008 12:23 Hafa tvo liðsmenn Sea Shephard í haldi Áströlsk stjórnvöld ætla að senda strandgæsluskip að japönsku hvalveiðiskipi í Suður Íshafinu, til að sækja þangað tvo liðsmenn Sea Shephard samtakanna sem áhöfn skipsins hefur í haldi. 17.1.2008 12:20 Ríkislögreglustjóri með heimild til húsleitar hjá Skattrannsóknarstjóra Embætti Ríkislögreglustjóra fékk síðastliðinn mánudag heimild hjá Héraðsdómi Reykjavíkur til að gera húsleit hjá embætti skattrannsóknarstjóra. 17.1.2008 12:06 Lögregla skýtur sjö til bana í Kenía Raila Odinga leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenía segir að lögregla hafi skotið sjö manns til bana í mótmælum í dag og meira en eitt þúsund hefðu látist frá úrslitum forsetakosninganna 27. desember. Þetta er annar dagur þriggja daga mótmæla. Í gær létust að minnsta kosti fjórir. 17.1.2008 11:51 Hver á þennan iPhone? Lögreglan lýsir eftir eiganda forláta farsíma af iPhone gerð sem hún lagði hald á nýlega. Síminn var á meðal þýfis þjófa sem brotist höfðu inn í bíl í Grafarvogi. Öðru þýfi var komið til skila en eftir stóð farsíminn. 17.1.2008 11:51 Áfram átök á milli lögreglu og mótmælenda í Kenía Stjórnarandstæðingar í Kenía héldu í dag áfram mótmælum sínum á götum ýmissa borga landsins og hefur komið til átaka á milli þeirra og lögreglu í nokkrum tilvikum 17.1.2008 11:47 Stúlkan sem missti meðvitund í strætó á batavegi Fimm ára stúlka sem missti meðvitund í strætisvagni í Reykjavík um klukkan 11 í morgun er á batavegi. Hún er nú á Barnaspítala Hringsins. Stúlkan var í hópi leikskólabarna- og kennara þegar hún missti meðvitund og tókst ekki að vekja hana. 17.1.2008 11:39 Vædderen við æfingar við Íslandsstrendur Undanfarna daga hafa starfsmenn Landhelgisgæslunnar og áhöfn danska varðskipsins Vædderen verið við sameiginlegar æfingar hér við land. Þessar afingar eru haldnar á grundvelli samkomulags sem dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason og Sören Gade, varnarmálaráðherra Dana, gerðu á liðnu ári. 17.1.2008 11:38 Bæjarstjórn Seltjarnarness lækkar fasteignaskatt Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti í gær að lækka fasteignaskatt og vatnsskatt. Jafnframt var samþykkt sérstök 20% viðbótarhækkun á afslætti aldraðra og öryrkja af fasteignaskatti. 17.1.2008 11:21 O.J. Simpson laus úr fangelsi á ný O.J. Simpson er laus úr fangelsi á ný eftir að hafa verið stungið í steininn á föstudag fyrir að brjóta skilmála vegna þjófnaðarmáls gegn honum. Honum var sleppt einungis nokkrum klukkustundum eftir að dómari sakaði hann um „hroka og fáfræði“ og fyrir að rjúfa skilmála um fangelsisvist í málinu. 17.1.2008 11:12 Ný löggustöð og nýtt fangelsi í sama húsinu? Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er á þeirri skoðun að kanna skuli til hlítar hvort sameina megi byggingu fyrirhugaðs fangelsis á höfuðborgarsvæðinu við byggingu nýrra höfuðstöðva lögreglunnar. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á Alþingi í morgun. 17.1.2008 11:03 Níu ár í klóm handrukkara Í bítinu á Bylgjunni í morgun ræddu Heimir og Kolla við föður ungs manns sem var í fjölda ára í klóm handrukkara. Þetta hófst fyrir um tíu árum þegar sonur hans hóf dreifingu á lyfjum en þegar lögreglan náði honum og gerði lyfin upptæk, komst hann í skuld við eigendur þeirra. Þannig hófst vítahringurinn. 17.1.2008 10:57 Fjögurra mánaða fangelsi fyrir fjölda brota Karlmaður var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi vegna þriggja brota sem hann varð uppvís að á skömmum tíma. Maðurinn stal kveikjuláslyklum, keyrði ökuréttindalaus og var handtekinn með hníf í miðbænum. 17.1.2008 10:47 Íslendingar treysta kennurum best Íslendingar treysta kennurum betur en öðrum starfstéttum. Þetta sýnir könnun sem Gallup International gerði á meðal tæplega 62 þúsund svarenda í 60 ríkjum í heiminum. Könnunin var gerð á tímabilinu október til desember 2007. 17.1.2008 10:47 Fundu leyndarmálið bakvið fullkomna leggi Kylie Minogue Vísindamenn telja sig hafa fundið leyndarmálið á bakvið fullkomna fótleggi söngkonunnar Kylie Minogue. Rannsókn leiddi í ljós að kona sem væri 160 sm á hæð þyrfti lögulega 76 sm leggi til að ná fullkomnun. 17.1.2008 10:27 Sjálfsbjörg hvetur til lausnar ÖBÍ-deilu Stjórn Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu harmar þann ágreining sem upp er kominn í stjórn Öryrkjabandalags Íslands. Félagið skorar á málsaðila að leysa ágreininginn á farsælan hátt. 17.1.2008 10:08 Skráðum trúfélögum fjölgar talsvert Samkvæmt tölum sem Hagstofan hefur tekið saman hefur skráðum trúfélögum fjölgað talsvert á undanförnum árum. Skráð trúfélög utan þjóðkirkju og fríkirkjusafnaða eru nú 26 en voru 10 árið 1990. 17.1.2008 09:29 Norski olíusjóðurinn er fyrirmynd alþjóðlegra fjárfesta ”Siðareglur norska olíusjóðsins hafa haft mikil áhrif á fjárfesta víða um heim þegar kemur að fjárfestingum í fyrirtækjum. Við vitum að margir fjárfestar í Evrópu, Bandaríkjunum og í Kanada, taka sjóðinn til fyrirmyndar”. Þetta kom fram á ráðstefnu norska fjármálaráðuneytisins sem haldin var í Osló í gær, undir yfirskriftinni Fjárfest í framtíðinni. 17.1.2008 09:27 Krafa um samkomulag heftir norrænt samstarf Krafan um almennt samkomulag kemur stundum í veg fyrir nýjungar í norrænu samstarfi. Það ætti því að láta einfaldan meirihluta ráða við ákvarðanatöku í Norrænu ráðherranefndinni, alla vega í sumum málum. 17.1.2008 09:20 Danir vinna mest allra svarta vinnu í Evrópu Danmörk nýtur nú þess vafasama heiðurs að vera það Evrópulandi þar sem flestir stunda svarta vinnu. 17.1.2008 09:01 Bandaríkjamenn telja mestu hryðjuverkaógnina frá Evrópu Ráðherra innri öryggismála í Bandaríkjunum segir að mesta hryðjuverkaógnin geti stafað frá Evrópu. Því sé nauðsynlegt að auka enn frekar öryggiseftirlit meðal farþega sem ferðast frá Evrópu til Bandaríkjanna 17.1.2008 08:07 Ríkisendurskoðun fann lítið misjafnt hjá Fjöliðjunni Ríkisendurskoðun sendi nýlega frá sér greinargerð um fjármál Fjöliðjunnar á Akranesi en grunur lék á að ekki væri allt með felldu í bókhaldi hjá fyrrum forstöðumanni þessa vinnustaðar fyrir fatlaða. 17.1.2008 08:05 Unglingurinn sem leitað var að er fundinn Fjórtán ára piltur, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi er kominn fram, heill á húfi. Hann hafði dvalið í heimahúsi í borginni og ekki látið vita af ferðum sínum 17.1.2008 08:03 Eldsvoði á Plaza hótelinu í Kaupmannahöfn Eldur kom upp á Plaza hótelinu í nótt en það stendur við aðaljárnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn. 67 gestir og tveir starfsmenn voru fluttir á brott þar sem mikinn reyk lagði um allt hótelið. 17.1.2008 07:59 Mesta umferðaróhappahrina í borginni í mörg ár Um það bil fimmtíu umferðaróhöpp voru skráð hjá lögreglunn á höfuðborgarsvæðinu í gær, sem er mesta óhappahrina á einum degi í mörg ár, og ef til vill til þessa. 17.1.2008 07:55 Sænsk sprengjusveit kölluð út vegna titrara Sprengjusveit sænsku lögreglunnar var kölluð til að kjallara í blokk í Gautaborg í vikunni. Húsvörður blokkarinnar hafði fundið þar pakka sem gaf frá sér dularfull hljóð og taldi hann að um tímasprengju væri að ræða. 17.1.2008 07:52 Ike Turner lést af ofstórum skammti af kókaíni Dánarorsök tónlistarmannsins Ike Turner var ofstór skammtur af kókaíni en Turner lést í síðasta mánuði 76 ára að aldri. 17.1.2008 07:50 Sjá næstu 50 fréttir
Það ljótasta sem ég hef orðið vitni að á ferlinum segir Davíð Davíð Oddsson seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra fagnar nú sextugsafmæli sínu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Davíð segir umræðuna um embættisveitingu sonar síns það ljótasta sem hann hafi orðið vitni að á sínum ferli. 17.1.2008 18:40
Hesti bjargað úr mýri Um 14:30 Fékk Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni útkallsbeiðni um að hestur hefði fallið í mýrarvilpu svo aðeins hausinn stóð uppúr. Ekki var vitað nákvæmlega hvenær það gerðist en tryppið var aðframkomið og ljóst að mínútur skiptu máli. 17.1.2008 18:38
Dirfast ekki að ráðast á Íran Forseti Íran, Mamhoud Ahmedinejad, sagði í dag að Ísralar munu ekki dirfast að ráðast á Íran. Þetta voru viðbrögð forsetans við tilraunum Ísraela eldflaugavopnakerfi sínu í dag. Ísraelar segja að tilraunirnar séu viðbröðg við þeirri ógn sem stendur af Íran. 17.1.2008 17:53
22 umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fært 22 umferðaróhöpp til bókar það sem af er degi. Það er aðeins yfir meðallagi en fjarri því ná gærdeginum. Þá urðu um 40 umferðaróhöpp í slæmri færð og mikilli hálku. Enginn slasaðist þó alvarlega í þessum slysum. 17.1.2008 17:44
18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Hæstiréttur dæmdi í dag ungan karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og lengdi dóm héraðsdóms um þrjá mánuði. Árásarmaðurinn sló annan mann með hafnaboltakylfu í höfuð og líkama, og kýldi hann í höfuð inni á heimili föður þolanda. Við þetta hlaut maðurinn sár og mar á höfði, andliti, brjóstkassa, öxl og framhandleggjum. 17.1.2008 16:50
Átján mánaða fangelsi fyrir stórfelld auðgunarbrot Hæstiréttur hefur staðfest eins og hálfs árs dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir stórfelld auðungarbrot 17.1.2008 16:42
Kalla eftir lækkun á eldsneyti Félag Íslenskra Bifreiðaeigenda undrast seinagang olíufélaganna við að lækka eldsneytisverðið þrátt fyrir lækkanir á heimsmarkaði. Í frétt á heimasíðu samtakanna segir að Olíufélögin hafi verið skjót að taka við sér þegar verðið hækkaði í byrjun janúar. Nú þegar verðið hefur lækkað um 100 bandaríkjadali á hvert tonn af bensíni bólar hins vegar ekkert á lækkunum. 17.1.2008 16:36
Blaðamannafélagið segir nýlega dóma þrengja að tjáningarfrelsi Án tjáningarfrelsis er engin leið að tryggja að annarra mannréttinda sé gætt. Því er tjáningarfrelsi forsenda þess að almennt lýðfrelsi ríki. Þetta segir í ályktun sem Blaðamannafélagið hefur sent frá sér. 17.1.2008 16:26
Dæmdur fyrir eignaspjöll í Danmörku Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til 300 þúsund króna sektar og svipt hann ökuleyfi í hálft ár fyrir nokkur brot á árunum 2006 og 2007, þar á meðal eignaspjöll í verslun Kaupmannahöfn í Danmörku 17.1.2008 16:23
Ekkert uppnám í lóðamálum Hólmsheiðarfangelsis Svandís Svavarsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir ekkert hæft í því að lóðamál fyrirhugaðs fangelsis á Hólmsheiði séu í uppnámi eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði á Alþingi í dag. 17.1.2008 16:02
Ríkisendurskoðun segir gæðaeftirlit með grunnskólum ábótavant Gæðaöryggi er að mörgu leyti ábótavant í íslensku grunnskólakerfi, segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt. Vísbendingar séu til dæmis um að árangur nemenda í tilteknum skólum sé endurtekið langt undir meðaltali á samræmdum prófum. Lögum samkvæmt skuli menntamálaráðuneytið hafa eftirlit með þessu en mikið skortir á að gripið sé til aðgerða þegar úrbóta er þörf. 17.1.2008 15:52
Hraðamyndavélar í Fáskrúðsfjarðargöngum Ökumenn á leið um Fáskrúðsfjarðargöng mega framvegis reikna með sektum aki þeir of hratt um göngin því á morgun verða hraðamyndavélar teknar í notkun þar. 17.1.2008 15:50
Hátt í 30 þúsund ökutæki nýskráð í fyrra Rúmlega 29.800 ökutæki voru nýskráð hér á landi á síðasta ári samkvæmt samantekt Umferðarstofu. 17.1.2008 15:41
Lagaprófessor undrast húsleitarheimild hjá Skattrannsóknarstjóra Eiríkur Tómasson lagaprófessor telur það einsdæmi að Ríkislögreglustjóri hafi fengið húsleitarheimild hjá opinberri stofnun. 17.1.2008 15:05
Brotlending á Heathrow flugvelli Engan sakaði þegar Boeing 777 farþegaflugvél British Airways flugfélagsins nauðlenti á Heathrow flugvelli í London á öðrum tímanum í dag. Allir farþegar vélarinnar sem var að koma frá Peking í Kína komust út um neyðarrennur. Breska lögreglan segir atvikið ekki af tengt hryðjuverkum. Mikil mildi þykir að vélin lenti ekki á hraðbraut sem hún flaug yfir örskömmu áður en hún skall í jörðina nokkur hundruð metrum frá flugbrautarendanum. Samkvæmt sjónvarvottum rann vélin svo á hliðinni áfram þar til hún stöðvaði. 17.1.2008 14:27
Sundabraut í göng er eina leiðin Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að fyrirhuguð Sundabraut verði lögð í göngum frá Lauganesi og yfir í Gufunes. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs segir að með þessu hafi borgarráðsmenn viljað hnykkja á þeirri afstöðu sem lengi hefur legið fyrir að kjörnir fulltrúar borgarinnar vilji göng en ekki veg. 17.1.2008 14:05
Guðni segir óveðursský hrannast upp - Geir segir mikilvægt að halda ró sinni Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í morgun að á meðan óveðursskýin hrönnuðust upp á í íslenskum efnahagsmálum sæti ríkisstjórnin aðgerðarlaus og hafnaði samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Forsætisráðherra segir mikilvægt að allir haldi ró sinni í þeim óróleika sem nú ríki í efnahagsmálum. 17.1.2008 12:37
Bretar loka menningarskrifstofu í Rússlandi Bretar hafa lokað menningarskrifstofu sinni í Sánkti Pétursborg í Rússlandi tímabundið. Það gera þeir vegna þess að Rússar hafa ákveðið að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til breskra diplómata sem starfa þar og á menningarskrifstofunni í Yekaterinburg í Úrafjöllum. Þetta gerðu þeir í mótmælaskyni við upphaflega ákvörðun Breta um að hundsa kröfur Rússa um að þeim yrði lokað. 17.1.2008 12:33
Stjórnarþingmenn þegja í dómaramálinu Enginn þingmaður Samfylkingarinnar vill tjá sig við Vísi um afstöðu sína til skipunar Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Einungis þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins svöruðu fyrirspurn Vísis um málið. 17.1.2008 12:23
Hafa tvo liðsmenn Sea Shephard í haldi Áströlsk stjórnvöld ætla að senda strandgæsluskip að japönsku hvalveiðiskipi í Suður Íshafinu, til að sækja þangað tvo liðsmenn Sea Shephard samtakanna sem áhöfn skipsins hefur í haldi. 17.1.2008 12:20
Ríkislögreglustjóri með heimild til húsleitar hjá Skattrannsóknarstjóra Embætti Ríkislögreglustjóra fékk síðastliðinn mánudag heimild hjá Héraðsdómi Reykjavíkur til að gera húsleit hjá embætti skattrannsóknarstjóra. 17.1.2008 12:06
Lögregla skýtur sjö til bana í Kenía Raila Odinga leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenía segir að lögregla hafi skotið sjö manns til bana í mótmælum í dag og meira en eitt þúsund hefðu látist frá úrslitum forsetakosninganna 27. desember. Þetta er annar dagur þriggja daga mótmæla. Í gær létust að minnsta kosti fjórir. 17.1.2008 11:51
Hver á þennan iPhone? Lögreglan lýsir eftir eiganda forláta farsíma af iPhone gerð sem hún lagði hald á nýlega. Síminn var á meðal þýfis þjófa sem brotist höfðu inn í bíl í Grafarvogi. Öðru þýfi var komið til skila en eftir stóð farsíminn. 17.1.2008 11:51
Áfram átök á milli lögreglu og mótmælenda í Kenía Stjórnarandstæðingar í Kenía héldu í dag áfram mótmælum sínum á götum ýmissa borga landsins og hefur komið til átaka á milli þeirra og lögreglu í nokkrum tilvikum 17.1.2008 11:47
Stúlkan sem missti meðvitund í strætó á batavegi Fimm ára stúlka sem missti meðvitund í strætisvagni í Reykjavík um klukkan 11 í morgun er á batavegi. Hún er nú á Barnaspítala Hringsins. Stúlkan var í hópi leikskólabarna- og kennara þegar hún missti meðvitund og tókst ekki að vekja hana. 17.1.2008 11:39
Vædderen við æfingar við Íslandsstrendur Undanfarna daga hafa starfsmenn Landhelgisgæslunnar og áhöfn danska varðskipsins Vædderen verið við sameiginlegar æfingar hér við land. Þessar afingar eru haldnar á grundvelli samkomulags sem dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason og Sören Gade, varnarmálaráðherra Dana, gerðu á liðnu ári. 17.1.2008 11:38
Bæjarstjórn Seltjarnarness lækkar fasteignaskatt Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti í gær að lækka fasteignaskatt og vatnsskatt. Jafnframt var samþykkt sérstök 20% viðbótarhækkun á afslætti aldraðra og öryrkja af fasteignaskatti. 17.1.2008 11:21
O.J. Simpson laus úr fangelsi á ný O.J. Simpson er laus úr fangelsi á ný eftir að hafa verið stungið í steininn á föstudag fyrir að brjóta skilmála vegna þjófnaðarmáls gegn honum. Honum var sleppt einungis nokkrum klukkustundum eftir að dómari sakaði hann um „hroka og fáfræði“ og fyrir að rjúfa skilmála um fangelsisvist í málinu. 17.1.2008 11:12
Ný löggustöð og nýtt fangelsi í sama húsinu? Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er á þeirri skoðun að kanna skuli til hlítar hvort sameina megi byggingu fyrirhugaðs fangelsis á höfuðborgarsvæðinu við byggingu nýrra höfuðstöðva lögreglunnar. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á Alþingi í morgun. 17.1.2008 11:03
Níu ár í klóm handrukkara Í bítinu á Bylgjunni í morgun ræddu Heimir og Kolla við föður ungs manns sem var í fjölda ára í klóm handrukkara. Þetta hófst fyrir um tíu árum þegar sonur hans hóf dreifingu á lyfjum en þegar lögreglan náði honum og gerði lyfin upptæk, komst hann í skuld við eigendur þeirra. Þannig hófst vítahringurinn. 17.1.2008 10:57
Fjögurra mánaða fangelsi fyrir fjölda brota Karlmaður var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi vegna þriggja brota sem hann varð uppvís að á skömmum tíma. Maðurinn stal kveikjuláslyklum, keyrði ökuréttindalaus og var handtekinn með hníf í miðbænum. 17.1.2008 10:47
Íslendingar treysta kennurum best Íslendingar treysta kennurum betur en öðrum starfstéttum. Þetta sýnir könnun sem Gallup International gerði á meðal tæplega 62 þúsund svarenda í 60 ríkjum í heiminum. Könnunin var gerð á tímabilinu október til desember 2007. 17.1.2008 10:47
Fundu leyndarmálið bakvið fullkomna leggi Kylie Minogue Vísindamenn telja sig hafa fundið leyndarmálið á bakvið fullkomna fótleggi söngkonunnar Kylie Minogue. Rannsókn leiddi í ljós að kona sem væri 160 sm á hæð þyrfti lögulega 76 sm leggi til að ná fullkomnun. 17.1.2008 10:27
Sjálfsbjörg hvetur til lausnar ÖBÍ-deilu Stjórn Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu harmar þann ágreining sem upp er kominn í stjórn Öryrkjabandalags Íslands. Félagið skorar á málsaðila að leysa ágreininginn á farsælan hátt. 17.1.2008 10:08
Skráðum trúfélögum fjölgar talsvert Samkvæmt tölum sem Hagstofan hefur tekið saman hefur skráðum trúfélögum fjölgað talsvert á undanförnum árum. Skráð trúfélög utan þjóðkirkju og fríkirkjusafnaða eru nú 26 en voru 10 árið 1990. 17.1.2008 09:29
Norski olíusjóðurinn er fyrirmynd alþjóðlegra fjárfesta ”Siðareglur norska olíusjóðsins hafa haft mikil áhrif á fjárfesta víða um heim þegar kemur að fjárfestingum í fyrirtækjum. Við vitum að margir fjárfestar í Evrópu, Bandaríkjunum og í Kanada, taka sjóðinn til fyrirmyndar”. Þetta kom fram á ráðstefnu norska fjármálaráðuneytisins sem haldin var í Osló í gær, undir yfirskriftinni Fjárfest í framtíðinni. 17.1.2008 09:27
Krafa um samkomulag heftir norrænt samstarf Krafan um almennt samkomulag kemur stundum í veg fyrir nýjungar í norrænu samstarfi. Það ætti því að láta einfaldan meirihluta ráða við ákvarðanatöku í Norrænu ráðherranefndinni, alla vega í sumum málum. 17.1.2008 09:20
Danir vinna mest allra svarta vinnu í Evrópu Danmörk nýtur nú þess vafasama heiðurs að vera það Evrópulandi þar sem flestir stunda svarta vinnu. 17.1.2008 09:01
Bandaríkjamenn telja mestu hryðjuverkaógnina frá Evrópu Ráðherra innri öryggismála í Bandaríkjunum segir að mesta hryðjuverkaógnin geti stafað frá Evrópu. Því sé nauðsynlegt að auka enn frekar öryggiseftirlit meðal farþega sem ferðast frá Evrópu til Bandaríkjanna 17.1.2008 08:07
Ríkisendurskoðun fann lítið misjafnt hjá Fjöliðjunni Ríkisendurskoðun sendi nýlega frá sér greinargerð um fjármál Fjöliðjunnar á Akranesi en grunur lék á að ekki væri allt með felldu í bókhaldi hjá fyrrum forstöðumanni þessa vinnustaðar fyrir fatlaða. 17.1.2008 08:05
Unglingurinn sem leitað var að er fundinn Fjórtán ára piltur, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi er kominn fram, heill á húfi. Hann hafði dvalið í heimahúsi í borginni og ekki látið vita af ferðum sínum 17.1.2008 08:03
Eldsvoði á Plaza hótelinu í Kaupmannahöfn Eldur kom upp á Plaza hótelinu í nótt en það stendur við aðaljárnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn. 67 gestir og tveir starfsmenn voru fluttir á brott þar sem mikinn reyk lagði um allt hótelið. 17.1.2008 07:59
Mesta umferðaróhappahrina í borginni í mörg ár Um það bil fimmtíu umferðaróhöpp voru skráð hjá lögreglunn á höfuðborgarsvæðinu í gær, sem er mesta óhappahrina á einum degi í mörg ár, og ef til vill til þessa. 17.1.2008 07:55
Sænsk sprengjusveit kölluð út vegna titrara Sprengjusveit sænsku lögreglunnar var kölluð til að kjallara í blokk í Gautaborg í vikunni. Húsvörður blokkarinnar hafði fundið þar pakka sem gaf frá sér dularfull hljóð og taldi hann að um tímasprengju væri að ræða. 17.1.2008 07:52
Ike Turner lést af ofstórum skammti af kókaíni Dánarorsök tónlistarmannsins Ike Turner var ofstór skammtur af kókaíni en Turner lést í síðasta mánuði 76 ára að aldri. 17.1.2008 07:50