Innlent

Ríkislögreglustjóri með heimild til húsleitar hjá Skattrannsóknarstjóra

Embætti Ríkislögreglustjóra fékk síðastliðinn mánudag heimild hjá Héraðsdómi Reykjavíkur til að gera húsleit hjá embætti skattrannsóknarstjóra.

Með húsleitinni á að sækja skjöl tengd Óskari Magnússyni fyrrverandi forstjóra Baugs. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu.

Helgi sagði ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur hafa verið kærða til Hæstaréttar. Verið er að bíða niðurstöðu Hæstaréttar áður en frekar verður aðhafst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×