Innlent

Lagaprófessor undrast húsleitarheimild hjá Skattrannsóknarstjóra

Eiríkur Tómasson lagaprófessor.
Eiríkur Tómasson lagaprófessor.

Eiríkur Tómasson lagaprófessor telur það einsdæmi að Ríkislögreglustjóri hafi fengið húsleitarheimild hjá opinberri stofnun.

Stöð 2 greindi frá því í morgun að embætti Ríkislögreglustjóra hafi síðastliðinn mánudag fengið heimild hjá Héraðsdómi Reykjavíkur til að gera húsleit hjá embætti Skattrannsóknarstjóra. Í húsleitinni á að sækja skjöl tengd Óskari Magnússyni fyrrverandi stjórnarformanni Baugs.

Eiríkur segir þetta mál mjög sérkennilegt. „Ég kannast ekki við að þetta hafi gerst áður. Venjulegast láta opinberir aðilar af hendi gögn sem að lögreglan óskar eftir," segir Eiríkur. „Hins vegar er það dómara að meta hvort nægjanleg skilyrði eru til húsleitarheimildar ef ágreiningur kemur upp," bætir hann við.

Ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að heimila húsleit hefur verið kærð til Hæstaréttar. Verið er að bíða niðurstöðu Hæstaréttar áður en frekar verður aðhafst í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×