Innlent

Vædderen við æfingar við Íslandsstrendur

Vædderen við æfingar.
Vædderen við æfingar. Mynd/ Flugdeild Landhelgisgæslunnar.

Undanfarna daga hafa starfsmenn Landhelgisgæslunnar og áhöfn danska varðskipsins Vædderen verið við sameiginlegar æfingar hér við land. Þessar afingar eru haldnar á grundvelli samkomulags sem dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason og Sören Gade, varnarmálaráðherra Dana, gerðu á liðnu ári.

Tveir yfirmenn voru við æfingar um borð í Vædderen í síðastliðinni viku, þar sem þeir kynntu sér einnig tæki og búnað um borð. Þar tóku þeir þátt fjölda æfinga, meðal annars í því að fylgjast með og stjórna ferðum þyrlu með hjálp radars, neyðarviðbrögð þegar þyrla á í hlut, aðstoð við önnur skip, viðbrögð við eldi um borð í skipi, reykköfun og fleira.

Í fyrradag var svo haldin samæfing milli eininga Landhelgisgæslunnar og danska varðskipsins Vædderen. Varðskipið Týr tók þátt í æfingunni í neyðarframkvæmd. Settur var á svið eldsvoði á afturskipi Týs þar sem tveggja manna var saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×