Innlent

18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands.

Hæstiréttur dæmdi í dag ungan karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og lengdi dóm héraðsdóms um þrjá mánuði. Árásarmaðurinn sló annan mann með hafnaboltakylfu í höfuð og líkama, og kýldi hann í höfuð inni á heimili föður þolanda. Við þetta hlaut maðurinn sár og mar á höfði, andliti, brjóstkassa, öxl og framhandleggjum.

Með broti sínu rauf árásarmaðurinn skilorð reynslulausnar, en hann átti 330 daga óafplánaða af eldri dómi og var sú refsing dæmd með. Hann hafði jafnframt verið dæmdur í 22 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun þann 30. janúar 2003. Hann var þá 17 ára gamall og hafði það brot því ekki ítrekunaráhrif.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×