Innlent

Stúlkan sem missti meðvitund í strætó á batavegi

Sjúkrabílar og lögregla fyrir utan húsnæði 365 miðla í morgun.
Sjúkrabílar og lögregla fyrir utan húsnæði 365 miðla í morgun.

Fimm ára stúlka sem missti meðvitund í strætisvagni í Reykjavík um klukkan 11 í morgun er á batavegi. Hún er nú á Barnaspítala Hringsins. Stúlkan var í hópi leikskólabarna- og kennara þegar hún missti meðvitund og tókst ekki að vekja hana.

Leikskólakennari kom hlaupandi inn í afgreiðslu 365 miðla með stúlkuna í fanginu og bað um að hringt yrði á sjúkrabíl.

Sjúkraflutningamönnum tókst síðan að koma stúlkunni til meðvitundar en ekki er vitað hvað amaði að henni. Stúlkan var síðan flutt á á Barnaspítalann með sjúkrabílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×