Innlent

Hver á þennan iPhone?

Lögreglan lýsir eftir eiganda forláta farsíma af iPhone gerð sem hún lagði hald á nýlega. Síminn var á meðal þýfis þjófa sem brotist höfðu inn í bíl í Grafarvogi. Öðru þýfi var komið til skila en eftir stóð farsíminn.

„Sá, eða sú, sem kannast við meðfylgjandi mynd af skjá símans er beðin/n um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000," segir í tilkynningu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×