Innlent

Hesti bjargað úr mýri

Um 14:30 Fékk Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni útkallsbeiðni um að hestur hefði fallið í mýrarvilpu svo aðeins hausinn stóð uppúr. Ekki var vitað nákvæmlega hvenær það gerðist en tryppið var aðframkomið og ljóst að mínútur skiptu máli.Náðu björgunarsveitarmenn að spila hestinn upp og koma á fætur eftir nokkrar tilraunir. Hann var síðan teymdur að bænum Útey þar sem hlúð verður að honum.Mikið hefur snjóað á þessum slóðum og skurðir og aðrar hættur huldar púðursnjó. Í þessu tilfelli var það glöggsemi bóndans á bænum Austurey sem varð hestinum til lífs því hann hafði þvælst á milli bæja og tilheyrði ekki stóði bóndans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×