Innlent

Íslendingar treysta kennurum best

Kennarar í Austurbæjarskóla. Þeir njóta mikils trausts líkt og aðrir kennarar á Íslandi.
Kennarar í Austurbæjarskóla. Þeir njóta mikils trausts líkt og aðrir kennarar á Íslandi. Mynd/ GVA
Íslendingar treysta kennurum betur en öðrum starfstéttum. Þetta sýnir könnun sem Gallup International gerði á meðal tæplega 62 þúsund svarenda í 60 ríkjum í heiminum. Könnunin var gerð á tímabilinu október til desember 2007.

Spurt var hvað af eftirfarandi stéttum væri best treystandi. Kennarar komu best út og næsta stétt, verkalýðsforingjar ná því ekki að vera hálfdrættingar við þá. Íslendingar bera minnst traust til trúarleiðtoga.

Svörin voru eftirfarandi:

Stjórnmálamenn 9%

Trúarleiðtogum 4%

Her/lögregluforingjum 18%

Leiðtogum í viðskiptalífinu 12%

Blaðamönnum 18%

Kennurum 46%

Verkalýðsforingjum 25%

Engum þessara 22%

Íslendingar eru þó ekki sú Vestur- Evrópuþjóð sem treystir kennurum best. Um 89% Íra, 78% Belga og 67% Þjóðverja sögðust treysta kennurum best.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×