Innlent

Allt á huldu um bilanir í Sultartangavirkjun

MYND/Vilhelm

Enn er allt á huldu um hvað olli bilun í báðum spennum Sultartangavirkjunar með þeim afleiðingum að ekkert rafmagn hefur verið framleitt þar síðan um jól. Talið er að viðgerðin geti kostað allt að hundrað milljónir króna.

Tvær túrbínur eru í stöðinni sem framleiða talsvert meira rafmagn en Sogsvirkjanirnar þrjár til samans. Sérsmíðaður spennir er við hvora túrbínu og bilaði annar í nóvember og hinn á aðfangadag.

Þeir voru smíðaðir árið 2000 og eiga að endast margfalt lengur en þetta. Því hafa bæði hönnuðir og framaleiðendur spennanna verið kallaðir hingað til rannsaka þá en niðurstöður liggja ekki fyrir og á meðan er lítið hægt að vinna að viðgerð. Vonir standa þó til að stöðin verið komin í full afköst í apríllok.

Að sögn Stefáns Hilmarsson hjá Landsvirkjun er nú verið að ræða við fulltrúa stóriðjunnar á suðvesturhorninu, sem kaupa svonefnt afgangsrafmagn, eða ótryggða orku, um að hugsanlega þurfi að draga eitthvað úr þeirri orku þar til viðgerð lýkur. Auk þess er raforkukerfið ekki eins tryggt á meðan stöðin er úti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×