Innlent

Sannað að kveikt var í brunabílum í Vogum

Lögreglan telur sannað að kveikt hafi verið í bílunum tíu í Vogum sem eru gjörónýtir.
Lögreglan telur sannað að kveikt hafi verið í bílunum tíu í Vogum sem eru gjörónýtir.

Lögreglan á Suðurnesjum telur það sannað að kveikt hafi verið í bílunum tíu sem brunnu í Vogum 8. desember síðastliðinn. Þetta staðfesti Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóri í samtali við Vísi.

Vísir birti frétt af því fyrir helgi að ekki hefði tekist að sanna að um íkveikju hafi verið að ræða. Niðurstaða rannsóknar bandarískra sérfræðinga sem komu til landsins um áramótin er hinsvegar sú að um íkveikju hafi verið að ræða. Sú niðurstaða styður frumrannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum um að kveikt var í bílunum. Þeir voru í eigu athafnamannsins Ragnars Ólafs Magnússonar.

"Við teljum að þessar rannsóknir staðfesti að kveikt var í bílunum. Það var mjög fagmannlega að verki staðið við íkveikjuna," segir Jóhann R. Benediktsson og bætir við að rannsókn miði vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×