Innlent

Hraðakstur í Hvalfjarðargöngum á hverri klukkustund

MYND/Pjetur

Áttatíu og níu ökumenn voru myndaðir við hraðakstur í Hvalfjarðargöngunum í síðustu viku frá þriðjudegi til föstudags eða á tæplega 88 klukkustundum.

Fram kemur í frétt frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að 5700 ökutæki hafi farið um göngin á þeim tíma og ók því 1,6 prósent ökumannanna of hratt.

Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 85 kílómetrar á klukkustund en 70 kílómetra hámarkshraði er í göngunum. Tíu óku á 90 kílómetra hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 100 kílómetra hraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×