Innlent

Verkefni sem þarf að leysa

Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. MYND/Hari

Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins koma til fundar ásamt Samtökum atvinnulífsins klukkan eitt í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara.

Umræðuefnið er eins og kunnugt er nýr kjarasamningur fyrir félaga í Starfsgreinasambandinu og Flóabandalaginu. Þetta er fyrsti fundurinn hjá ríkissáttasemjara en Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið ákváðu í síðustu viku að vísa kjaraviðræðum þangað eftir að ríkisstjórnin hafði hafnað tillögu verkalýðshreyfingarinnar um tveggja þrepa skattkerfi.

Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir markmið fundarins í dag að þoka málum í átt til lausnar. „Þetta er verkefni sem þarf að leysa og verkefnið er nýr kjarasamningur," segir Skúli og bætur við að málið sé í þröngri stöðu.

Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið eru fyrstu félögin til þess að vísa kjaraviðræðum við atvinnurekendur til ríkissáttasemjara en þau semja fyrir um 35 þúsund launþega í landinu að sögn Skúla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×