Fleiri fréttir Á 130 kílómetra hraða á Sæbraut Tvítugur piltur var sviptur ökuleyfi í nótt eftir að bíll hans mældist á tæplega 130 kílómetra hraða á Sæbraut. Samkvæmt dagbók lögreglunnar hefur pilturinn áður komið við sögu hjá lögreglu vegna umferðarlagabrota. 3.8.2007 14:43 Umferð gengur vel Umferð hefur gengið vel það sem af er degi en þyngist eftir því sem líður á. Lögreglan í Borgarnesi segir að allt hafi gengið sinn vanagang og engin óhöpp komið upp á. Hið sama er að frétta af Selfossi. Þar gengur allt eðlilega. Lögreglan í Vestmannaeyjum segist hafa í nógu að snúast við umferðareftirlit og við að aðstoða Þjóðhátíðargesti í Herjólfsdal, en allt gangi samkvæmt áætlun. 3.8.2007 14:35 Bjargað úr bráðri lífshættu í annað sinn á ævinni Marcelo Cruz bjargaðist giftusamlega úr bráðri lífshættu í annað sinn á ævi sinni þegar Minneapolis brúin hrundi í vikunni. Fyrir sjö árum taldi lögreglan í Norður-Karolínu Cruz af eftir að hann hafði orðið fyrir skoti í vopnuðu ráni. Hann hélt lífi en lamaðist frá mitti. 3.8.2007 14:01 Skjálfti að stærð 3,1 við Trölladyngju Skjálfti upp á 3,1 mældist suður af Trölladyngju, Ódáðahrauni, klukkan níu mínútum yfir eitt í dag. Mikil skjálftavirkni er á nálægum slóðum en þessi skjálfti er ekki talinn tengjast þeim skjálftum sem hafa verið við Upptyppinga að undanförnu. 3.8.2007 13:34 Ein af ráðgátum Titanic slyssins leyst Ein af stærstu ráðgátum Titanic slyssins er nú loksins leyst. Búið er að bera kennsl á eins árs dreng sem fannst látinn á reki í sjónum sex dögum eftir að skipið sökk árið 1912. Hann var breskur, og hét Sidney Leslie Goodwin. Talið er að 1512 manns hafi farist með Titanic, en aldrei hefur tekist að negla niður ákveðna tölu. 3.8.2007 13:15 Lögreglan á Akureyri leitar eftir Nissan jepplingi Grár Nissan Extrail jepplingur með númerinu PO - 694 hvarf frá bílasölu Ingvars Helgasonar á Akureyri fyrir 2-3 vikum. Lögreglan á Akureyri biður þá sem gætu vitað hvar bíllinn er niðurkominn um að láta vita í síma 4647700. 3.8.2007 13:13 Slasaðist eftir árekstur á Nýbýlavegi Kona slasaðist þegar tveir bílar skullu saman á Nýbýlavegi á tólfta tímanum í morgun. Kalla þurfti tækjabíl slökkviliðsins til að ná konunni úr bílnum og var hún flutt á bráðamóttöku Landspítala-Háskólasjúkrahúss. 3.8.2007 13:03 Fjórtán hundruð ökumenn fá frítt í stæði Eigendur um fjórtán hundruð bíla fá ókeypis bílastæði í Reykjavík. Þessir bílar uppfylla skilyrði borgarinnar um visthæfni og þeim má leggja frítt í níutíu mínútur. 3.8.2007 12:37 Áframhaldandi skjálftavirkni við Upptyppinga Ekkert lát er á skjálftavirkni við Upptyppinga og er hópur vísindamanna nú á leið á svæðið til að rannsaka það betur. Lögreglustjórar á Húsavík og Seyðisfirði eru í viðbragðsstöðu ef til eldsumbrota kæmi. 3.8.2007 12:32 Þurfti að fljúga blindflug hluta af ferðinni Indverji sem gerir tilraun til að setja heimsmet í hnattflugi á vélknúni fisi er nú staddur hér á landi. Hann flaug hingað til lands frá Grænlandi í gær við erfiðar aðstæður en mikil ísing myndaðist á vélinni og hann þurfti að fljúga blindflug hluta úr ferðinni. 3.8.2007 12:21 Ökumenn varaðir við heitu vatni í Mývatnssveit Vegna bilunar í dælubúnaði rennur heitt vatn yfir þjóðveginn við afleggjarann að baðlóninu í Mývatnssveit. Vegagerðin biður ökumenn um að fara varlega á vegakaflanum. 3.8.2007 12:21 Ítölsk mamma kvartar yfir „litla" stráknum sínum Sikileysk móðir tók húslykilinn af syni sínum, skrúfaði fyrir vasapeningana hans og keyrði hann á lögreglustöð bæjarins þegar hann kom of seint heim eitt kvöldið. Þetta væri ekki frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að „litli strákurinn" er á sjötugsaldri. 3.8.2007 12:20 Rekstrarleyfi Strawberries afturkallað Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur afturkallað leyfi veitingastaðarins Strawberries í Lækjargötu 6 til reksturs þar sem starfsemin sem þar fór fram reyndist ekki samrýmast starfsleyfinu. Veitingastaðnum hefur því verið lokað. 3.8.2007 12:20 Skyggni í Mississippi á aðeins 30 sentímetrar Leit kafara að fórnarlömbum í rústum brúarinnar yfir Mississippi ána var í nótt frestað, vegna hættulegra aðstæðna. Skyggni í ánni nemur aðeins um þrjátíu sentímetrum. Samkvæmt gögnum bandaríska samgönguráðuneytisins er um fjórðungur bandarískra brúa talin úreltur. 3.8.2007 12:19 Ósáttur við að ungt fólk sé ekki velkomið á Akureyri Kaupmaður á Akureyri er ósáttur við að að fólki á aldrinum átján til tuttugu og þriggja ára verði bannað að tjalda á Akureyri um helgina. Hann segir ákvörðun yfirvalda í bænum hreint óskiljanlega. 3.8.2007 12:16 Norska fjármálaeftirltið athugar að skoða eignarhlut Kaupþings i Storebrand Norska fjármálaeftirlitið athugar að skoða hvort Kaupþing ráði yfir meiru í norska tryggingafyrirtækinu Storebrand, en félagið hefur heimild fyrir. Hafi kaup fjármálafyrirtækisins Exista á bréfum norska félagsins verið gerð í samvinnu við Kaupþing er það brot á lögum. Stjórnarformaður Kaupþings segir svo ekki vera. 3.8.2007 12:06 Önnur árásarkvennanna yfirheyrð í Eyjum Búið er að yfirheyra aðra konuna sem réðst á 28 ára gamla konu fyrir utan skemmtistaðinn Sólon síðastliðna helgi. Konan var kölluð til skýrslutöku í Eyjum í gær en sleppt að því loknu því ekki þótti ástæða til að handtaka hana vegna málsins. Konan sem ráðist var á hefur legið á spítala í fimm daga og gengist undir aðgerð á eyra. 3.8.2007 12:06 Álag í Vínbúðum þessa dagana Mikið álag er á starfsfólki Vínbúðanna þessa dagana en búast má við að ríflega þriðjungur þjóðarinnar muni koma við til að kaupa áfengi fyrir þessa verslunarmannahelgi. 3.8.2007 12:03 Þrír teknir fyrir ölvunarakstur í höfuðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þrjá ökumenn í gærkvöldi og í nótt fyrir ölvunarakstur. Þá var einn handtekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. 3.8.2007 11:52 Teknir með fíkniefni í Vestmannaeyjum Tvö minniháttar fíkniefnamál komu upp í Vestmannaeyjum í gær. Farþegi með Herjólfi var handtekinn með lítisháttar að hassi sem hann hafði falið innklæða. Þá fundu lögreglumenn tvær e-töflur á aðila í tjaldi í Herjólfsdal. 3.8.2007 11:48 Nýtt altarisverk vígt í Ísafjarðarkirkju Nýtt altarisverk í Ísafjarðarkirkju verður vígt við messu á sunnudaginn. Verkið er eftir Ölöf Nordal og byggt á helgisögunni um lausnarann og lóurnar. Verkið hefur fengið nafnið Fuglar himinsins. 3.8.2007 11:44 Allt flug til Eyja á áætlun Flugvélar á vegum Flugfélags Íslands fara alls níu ferðir frá Reykjavík til Vestmannaeyja í dag. Tvær vélar fóru í morgun og ekki gert ráð fyrir öðru en allar áætlanir standist. Mikið hvassviðri var í Eyjum morgun og fór vindhraðinn upp í allt að 27 metra á sekúndu. 3.8.2007 10:54 Meistarinn rukkaður fyrir rausnarskapinn Jónas Örn Helgason, fyrsti sigurvegari spurningakeppninnar „Meistarinn" á Stöð 2, vakti athygli eftir keppnina þegar hann ákvað að gefa hluta verðlaunaupphæðarinnar til góðgerðamála. Hann afhenti 500 þúsund króna framlag til hjálparstarfs. Það kom Jónasi hins vegar á óvart nú um mánaðarmótin að Skattstjórinn í Reykjavík innheimtir 200 þúsund krónur í skatt af gjöf Jónasar. 3.8.2007 10:42 Rússar vilja auka viðbúnað sinn á Miðjarðarhafinu Yfirmaður rússneska flotans segir að Rússar eigi að láta meira til sín taka á Miðjarðarhafinu. Ummælin hafa vakið nokkra athygli í ljósi þess að Rússland liggur hvergi að hafinu og því ekki ljóst hvar rússneskur Miðjarðarhafsfloti ætti að hafa bækistöð. 3.8.2007 09:57 Vegagerðin hvetur ökumenn til varkárni Vegagerðin biður alla vegfarendur að sýna aðgát í umferðinni. Þeir sem eru með húsbíla, hjólhýsi eða annað sem þolir illa vind eru sérstaklega beðnir að huga vel að veðri. 3.8.2007 09:17 Frakkar selja Líbýu eldflaugar Líbýumenn og Frakkar hafa gert með sér vopnasölusamning sem gerir ráð fyrir því að Líbýa kaupi franskar eldflaugar sem ætlað er að granda skriðdrekum. Þetta mun vera fyrsti vopnasamningurinn sem vestrænt ríki gerir við Líbýu eftir að viðskiptabanni á landið var aflétt árið 2004. 3.8.2007 08:47 Líkamsleifar seldar til galdraiðkunar Yfirvöld í Mósambík hafa handtekið þrjá aðila vegna meintrar aðildar þeirra að viðskiptum með líkamshluta. Málið tengist morðum og limlestingum á sjö konum og einu barni í Cabo Delgado héraðinu sem framin voru í vikunni. 2.8.2007 23:26 Tilræðismaður lést af völdum brunasára Kafeel Ahmed, annar mannanna tveggja sem keyrði bíl á flugstöðvarbygginguna í Glasgow þann 30. júní síðastliðinn, lést í kvöld af völdum sára sinna. Að sögn talsmanna lögreglunnar í Starthclyde brenndist maðurinn mjög illa þegar kviknaði í bílnum og var hann með brunasár á yfir 90% af líkamanum þegar hann var handtekinn. 2.8.2007 22:43 Bílvelta og útafakstur Erlendur ferðamaður á bílaleigubíl velti bílnum sem hann ók á Suðurstrandavegi í kvöld. Maðurinn slasaðist ekki en bíllinn var talsvert skemmdur að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. 2.8.2007 22:26 Peningarnir suður Fjármálaráðherra sagði í Fréttablaðinu í dag að það væri útilokað að sveitarfélögin fengju hlutdeild í þessum skatti og þar við situr. Ísland í dag hitti tvo bæjarstjóra sem eru ósáttir við fjármálaráðherrann vegna þessa. 2.8.2007 21:41 Vinnuslys í IKEA Starfsmaður IKEA féll af lyftara á lager verslunarinnar í Kauptúni í Garðabæ um klukkan sjö í kvöld. Hann var flyttur á slysadeild og er talið er að hann hafi fótbrotnað á báðum að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 2.8.2007 21:36 Mæla allt að fjórar vikur aftur í tímann Ekkert umburðarlyndi er gagnvart þeim sem keyra um undir áhrifum fíkniefna eftir breytingu á umferðarlögum fyrir rúmu ári síðan. Lögreglan hefur nú tekið upp einföld próf sem mæla á svipstundu hvort að ökumaður sé undir áhrifum fíkniefna og mæla allt að fjórar vikur aftur í tímann. 2.8.2007 21:33 Herjólfur fullur Partíið er byrjað - Herjólfsdalur að fyllast og Þjóðhátíð í Eyjum byrjar í kvöld með húkkaraballi. Hjá mörgum byrjar veislan þegar á bryggjunni í Þorlákshöfn á meðan beðið er eftir Herjólfi og þangað kíkti Ísland í dag. 2.8.2007 21:29 Bæjarfulltrúi mótfallinn aldurstakmörkunum á tjaldsvæði Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi Lista fólksins, á Akureyri er mótfallinn ákvörðunum um að loka tjaldsvæðum á Akureyri fyrir hluta fólks. "Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég tók ekki þátt í þeirri ákvörðun, að loka tjaldsvæðunum á Akureyri fyrir hluta fólks. 2.8.2007 21:25 Talibanar samþykkja að ræða örlög suður-kóresku gíslanna Talibanarnir sem hafa 21 suður-kóreskan gísl í haldi hafa samþykkt að hitta suður-kóreska embættismenn augliti til auglitis til að ræða örlög gíslanna sem þeir haf haft í haldi í tvær vikur. Staðsetning fundarins hefur ekki verið ákveðin en talibanarnir neituðu að hitta embættismennina þar sem Nato hersveitir væru staðsettar. 2.8.2007 20:26 Bandaríska þingið samþykkir hertar siðareglur Bandaríska þingið samþykkti í dag að herða siðareglur þingmanna með það að markmiði að minnka áhrif þrýstihópa á þingið. Frumvarpið var samþykkt níu mánuðum eftir að Demókratar náðu völdum í bandaríska þinginu í kjölfar hneykslismála sem mörg snertu Repúblikana. 2.8.2007 19:51 Krónprinsinn í Lególandi Friðrik krónprins Danmerkur heimsótti í vikunni Lególand ásamt konu sinni Mary og börnum. 2.8.2007 19:44 Rússar reyna að eigna sér svæði undir norðurpólnum Rússar urðu í dag fyrstir til að komast á kafbáti á hafsbotninn undir norðurpólnum. Tilgangur ferðarinnar var að eigna sér svæðið, en þar er möguleiki á að finna bæði olíu og gas. Utanríkisráðherra Kanada finnst lítið til ferðarinnar koma. 2.8.2007 19:35 Regnfatnaður selst vel fyrir Verslunarmannahelgina Verslunarmannahelgin er að skella á og undirbúningur í hámarki. Gríðarlega mikið af regnfatnaði hefur selst í útivistarverslunum undanfarna daga, og svo virðist sem Íslendingar séu farnir að undirbúa sig fyrr en áður. 2.8.2007 19:30 Bjargaði lífi mæðgna Íslenskur karlmaður bjargaði lífi mæðgna þegar brú yfir Mississippifljót í Minneapolis í Bandaríkjunum gaf sig á háannatíma í gærkvöldi. Tugir bíla voru á brúnni þegar hún brast og myndaðist skelfingarástand þegar fólkið reyndi að koma sér úr bílum sínum og synda í land. 2.8.2007 19:25 Ókeypis bílastæði fyrir visthæfa bíla Eigendur um fjórtán hundruð bíla fá ókeypis bílastæði í Reykjavík. Þessir bílar uppfylla skilyrði borgarinnar um visthæfni og þeim má leggja frítt í níutíu mínútur. 2.8.2007 19:25 Lengsta beinagrind sem komið hefur upp Í morgun var opnuð lengsta kista sem komið hefur upp í Skriðuklaustri og með þeim lengri í fornleifarannsóknum á Íslandi. Hún er 2,10 metrar að lengd og 70 sm að breidd. Alls hafa verið opnaðar um 80 grafir í Skriðuklaustri og enn er mikið eftir. 2.8.2007 19:22 Leggst gegn nektardansstöðum Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að leggjast alfarið gegn rekstri nektarstaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um leyfisveitingu til handa nektardansstaðnum Goldfinger í Kópavogi. Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfinger segir að áfram verði dansað á staðnum. 2.8.2007 19:16 Fjögurra manna letnesk fjölskylda á götuna vegna launasvika Fjögurra manna lettnesk fjölskylda í Reykjavík verður á götunni innan skamms, þar sem fjölskyldufaðirinn hefur verið svikinn um laun svo vikum skiptir. Fjölskyldufaðirinn og fimm landar hans lögðu niður í vinnu í dag vegna þessa, en mennirnir vinna við að reisa nýtt hótel í Reykjavík. Hóteleigandinn segir þetta ekki sitt vandamál þar sem verktökum hafi þegar verið greitt. 2.8.2007 19:14 Pólitískar handtökur á Íslandi Pólitískar handtökur eru staðreynd á Íslandi, segir Eva Hauksdóttir, aðgerðarsinni. Hún kveður fjölmarga hafa verið handtekna fyrir það eitt að vera nærstadda við mótmæli Saving Iceland. Sjálf segist hún hafa verið svipt frelsi í níu klukkustundir eftir að hafa fylgst með mótmælum við Hellisheiðarvirkjun í síðustu viku. Hreyfingin hyggst kæra Ríkissjónvarpið til siðanefndar Blaðamannafélagsins. 2.8.2007 18:45 Sjá næstu 50 fréttir
Á 130 kílómetra hraða á Sæbraut Tvítugur piltur var sviptur ökuleyfi í nótt eftir að bíll hans mældist á tæplega 130 kílómetra hraða á Sæbraut. Samkvæmt dagbók lögreglunnar hefur pilturinn áður komið við sögu hjá lögreglu vegna umferðarlagabrota. 3.8.2007 14:43
Umferð gengur vel Umferð hefur gengið vel það sem af er degi en þyngist eftir því sem líður á. Lögreglan í Borgarnesi segir að allt hafi gengið sinn vanagang og engin óhöpp komið upp á. Hið sama er að frétta af Selfossi. Þar gengur allt eðlilega. Lögreglan í Vestmannaeyjum segist hafa í nógu að snúast við umferðareftirlit og við að aðstoða Þjóðhátíðargesti í Herjólfsdal, en allt gangi samkvæmt áætlun. 3.8.2007 14:35
Bjargað úr bráðri lífshættu í annað sinn á ævinni Marcelo Cruz bjargaðist giftusamlega úr bráðri lífshættu í annað sinn á ævi sinni þegar Minneapolis brúin hrundi í vikunni. Fyrir sjö árum taldi lögreglan í Norður-Karolínu Cruz af eftir að hann hafði orðið fyrir skoti í vopnuðu ráni. Hann hélt lífi en lamaðist frá mitti. 3.8.2007 14:01
Skjálfti að stærð 3,1 við Trölladyngju Skjálfti upp á 3,1 mældist suður af Trölladyngju, Ódáðahrauni, klukkan níu mínútum yfir eitt í dag. Mikil skjálftavirkni er á nálægum slóðum en þessi skjálfti er ekki talinn tengjast þeim skjálftum sem hafa verið við Upptyppinga að undanförnu. 3.8.2007 13:34
Ein af ráðgátum Titanic slyssins leyst Ein af stærstu ráðgátum Titanic slyssins er nú loksins leyst. Búið er að bera kennsl á eins árs dreng sem fannst látinn á reki í sjónum sex dögum eftir að skipið sökk árið 1912. Hann var breskur, og hét Sidney Leslie Goodwin. Talið er að 1512 manns hafi farist með Titanic, en aldrei hefur tekist að negla niður ákveðna tölu. 3.8.2007 13:15
Lögreglan á Akureyri leitar eftir Nissan jepplingi Grár Nissan Extrail jepplingur með númerinu PO - 694 hvarf frá bílasölu Ingvars Helgasonar á Akureyri fyrir 2-3 vikum. Lögreglan á Akureyri biður þá sem gætu vitað hvar bíllinn er niðurkominn um að láta vita í síma 4647700. 3.8.2007 13:13
Slasaðist eftir árekstur á Nýbýlavegi Kona slasaðist þegar tveir bílar skullu saman á Nýbýlavegi á tólfta tímanum í morgun. Kalla þurfti tækjabíl slökkviliðsins til að ná konunni úr bílnum og var hún flutt á bráðamóttöku Landspítala-Háskólasjúkrahúss. 3.8.2007 13:03
Fjórtán hundruð ökumenn fá frítt í stæði Eigendur um fjórtán hundruð bíla fá ókeypis bílastæði í Reykjavík. Þessir bílar uppfylla skilyrði borgarinnar um visthæfni og þeim má leggja frítt í níutíu mínútur. 3.8.2007 12:37
Áframhaldandi skjálftavirkni við Upptyppinga Ekkert lát er á skjálftavirkni við Upptyppinga og er hópur vísindamanna nú á leið á svæðið til að rannsaka það betur. Lögreglustjórar á Húsavík og Seyðisfirði eru í viðbragðsstöðu ef til eldsumbrota kæmi. 3.8.2007 12:32
Þurfti að fljúga blindflug hluta af ferðinni Indverji sem gerir tilraun til að setja heimsmet í hnattflugi á vélknúni fisi er nú staddur hér á landi. Hann flaug hingað til lands frá Grænlandi í gær við erfiðar aðstæður en mikil ísing myndaðist á vélinni og hann þurfti að fljúga blindflug hluta úr ferðinni. 3.8.2007 12:21
Ökumenn varaðir við heitu vatni í Mývatnssveit Vegna bilunar í dælubúnaði rennur heitt vatn yfir þjóðveginn við afleggjarann að baðlóninu í Mývatnssveit. Vegagerðin biður ökumenn um að fara varlega á vegakaflanum. 3.8.2007 12:21
Ítölsk mamma kvartar yfir „litla" stráknum sínum Sikileysk móðir tók húslykilinn af syni sínum, skrúfaði fyrir vasapeningana hans og keyrði hann á lögreglustöð bæjarins þegar hann kom of seint heim eitt kvöldið. Þetta væri ekki frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að „litli strákurinn" er á sjötugsaldri. 3.8.2007 12:20
Rekstrarleyfi Strawberries afturkallað Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur afturkallað leyfi veitingastaðarins Strawberries í Lækjargötu 6 til reksturs þar sem starfsemin sem þar fór fram reyndist ekki samrýmast starfsleyfinu. Veitingastaðnum hefur því verið lokað. 3.8.2007 12:20
Skyggni í Mississippi á aðeins 30 sentímetrar Leit kafara að fórnarlömbum í rústum brúarinnar yfir Mississippi ána var í nótt frestað, vegna hættulegra aðstæðna. Skyggni í ánni nemur aðeins um þrjátíu sentímetrum. Samkvæmt gögnum bandaríska samgönguráðuneytisins er um fjórðungur bandarískra brúa talin úreltur. 3.8.2007 12:19
Ósáttur við að ungt fólk sé ekki velkomið á Akureyri Kaupmaður á Akureyri er ósáttur við að að fólki á aldrinum átján til tuttugu og þriggja ára verði bannað að tjalda á Akureyri um helgina. Hann segir ákvörðun yfirvalda í bænum hreint óskiljanlega. 3.8.2007 12:16
Norska fjármálaeftirltið athugar að skoða eignarhlut Kaupþings i Storebrand Norska fjármálaeftirlitið athugar að skoða hvort Kaupþing ráði yfir meiru í norska tryggingafyrirtækinu Storebrand, en félagið hefur heimild fyrir. Hafi kaup fjármálafyrirtækisins Exista á bréfum norska félagsins verið gerð í samvinnu við Kaupþing er það brot á lögum. Stjórnarformaður Kaupþings segir svo ekki vera. 3.8.2007 12:06
Önnur árásarkvennanna yfirheyrð í Eyjum Búið er að yfirheyra aðra konuna sem réðst á 28 ára gamla konu fyrir utan skemmtistaðinn Sólon síðastliðna helgi. Konan var kölluð til skýrslutöku í Eyjum í gær en sleppt að því loknu því ekki þótti ástæða til að handtaka hana vegna málsins. Konan sem ráðist var á hefur legið á spítala í fimm daga og gengist undir aðgerð á eyra. 3.8.2007 12:06
Álag í Vínbúðum þessa dagana Mikið álag er á starfsfólki Vínbúðanna þessa dagana en búast má við að ríflega þriðjungur þjóðarinnar muni koma við til að kaupa áfengi fyrir þessa verslunarmannahelgi. 3.8.2007 12:03
Þrír teknir fyrir ölvunarakstur í höfuðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þrjá ökumenn í gærkvöldi og í nótt fyrir ölvunarakstur. Þá var einn handtekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. 3.8.2007 11:52
Teknir með fíkniefni í Vestmannaeyjum Tvö minniháttar fíkniefnamál komu upp í Vestmannaeyjum í gær. Farþegi með Herjólfi var handtekinn með lítisháttar að hassi sem hann hafði falið innklæða. Þá fundu lögreglumenn tvær e-töflur á aðila í tjaldi í Herjólfsdal. 3.8.2007 11:48
Nýtt altarisverk vígt í Ísafjarðarkirkju Nýtt altarisverk í Ísafjarðarkirkju verður vígt við messu á sunnudaginn. Verkið er eftir Ölöf Nordal og byggt á helgisögunni um lausnarann og lóurnar. Verkið hefur fengið nafnið Fuglar himinsins. 3.8.2007 11:44
Allt flug til Eyja á áætlun Flugvélar á vegum Flugfélags Íslands fara alls níu ferðir frá Reykjavík til Vestmannaeyja í dag. Tvær vélar fóru í morgun og ekki gert ráð fyrir öðru en allar áætlanir standist. Mikið hvassviðri var í Eyjum morgun og fór vindhraðinn upp í allt að 27 metra á sekúndu. 3.8.2007 10:54
Meistarinn rukkaður fyrir rausnarskapinn Jónas Örn Helgason, fyrsti sigurvegari spurningakeppninnar „Meistarinn" á Stöð 2, vakti athygli eftir keppnina þegar hann ákvað að gefa hluta verðlaunaupphæðarinnar til góðgerðamála. Hann afhenti 500 þúsund króna framlag til hjálparstarfs. Það kom Jónasi hins vegar á óvart nú um mánaðarmótin að Skattstjórinn í Reykjavík innheimtir 200 þúsund krónur í skatt af gjöf Jónasar. 3.8.2007 10:42
Rússar vilja auka viðbúnað sinn á Miðjarðarhafinu Yfirmaður rússneska flotans segir að Rússar eigi að láta meira til sín taka á Miðjarðarhafinu. Ummælin hafa vakið nokkra athygli í ljósi þess að Rússland liggur hvergi að hafinu og því ekki ljóst hvar rússneskur Miðjarðarhafsfloti ætti að hafa bækistöð. 3.8.2007 09:57
Vegagerðin hvetur ökumenn til varkárni Vegagerðin biður alla vegfarendur að sýna aðgát í umferðinni. Þeir sem eru með húsbíla, hjólhýsi eða annað sem þolir illa vind eru sérstaklega beðnir að huga vel að veðri. 3.8.2007 09:17
Frakkar selja Líbýu eldflaugar Líbýumenn og Frakkar hafa gert með sér vopnasölusamning sem gerir ráð fyrir því að Líbýa kaupi franskar eldflaugar sem ætlað er að granda skriðdrekum. Þetta mun vera fyrsti vopnasamningurinn sem vestrænt ríki gerir við Líbýu eftir að viðskiptabanni á landið var aflétt árið 2004. 3.8.2007 08:47
Líkamsleifar seldar til galdraiðkunar Yfirvöld í Mósambík hafa handtekið þrjá aðila vegna meintrar aðildar þeirra að viðskiptum með líkamshluta. Málið tengist morðum og limlestingum á sjö konum og einu barni í Cabo Delgado héraðinu sem framin voru í vikunni. 2.8.2007 23:26
Tilræðismaður lést af völdum brunasára Kafeel Ahmed, annar mannanna tveggja sem keyrði bíl á flugstöðvarbygginguna í Glasgow þann 30. júní síðastliðinn, lést í kvöld af völdum sára sinna. Að sögn talsmanna lögreglunnar í Starthclyde brenndist maðurinn mjög illa þegar kviknaði í bílnum og var hann með brunasár á yfir 90% af líkamanum þegar hann var handtekinn. 2.8.2007 22:43
Bílvelta og útafakstur Erlendur ferðamaður á bílaleigubíl velti bílnum sem hann ók á Suðurstrandavegi í kvöld. Maðurinn slasaðist ekki en bíllinn var talsvert skemmdur að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. 2.8.2007 22:26
Peningarnir suður Fjármálaráðherra sagði í Fréttablaðinu í dag að það væri útilokað að sveitarfélögin fengju hlutdeild í þessum skatti og þar við situr. Ísland í dag hitti tvo bæjarstjóra sem eru ósáttir við fjármálaráðherrann vegna þessa. 2.8.2007 21:41
Vinnuslys í IKEA Starfsmaður IKEA féll af lyftara á lager verslunarinnar í Kauptúni í Garðabæ um klukkan sjö í kvöld. Hann var flyttur á slysadeild og er talið er að hann hafi fótbrotnað á báðum að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 2.8.2007 21:36
Mæla allt að fjórar vikur aftur í tímann Ekkert umburðarlyndi er gagnvart þeim sem keyra um undir áhrifum fíkniefna eftir breytingu á umferðarlögum fyrir rúmu ári síðan. Lögreglan hefur nú tekið upp einföld próf sem mæla á svipstundu hvort að ökumaður sé undir áhrifum fíkniefna og mæla allt að fjórar vikur aftur í tímann. 2.8.2007 21:33
Herjólfur fullur Partíið er byrjað - Herjólfsdalur að fyllast og Þjóðhátíð í Eyjum byrjar í kvöld með húkkaraballi. Hjá mörgum byrjar veislan þegar á bryggjunni í Þorlákshöfn á meðan beðið er eftir Herjólfi og þangað kíkti Ísland í dag. 2.8.2007 21:29
Bæjarfulltrúi mótfallinn aldurstakmörkunum á tjaldsvæði Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi Lista fólksins, á Akureyri er mótfallinn ákvörðunum um að loka tjaldsvæðum á Akureyri fyrir hluta fólks. "Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég tók ekki þátt í þeirri ákvörðun, að loka tjaldsvæðunum á Akureyri fyrir hluta fólks. 2.8.2007 21:25
Talibanar samþykkja að ræða örlög suður-kóresku gíslanna Talibanarnir sem hafa 21 suður-kóreskan gísl í haldi hafa samþykkt að hitta suður-kóreska embættismenn augliti til auglitis til að ræða örlög gíslanna sem þeir haf haft í haldi í tvær vikur. Staðsetning fundarins hefur ekki verið ákveðin en talibanarnir neituðu að hitta embættismennina þar sem Nato hersveitir væru staðsettar. 2.8.2007 20:26
Bandaríska þingið samþykkir hertar siðareglur Bandaríska þingið samþykkti í dag að herða siðareglur þingmanna með það að markmiði að minnka áhrif þrýstihópa á þingið. Frumvarpið var samþykkt níu mánuðum eftir að Demókratar náðu völdum í bandaríska þinginu í kjölfar hneykslismála sem mörg snertu Repúblikana. 2.8.2007 19:51
Krónprinsinn í Lególandi Friðrik krónprins Danmerkur heimsótti í vikunni Lególand ásamt konu sinni Mary og börnum. 2.8.2007 19:44
Rússar reyna að eigna sér svæði undir norðurpólnum Rússar urðu í dag fyrstir til að komast á kafbáti á hafsbotninn undir norðurpólnum. Tilgangur ferðarinnar var að eigna sér svæðið, en þar er möguleiki á að finna bæði olíu og gas. Utanríkisráðherra Kanada finnst lítið til ferðarinnar koma. 2.8.2007 19:35
Regnfatnaður selst vel fyrir Verslunarmannahelgina Verslunarmannahelgin er að skella á og undirbúningur í hámarki. Gríðarlega mikið af regnfatnaði hefur selst í útivistarverslunum undanfarna daga, og svo virðist sem Íslendingar séu farnir að undirbúa sig fyrr en áður. 2.8.2007 19:30
Bjargaði lífi mæðgna Íslenskur karlmaður bjargaði lífi mæðgna þegar brú yfir Mississippifljót í Minneapolis í Bandaríkjunum gaf sig á háannatíma í gærkvöldi. Tugir bíla voru á brúnni þegar hún brast og myndaðist skelfingarástand þegar fólkið reyndi að koma sér úr bílum sínum og synda í land. 2.8.2007 19:25
Ókeypis bílastæði fyrir visthæfa bíla Eigendur um fjórtán hundruð bíla fá ókeypis bílastæði í Reykjavík. Þessir bílar uppfylla skilyrði borgarinnar um visthæfni og þeim má leggja frítt í níutíu mínútur. 2.8.2007 19:25
Lengsta beinagrind sem komið hefur upp Í morgun var opnuð lengsta kista sem komið hefur upp í Skriðuklaustri og með þeim lengri í fornleifarannsóknum á Íslandi. Hún er 2,10 metrar að lengd og 70 sm að breidd. Alls hafa verið opnaðar um 80 grafir í Skriðuklaustri og enn er mikið eftir. 2.8.2007 19:22
Leggst gegn nektardansstöðum Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að leggjast alfarið gegn rekstri nektarstaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um leyfisveitingu til handa nektardansstaðnum Goldfinger í Kópavogi. Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfinger segir að áfram verði dansað á staðnum. 2.8.2007 19:16
Fjögurra manna letnesk fjölskylda á götuna vegna launasvika Fjögurra manna lettnesk fjölskylda í Reykjavík verður á götunni innan skamms, þar sem fjölskyldufaðirinn hefur verið svikinn um laun svo vikum skiptir. Fjölskyldufaðirinn og fimm landar hans lögðu niður í vinnu í dag vegna þessa, en mennirnir vinna við að reisa nýtt hótel í Reykjavík. Hóteleigandinn segir þetta ekki sitt vandamál þar sem verktökum hafi þegar verið greitt. 2.8.2007 19:14
Pólitískar handtökur á Íslandi Pólitískar handtökur eru staðreynd á Íslandi, segir Eva Hauksdóttir, aðgerðarsinni. Hún kveður fjölmarga hafa verið handtekna fyrir það eitt að vera nærstadda við mótmæli Saving Iceland. Sjálf segist hún hafa verið svipt frelsi í níu klukkustundir eftir að hafa fylgst með mótmælum við Hellisheiðarvirkjun í síðustu viku. Hreyfingin hyggst kæra Ríkissjónvarpið til siðanefndar Blaðamannafélagsins. 2.8.2007 18:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent