Innlent

Lengsta beinagrind sem komið hefur upp

Í morgun var opnuð lengsta kista sem komið hefur upp í Skriðuklaustri og með þeim lengri í fornleifarannsóknum á Íslandi. Hún er 2,10 metrar að lengd og 70 sm að breidd. Alls hafa verið opnaðar um 80 grafir í Skriðuklaustri og enn er mikið eftir.

Þær beinagrindur sem þar hafa komið upp sýna ýmsa sjúkdóma sem tengjast hefðbundnum miðaldasjúkdómum. Rannsóknin er á áætlun en eftir er að grafa um 500 fermetra. Í fyrrrasumar voru grafnar upp tvær bækur úr gröfum og Steinunn Kristjánsdóttir útilokar ekkert í þessari gröf frekar en öðrum sem eftir á að rannsaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×