Innlent

Ókeypis bílastæði fyrir visthæfa bíla

Sighvatur Jónsson skrifar
Vilhjálmur Þ. og Gísli Marteinn á blaðamannafundi í dag
Vilhjálmur Þ. og Gísli Marteinn á blaðamannafundi í dag MYND/Stöð 2

Eigendur um fjórtán hundruð bíla fá ókeypis bílastæði í Reykjavík. Þessir bílar uppfylla skilyrði borgarinnar um visthæfni og þeim má leggja frítt í níutíu mínútur.

Verkefnið er eitt af 10 grænum skrefum Reykjavíkurborgar sem kynnt voru í vor. Vistvæna skrefið um ókeypis bílastæði var í dag stigið formlega af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra, og Gísla Marteini Baldurssyni, formanni umhverfis- og samgönguráðs.

Nýyrðið visthæfni er notað í þeirri merkingu að það sé mildara orð en vistvæni. Eigendur visthæfra bíla geta nálgast bifreiðaskífurnar hjá viðkomandi bílaumboði, en líklegt er að allt að tveggja ára bílar uppfylli skilyrðin.

Visthæfur bíll er sá bensínbíll sem eyður minna en 5 lítrum á hverja 100 kílómetra, og sá díselbíll sem eyðir minna en 4,5 lítrum á hundraðið. Að auki þurfa bílarnir að losa minna en 120 grömm af koltvísýringi á hvern kílómetra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×