Innlent

Ökumenn varaðir við heitu vatni í Mývatnssveit

Vegna bilunar í dælubúnaði rennur heitt vatn yfir þjóðveginn við afleggjarann að baðlóninu í Mývatnssveit. Vegagerðin biður ökumenn um að fara varlega á vegakaflanum.

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni fylgir heita vatninu mikil gufa og er skyggni takmarkað á stuttum vegakafla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×