Innlent

Á 130 kílómetra hraða á Sæbraut

Mynd/ Haraldur Jónasson

Tvítugur piltur var sviptur ökuleyfi í nótt eftir að bíll hans mældist á tæplega 130 kílómetra hraða á Sæbraut. Samkvæmt dagbók lögreglunnar hefur pilturinn áður komið við sögu hjá lögreglu vegna umferðarlagabrota. Allmargir ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær. Einn þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi en lögreglan stöðvaði fjóra aðra ökumenn sem einnig voru réttindalausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×