Innlent

Ósáttur við að ungt fólk sé ekki velkomið á Akureyri

Kaupmaður á Akureyri er ósáttur við að að fólki á aldrinum átján til tuttugu og þriggja ára verði bannað að tjalda á Akureyri um helgina. Hann segir ákvörðun yfirvalda í bænum hreint óskiljanlega.

Við sögðum frá því í fréttum okkar fyrr í vikunni fólk á aldrinum 18 til 23 ára megi eiga von á því að verða vísað frá tjaldsvæðinum á Akureyri um helgina. Bæjaryfirvöld vilja með þessu leggja áherslu á að hátíðin þar um helgina sé fjölskylduhátíð en mikil drykkja og ólæti hafa verið í bænum síðustu ár um þessa helgi.

Aðalsteinn Árnason kaupmaður í bænum er ósáttur við þessa ákvörðun hann segir hana varpa skugga á skemmtilega hátíð sem myndast hafi hefð fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×