Innlent

Allt flug til Eyja á áætlun

Mikið hvassviðri gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt. Úrkoma er þó ekki mikil.
Mikið hvassviðri gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt. Úrkoma er þó ekki mikil. MYND/ÓFP

Flugvélar á vegum Flugfélags Íslands fara alls níu ferðir frá Reykjavík til Vestmannaeyja í dag. Tvær vélar fóru í morgun og ekki gert ráð fyrir öðru en allar áætlanir standist. Mikið hvassviðri var í Eyjum morgun og fór vindhraðinn upp í allt að 27 metra á sekúndu.

Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands eru öll sæti uppbókuð í dag en alls verða farnar níu ferðir til Eyja. Síðasta vélin leggur af stað klukkan átta í kvöld. Á morgun verða farnar tvær ferðir og eru einhver sæti laus í þeim ferðum.

Tryggvi Már Sæmundsson, hjá Þjóðhátíðarnefnd, sagði í samtali við Vísi að nú þegar væru töluvert margir þjóðhátíðargestir mættir á svæðið. Um 1.200 manns voru á húkkaraballinu í gær en margir gistu í íþróttahúsinu í nótt sökum mikil óveðurs. „Tjaldsvæðið er lokað núna en hann er að lægja. Við gerum ráð fyrir því að opna svæðið eftir hádegi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×