Pólitískar handtökur á Íslandi 2. ágúst 2007 18:45 Pólitískar handtökur eru staðreynd á Íslandi, segir Eva Hauksdóttir, aðgerðarsinni. Hún kveður fjölmarga hafa verið handtekna fyrir það eitt að vera nærstadda við mótmæli Saving Iceland. Sjálf segist hún hafa verið svipt frelsi í níu klukkustundir eftir að hafa fylgst með mótmælum við Hellisheiðarvirkjun í síðustu viku. Hreyfingin hyggst kæra Ríkissjónvarpið til siðanefndar Blaðamannafélagsins. Grasrótarhreyfingin Saving Iceland hélt í dag blaðamannafund til að gefa fjölmiðlum kost á kynna sér markmið og hugmyndafræði samtakanna. Fáir þekktust boðið. Markmiðið er eitt, sögðu talsmennirnir, að losa Ísland undan stóriðjustefnunni. Þau segja að hér ríki meðvitundarleysi um tengsl álframleiðenda við hergagnaframleiðslu og benda til dæmis á að Alcoa hafi fyrir tveimur árum gert 12,5 milljón dollara samning við bandaríska herinn um rannsóknir, þróun og smíði léttra farartækja til hernaðaraðgerða á landi. Frétt þess efnis birtist á heimasíðu Alcoa í desember 2005. Talsmennirnir sögðu að þeim væri full alvara með að stöðva eyðileggingu á náttúru Íslands og myndu beita til þess löglegum sem ólöglegum aðgerðum og valda fyrirtækjum sem tengjast stóriðju fjárhagslegu tjóni og óþægindum. Þá muni koma til átaka því ekkert hafi náðst fram með mótmælagöngum, metsölubók, blaðaskrifum og bréfaskrifum. Á fundinum kom einnig fram að hreyfingin hyggst kæra fréttaflutning Ríkissjónvarpsins af því að mótmælendur Saving Iceland fái greitt fyrir handtökur. Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Pólitískar handtökur eru staðreynd á Íslandi, segir Eva Hauksdóttir, aðgerðarsinni. Hún kveður fjölmarga hafa verið handtekna fyrir það eitt að vera nærstadda við mótmæli Saving Iceland. Sjálf segist hún hafa verið svipt frelsi í níu klukkustundir eftir að hafa fylgst með mótmælum við Hellisheiðarvirkjun í síðustu viku. Hreyfingin hyggst kæra Ríkissjónvarpið til siðanefndar Blaðamannafélagsins. Grasrótarhreyfingin Saving Iceland hélt í dag blaðamannafund til að gefa fjölmiðlum kost á kynna sér markmið og hugmyndafræði samtakanna. Fáir þekktust boðið. Markmiðið er eitt, sögðu talsmennirnir, að losa Ísland undan stóriðjustefnunni. Þau segja að hér ríki meðvitundarleysi um tengsl álframleiðenda við hergagnaframleiðslu og benda til dæmis á að Alcoa hafi fyrir tveimur árum gert 12,5 milljón dollara samning við bandaríska herinn um rannsóknir, þróun og smíði léttra farartækja til hernaðaraðgerða á landi. Frétt þess efnis birtist á heimasíðu Alcoa í desember 2005. Talsmennirnir sögðu að þeim væri full alvara með að stöðva eyðileggingu á náttúru Íslands og myndu beita til þess löglegum sem ólöglegum aðgerðum og valda fyrirtækjum sem tengjast stóriðju fjárhagslegu tjóni og óþægindum. Þá muni koma til átaka því ekkert hafi náðst fram með mótmælagöngum, metsölubók, blaðaskrifum og bréfaskrifum. Á fundinum kom einnig fram að hreyfingin hyggst kæra fréttaflutning Ríkissjónvarpsins af því að mótmælendur Saving Iceland fái greitt fyrir handtökur.
Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira