Fleiri fréttir Mestu fólksflutningar á Íslandi frá Vestmannaeyjagosi Framundan eru einir mestu fólksflutningar á Íslandi frá því í Vestmannaeyjagosinu árið 1973 þegar fólk tekur að streyma úr Reyðarfirði og frá Kárahnjúkum. Álverið eystra verður tekið formlega í notkun á morgun. 8.6.2007 18:45 Ódýrustu sumarhúsin kosta tæpar fjörtíu milljónir króna Sumarhúsabyggð þar sem ódýrustu húsin kosta rúmlega fjörutíu milljónir króna og hægt er að lenda einkaflugvél nánast á hlaðinu er að rísa í Þykkvabænum. 8.6.2007 18:43 Lögreglurannsóknar krafist á Goldfinger Bæjarráð Kópavogs skorar á félagsmálaráðuneytið að rannsaka hvort brotin hafi verið lög um ferðafrelsi og atvinnuréttindi í tengslum við rekstur næturklúbbsins Goldfinger. Einnig er skorað á lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka hvort lögreglusamþykkt hafi verið brotin. 8.6.2007 18:42 65 íslenskar konur vilja bætur vegna sílikonbrjósta 65 íslenskar konur sem fengu sílikonfyllingar í brjóst á árinu 1992 eða fyrr hafa lagt fram kröfu um skaðabætur á hendur fyrirtækinu sem framleiddi þær. 8.6.2007 18:16 Hægt að hlusta á Vatnajökul bráðna í símanum Nú getur maður fylgst með gangi hlýnunar jarðar í símanum sínum. Skoskur listamaður hefur komið hljóðnema fyrir í vatni við rætur Vatnajökuls. 8.6.2007 18:16 Ingibjörg Sólrún á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sat í dag fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í Helsinki, en Finnar gegna formennsku í norrænu ráðherranefndinni um þessar mundir 8.6.2007 18:06 Færeyingar hvattir til að hætta þorskveiðum Alþjóða hafrannsóknarráðið (ICES) leggur til að hætt verði veiðum á þorski á færeyska landgrunninu og að færeyska fiskidagakerfið verði endurskoðað á komandi ári. Ráðið telur hrygningarstofn þorsksins svo lítinn að ekki sé vitað hvað verður ef veiðar halda áfram. 8.6.2007 17:38 Cheney hjá lækni Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, fór í reglulega hjartaskoðun í morgun, samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar. Cheney er 66 ára gamall. Hann hefur fjórum sinnum fengið hjartaáfall og fékk gangráð ígræddan fyrir sex árum. 8.6.2007 16:54 Danstilskipun til að draga úr offitu Kínverska menntamálaráðuneytið hefur upplýst að það hyggist láta skólabörn landsins læra að dansa, til þess að draga úr offitu. Gagnfræðaskólakrökkum verður til dæmis skipað að læra vals. Kínverjar hafa alltaf stært sig af því að vera grennri en vesturlandabúar. Það hefur hinsvegar breyst með aukinni velmegun og vestrænum skyndbitastöðum. 8.6.2007 16:42 76,6% vilja verðupplýsingar á vefsíðum olíufélaganna Rúmlega 76% landsmanna telja mikilvægt að olíufélög birti verðupplýsingar á vefsíðum sínum. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir FÍB í lok maí og byrjun júní. 11,6% töldu verðbirtingarnar lítilvægar og 11,6% svöruðu hvorki né. 8.6.2007 16:39 Paris Hilton komin í Metropolitan dómshúsið Paris Hilton er nú komin á fund Michael Sauer dómara í Metropolitan dómshúsinu. Þangað var hún flutt handjárnuð í lögreglufylgd. Hundruðir paparassa biðu stjörnunnar þegar hún renndi í hlaðið. 8.6.2007 16:26 Framlengja leyfi til að miðla persónuupplýsingum til Bandaríkjanna Persónuvernd hefur framlengt tímabundið leyfi flugfélagsins Icelandair ehf til að miðla ýmsum persónuupplýsingum farþega sinna til heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna. Leyfið gildir til 31. júlí næstkomandi. 8.6.2007 16:24 Olmert tilbúinn til þess að skila Golan hæðum Hægri menn í Ísrael eru sjóðandi reiðir yfir fréttum um að Ehud Olmert forsætisráðherra hafi sagt Sýrlendingum að hann sé reiðubúinn að skila þeim Golan hæðum. Ísraelar hertóku hæðirnar í sex daga stríðinu árið 1967. Olmert setur þau skilyrði að Sýrlendingar slíti öll tengsl við Íran og Hisbolla og hætt stuðningi við hryðjuverkamenn. Og geri friðarsamning við Ísrael. 8.6.2007 16:15 Varar við ótímabærum þungunum Fjölmiðlaumfjöllun um hættu á blótappa samfara töku Yasmin getnaðarvarnartaflna getur aukið hættuna á ótímabærri þungun. Þetta kemur fram í frétt frá landlæknisembættinu. Aðstoðarlandlæknir varar við því að konur hætti að taka pilluna án þess að leita ráða hjá læknum fyrst. 8.6.2007 15:38 Matís leitar leiða til að koldíoxímerkja matvæli Matís (Matvælarannsóknir Íslands) leita nú leiða til þess að koma til móts við kröfur Tesco, stærstu verslunarkeðju Breta, um koldíoxíðmerkingar matvæla. 8.6.2007 15:25 Ísland og Kína gera samkomulag á sviði neytendaverndar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Zohua Bohua, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í dag samkomulag milli viðskiptaráðuneytis Íslands og ríkisstjórnsýslu iðnaðar-og viðskipta í alþýðulýðveldinu í Kína um upplýsingaskipti á sviði neytendaverndar. 8.6.2007 15:22 Bakkavör sýknað af kröfu Bakkavarar Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði dag Eignarhaldsfélagið Bakkavör ehf. af kröfum Bakkavör Group um að því væri óheimilt að nota heitið Bakkavör í nafni fyrirtækisins. Töldu eigendur Bakkavör Group sig hafa einkarétt á nafninu. 8.6.2007 15:17 Próflaus á skellinöðru Drengur undir fermingaraldri var stöðvaður á litlu mótorhjóli í vesturhluta borgarinnar fyrr í vikunni. Hann ók bæði um íbúðargötu og nærliggjandi tún. Drengurinn sagði lögreglunni að afi sinn hefði gefið honum leyfi fyrir þessum akstri. 8.6.2007 15:02 Yfir 300 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík Alls verða 337 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reyjavík á morgun. Þá mun skólinn í fyrsta skipti útskrifa lögfræðinga með fullnaðarpróf í lögum. 8.6.2007 14:42 Unglingar staðnir að veggjakroti Tveir piltar voru staðnir að veggjakroti í Smáralind í gærkvöld. Piltarnir, sem eru 13 og 14 ára, og foreldrar þeirra fengu tiltal frá lögreglunni. Lögreglan lítur veggjakrot alvarlegum augum enda er um eignaspjöll að ræða. Mál sem þessi koma nánast daglega á borð lögreglu. 8.6.2007 14:38 Geymsluskúr í björtu báli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálf eitt í dag eftir að tilkynning barst um eld í einbýlishúsi við Langabrekku í Kópavogi. Sendir voru þrír slökkviliðsbílar á staðinn en þegar þangað kom reyndist enginn eldur vera í húsinu heldur í geymsluskúr á lóðinni bak við. 8.6.2007 14:33 Bærileg vist í höndum sjóræningja Dönsku sjómennirnir á flutningaskipinu sem var rænt undan ströndum Sómalíu í síðustu viku hafa það þokkalegt, samkvæmt upplýsingum sem danska utanríkisráðuneytið hefur aflað sér. Ráðuneytið vill ekki upplýsa hvort það sé í sambandi við sjóræningjana sjálfa. Fimm Danir eru um borð í Danica White. 8.6.2007 14:33 Stútur kitlaði pinnann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvo ökumenn í gær vegna gruns um ölvunarakstur. Annar þeirra var stöðvaður á Kringlumýrarbraut en bíll hans mældist á 139 km hraða. Ökumaðurinn, sem er fimmtugur, rengdi ekki hraðamælinguna en bar því við að hann vissi ekki hver leyfður hámarkshraði á þessum stað væri. 8.6.2007 14:31 Dalfoss skal skipið heita Nýtt frystiskip Eimskips var nefnt Dalfoss við hátíðlega athöfn í Sundahöfn í dag. Þetta er í fyrsta skiptið sem skip er nefnt í Sundahöfn og var tekið á móti gestum á athafnasvæði Eimskips á höfninni af því tilefni. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskipa, sagði við þetta tækifæri að skipið gæfi fyrirtækinu gott samkeppnisforskot í kæli- og frystiflutningum en fyrirtækið hefði náð leiðandi stöðu á alþjóðavísu á því sviði. 8.6.2007 13:38 Geiri á Goldfinger óttast ekki lögregluna Ásgeir Davíðsson eigandi skemmtistaðarins Goldfinger óttast ekki afskipti lögreglunnar af rekstri staðarins. Hann segir að lögreglan rannsaki staðinn reglulega, meðal annars til að kanna aðbúnað þeirra stúlkna sem þar starfi. 8.6.2007 13:18 Orkuverð til iðnaðar í Bandaríkjunum tvöfalt hærra en á Íslandi Heildsöluverð á raforku til iðnaðar í Bandaríkjunum er að meðaltali tvöfalt hærra en samið hefur verið um að greitt er fyrir orkuna til fyrirhugaðrar álbræðslu í Helguvík. Mikil leynd hefur hvílt yfir orkusamningum til stóriðju í gegnum tíðina og því tíðindi þegar það er staðfest að umsamið orkuverð til fyrirhugaðs Helguvíkurálvers sé tvær komma ein króna á kílóvattsstund. 8.6.2007 13:04 Vélmenni hjálpar vísindamönnum að skilja börn Vélbarnið CB2 er nýjasta hönnun japanskra vísindanna. CB2 þykir líkari fyrirmyndinni en fyrri kynslóðar vélmenn. Hreyfingarnar eru mun mýkri en áður hefur sést hjá vélmönnum, húðin er úr sílikoni, hann sýnir svipbrigði, getur skriðið og tekið skref þótt óstöðugur sé. 8.6.2007 13:01 Hjartavernd fyrir konur Þann 16. júní næstkomandi fer hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ fram. Hjartavernd er aðalsamstarfsaðili hlaupsins í ár. Að því tilefni hefur stofnunin ásamt ÍSÍ og Lýðheilsustöð gefið út bæklinginn Hreyfing er hjartans mál - hjartaprófið sem er sérstaklega sniðinn að konum. 8.6.2007 13:00 Mannréttindasamtök gefa út skýrslu um „horfna“ fanga Sex mannréttindasamtök gáfu í dag út upplýsingar um 39 einstaklinga sem talið er að sé haldið föngnum í leynifangelsum Bandaríkjanna. Einnig hefur verið greint frá nöfnum ættingja hinna horfnu fanga sem sjálfir hafa valið í leynifangelsum. Þar er jafnvel um að ræða börn, allt niður í 7 ára aldur. Íslandsdeild Amnesty hefur sent sendiráði Bandaríkjanna hér á landi afrit af skýrslunni. 8.6.2007 13:00 Álverið í Reyðarfirði tekið formlega í notkun Álverið tók til starfa í byrjun apríl síðastliðnum en verður formlega tekið í notkun á morgun. Framleiðslugeta álversins nýja verður 346 þúsund tonn. 8.6.2007 12:53 Telja að Landsvirkjun tapi 16 milljörðum á seinkunum Tap Alcoa Fjarðaráls vegna tafa á orku frá Kárahnjúkavirkjun getur numið allt að 8 milljörðum króna samkvæmt útreikningum Náttúruverndarsamtaka Íslands. Samtökin telja ennfremur að tap Landsvirkjunar geti numið rúmlega 16 milljörðum vegna skaðabóta, tapaðri orkusölu og auknum framkvæmdakostnaði. Formaður samtakanna segir ljóst að almenningur muni þurfa greiða tapið. 8.6.2007 12:39 Hæsta bygging á Íslandi rís Hæsta bygging á Íslandi rís nú hratt upp frá grunni á Smáratorgi. Um er að ræða 20 hæða turn þar sem verslun og viðskipti verða í hávegum höfð. Og götumyndin í Smáranum tekur miklum breytingum þessar vikurnar. Það er fasteignafélagið SMI sem er að mestu í eigu Jakúps Jacobsen í Rúmfatalagernum sem stendur að byggingunni. Hún verður tilbúin í október og verður tæpir 80 metrar á hæð. 8.6.2007 12:11 Þroskahamlaðir hlaupa hringinn Evrópskir hlauparar með þroskahömlun eru væntanlegir á Suðurland í dag. Ætlun þeirra er að hlaupa hringinn í kringum landið. Hópurinn er hluti af verkefninu "Integrative Meetings of Friends" og hefur hlaupið rúmlega 8000 km. um Evrópu þvera og endilanga frá árinu 1999. 8.6.2007 11:30 Fjórtán myrtir á heimili lögreglustjóra Byssumenn réðust inn á heimili lögreglustjórans, Colonel Ali Delyan Ahmed, í Baquba einni hættulegustu borg Íraks í dag. Fjórtán manns voru myrtir, þar á meðal eiginkona lögreglustjórans og bróðir. Auk þeirra týndu ellefu lífverðir lögreglustjórans lífi. Fjórum börnum lögreglustjórans var rænt. 8.6.2007 11:28 Ekkert Coca-Cola, bara Afri-Cola Þó að Coca-Cola sé auglýst sem „hið eina sanna" er það hvergi að finna á G8 fundinum í Heiligendam í Þýskalandi sem nú stendur yfir. Blaðamönnum sem sækja fundinn hefur hins vegar verið boðið upp á þýskan kóladrykk sem kallast Afri-Cola og er tappað á flöskur í nágrenni fundarstaðarins. 8.6.2007 11:01 Skora á ráðherra að fara ekki eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunar Einhliða niðurskurður á aflamarki í þorski fyrir næsta fiskveiðiár er stórlega varasöm að mati stjórnar Skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestamannaeyjum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni. Þeir skora á sjávarútvegsráðherra að fara ekki eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunar um breytingar á aflareglu í þorski. 8.6.2007 10:48 Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps óánægð með úthlutun byggðakvóta Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps ályktaði gær að heildarmagn þess byggðakvóta sem úthlutað er kvótaárið 2006/2007 þurfi að vera mun meira ef aðgerðin á að hafa áhrif. Sveitarfélagið fékk 42 þorskígildistonn í sinn hlut. 8.6.2007 10:48 Sitja fyrir fjársjóðsleitarskipum Spænsk herskip sitja nú fyrir tveim bandarískum fjársjóðsleitarskipum sem liggja í höfn á Gíbraltar. Spánverjar telja líklegt að 17 tonn af gull- og silfurpeningum sem fjársjóðsleitarmennirnir fundu hafi komið úr flaki af spænsku skipi. Þeir eigi því tilkall til fjársjóðsins. 8.6.2007 10:41 Árekstur í Skipholti Árekstur varð í Skipholti á ellefta tímanum í morgun. Lögregla og sjúkralið voru kölluð á staðinn. Engar upplýsingar hafa fengist um slys á fólki. 8.6.2007 10:38 Takmarka skaðleg plastefni í leikföngum Innihald efnasambandsins þalats í plastleikföngum hefur verið takmarkað samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í maí. Þalat er meðal annars notað til að gefa plasthlutum mýkt en það getur dregið úr frjósemi manna og verið skaðlegt ófæddum börnum í móðurkvið. Fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun að efnið sé sérstaklega hættulegt yngstu börnunum. 8.6.2007 10:34 Þrælar frelsaðir í Kína Þrátíu þrælar hafa verið frelsaðir úr prísund sinni í Kína. Mennirnir voru látnir vinna kauplaust í tuttugu tíma á dag, í múrsteinaverksmiðju í Shanxi héraði. Verksmiðjan er í eigu sonar yfirmanns kommúnistaflokksins í héraðinu. 8.6.2007 10:26 Leynifangelsi CIA í Evrópu Rannsóknari Evrópuráðsins segist hafa sannanir fyrir því að Evrópuríki hafi leyft bandarísku leyniþjónustunni CIA að reka leynifangelsi fyrir meinta hryðjuverkamenn. Svissneski þingmaðurinn Dick Marty segist hafa sannanir fyrir því að slík fangelsi hafi verið bæði í Póllandi og Rúmeníu. Hann sakar Þjóðverja og Ítali um að hafa reynt að halda leyndum upplýsingum um fangaflutningana. 8.6.2007 10:22 Ábendingar frá nágrönnum leiddu til handtöku HIV-smitaðs manns Upp komst um HIV smitaðan mann sem smitaði ungar stúlkur í Svíþjóð eftir ábendingar frá nágrönnum. Þetta kemur fram á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet. Nágrannarnir urðu varir við kynlífsmyndir af manninum og barnungum stúlkum á heimili hans. Eins tóku þeir eftir miklu magni HIV - lyfja og lyfseðla, drógu þá ályktun að hann væri smitaður og tilkynntu lögreglu. 8.6.2007 10:12 Færð á vegum Búið er að opna Þorskafjarðarheiði. Þar er mikil bleyta og vegurinn tæpast fær nema fjórhjóladrifsbílum. Ásþungi er þar takmarkaður við tvö tonn. Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á fjölmörgum hálendisleiðum sem að jafnaði eru ekki færar nema að sumarlagi. Kort sem sýna ástand á hálendisleiðum verða gefin út vikulega fram eftir sumri og taka gildi á fimmtudögum. Kortin segja ekki til um færð, heldur hvar umferð er óheimil. 8.6.2007 10:11 Önnur atlaga að Ermasundinu Sundkappinn Benedikt S. Lafleur undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir aðra tilraun sína til að synda yfir Ermarsundið. Hann áætlar að þreyta sundið 7.-14.júlí. Benedikt reyndi við sundið í fyrra. Þá varð hann að hætta við eftir að hafa synt æfingasund í 10 klst. í höfninni. 8.6.2007 09:55 Sjá næstu 50 fréttir
Mestu fólksflutningar á Íslandi frá Vestmannaeyjagosi Framundan eru einir mestu fólksflutningar á Íslandi frá því í Vestmannaeyjagosinu árið 1973 þegar fólk tekur að streyma úr Reyðarfirði og frá Kárahnjúkum. Álverið eystra verður tekið formlega í notkun á morgun. 8.6.2007 18:45
Ódýrustu sumarhúsin kosta tæpar fjörtíu milljónir króna Sumarhúsabyggð þar sem ódýrustu húsin kosta rúmlega fjörutíu milljónir króna og hægt er að lenda einkaflugvél nánast á hlaðinu er að rísa í Þykkvabænum. 8.6.2007 18:43
Lögreglurannsóknar krafist á Goldfinger Bæjarráð Kópavogs skorar á félagsmálaráðuneytið að rannsaka hvort brotin hafi verið lög um ferðafrelsi og atvinnuréttindi í tengslum við rekstur næturklúbbsins Goldfinger. Einnig er skorað á lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka hvort lögreglusamþykkt hafi verið brotin. 8.6.2007 18:42
65 íslenskar konur vilja bætur vegna sílikonbrjósta 65 íslenskar konur sem fengu sílikonfyllingar í brjóst á árinu 1992 eða fyrr hafa lagt fram kröfu um skaðabætur á hendur fyrirtækinu sem framleiddi þær. 8.6.2007 18:16
Hægt að hlusta á Vatnajökul bráðna í símanum Nú getur maður fylgst með gangi hlýnunar jarðar í símanum sínum. Skoskur listamaður hefur komið hljóðnema fyrir í vatni við rætur Vatnajökuls. 8.6.2007 18:16
Ingibjörg Sólrún á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sat í dag fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í Helsinki, en Finnar gegna formennsku í norrænu ráðherranefndinni um þessar mundir 8.6.2007 18:06
Færeyingar hvattir til að hætta þorskveiðum Alþjóða hafrannsóknarráðið (ICES) leggur til að hætt verði veiðum á þorski á færeyska landgrunninu og að færeyska fiskidagakerfið verði endurskoðað á komandi ári. Ráðið telur hrygningarstofn þorsksins svo lítinn að ekki sé vitað hvað verður ef veiðar halda áfram. 8.6.2007 17:38
Cheney hjá lækni Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, fór í reglulega hjartaskoðun í morgun, samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar. Cheney er 66 ára gamall. Hann hefur fjórum sinnum fengið hjartaáfall og fékk gangráð ígræddan fyrir sex árum. 8.6.2007 16:54
Danstilskipun til að draga úr offitu Kínverska menntamálaráðuneytið hefur upplýst að það hyggist láta skólabörn landsins læra að dansa, til þess að draga úr offitu. Gagnfræðaskólakrökkum verður til dæmis skipað að læra vals. Kínverjar hafa alltaf stært sig af því að vera grennri en vesturlandabúar. Það hefur hinsvegar breyst með aukinni velmegun og vestrænum skyndbitastöðum. 8.6.2007 16:42
76,6% vilja verðupplýsingar á vefsíðum olíufélaganna Rúmlega 76% landsmanna telja mikilvægt að olíufélög birti verðupplýsingar á vefsíðum sínum. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir FÍB í lok maí og byrjun júní. 11,6% töldu verðbirtingarnar lítilvægar og 11,6% svöruðu hvorki né. 8.6.2007 16:39
Paris Hilton komin í Metropolitan dómshúsið Paris Hilton er nú komin á fund Michael Sauer dómara í Metropolitan dómshúsinu. Þangað var hún flutt handjárnuð í lögreglufylgd. Hundruðir paparassa biðu stjörnunnar þegar hún renndi í hlaðið. 8.6.2007 16:26
Framlengja leyfi til að miðla persónuupplýsingum til Bandaríkjanna Persónuvernd hefur framlengt tímabundið leyfi flugfélagsins Icelandair ehf til að miðla ýmsum persónuupplýsingum farþega sinna til heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna. Leyfið gildir til 31. júlí næstkomandi. 8.6.2007 16:24
Olmert tilbúinn til þess að skila Golan hæðum Hægri menn í Ísrael eru sjóðandi reiðir yfir fréttum um að Ehud Olmert forsætisráðherra hafi sagt Sýrlendingum að hann sé reiðubúinn að skila þeim Golan hæðum. Ísraelar hertóku hæðirnar í sex daga stríðinu árið 1967. Olmert setur þau skilyrði að Sýrlendingar slíti öll tengsl við Íran og Hisbolla og hætt stuðningi við hryðjuverkamenn. Og geri friðarsamning við Ísrael. 8.6.2007 16:15
Varar við ótímabærum þungunum Fjölmiðlaumfjöllun um hættu á blótappa samfara töku Yasmin getnaðarvarnartaflna getur aukið hættuna á ótímabærri þungun. Þetta kemur fram í frétt frá landlæknisembættinu. Aðstoðarlandlæknir varar við því að konur hætti að taka pilluna án þess að leita ráða hjá læknum fyrst. 8.6.2007 15:38
Matís leitar leiða til að koldíoxímerkja matvæli Matís (Matvælarannsóknir Íslands) leita nú leiða til þess að koma til móts við kröfur Tesco, stærstu verslunarkeðju Breta, um koldíoxíðmerkingar matvæla. 8.6.2007 15:25
Ísland og Kína gera samkomulag á sviði neytendaverndar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Zohua Bohua, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í dag samkomulag milli viðskiptaráðuneytis Íslands og ríkisstjórnsýslu iðnaðar-og viðskipta í alþýðulýðveldinu í Kína um upplýsingaskipti á sviði neytendaverndar. 8.6.2007 15:22
Bakkavör sýknað af kröfu Bakkavarar Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði dag Eignarhaldsfélagið Bakkavör ehf. af kröfum Bakkavör Group um að því væri óheimilt að nota heitið Bakkavör í nafni fyrirtækisins. Töldu eigendur Bakkavör Group sig hafa einkarétt á nafninu. 8.6.2007 15:17
Próflaus á skellinöðru Drengur undir fermingaraldri var stöðvaður á litlu mótorhjóli í vesturhluta borgarinnar fyrr í vikunni. Hann ók bæði um íbúðargötu og nærliggjandi tún. Drengurinn sagði lögreglunni að afi sinn hefði gefið honum leyfi fyrir þessum akstri. 8.6.2007 15:02
Yfir 300 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík Alls verða 337 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reyjavík á morgun. Þá mun skólinn í fyrsta skipti útskrifa lögfræðinga með fullnaðarpróf í lögum. 8.6.2007 14:42
Unglingar staðnir að veggjakroti Tveir piltar voru staðnir að veggjakroti í Smáralind í gærkvöld. Piltarnir, sem eru 13 og 14 ára, og foreldrar þeirra fengu tiltal frá lögreglunni. Lögreglan lítur veggjakrot alvarlegum augum enda er um eignaspjöll að ræða. Mál sem þessi koma nánast daglega á borð lögreglu. 8.6.2007 14:38
Geymsluskúr í björtu báli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálf eitt í dag eftir að tilkynning barst um eld í einbýlishúsi við Langabrekku í Kópavogi. Sendir voru þrír slökkviliðsbílar á staðinn en þegar þangað kom reyndist enginn eldur vera í húsinu heldur í geymsluskúr á lóðinni bak við. 8.6.2007 14:33
Bærileg vist í höndum sjóræningja Dönsku sjómennirnir á flutningaskipinu sem var rænt undan ströndum Sómalíu í síðustu viku hafa það þokkalegt, samkvæmt upplýsingum sem danska utanríkisráðuneytið hefur aflað sér. Ráðuneytið vill ekki upplýsa hvort það sé í sambandi við sjóræningjana sjálfa. Fimm Danir eru um borð í Danica White. 8.6.2007 14:33
Stútur kitlaði pinnann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvo ökumenn í gær vegna gruns um ölvunarakstur. Annar þeirra var stöðvaður á Kringlumýrarbraut en bíll hans mældist á 139 km hraða. Ökumaðurinn, sem er fimmtugur, rengdi ekki hraðamælinguna en bar því við að hann vissi ekki hver leyfður hámarkshraði á þessum stað væri. 8.6.2007 14:31
Dalfoss skal skipið heita Nýtt frystiskip Eimskips var nefnt Dalfoss við hátíðlega athöfn í Sundahöfn í dag. Þetta er í fyrsta skiptið sem skip er nefnt í Sundahöfn og var tekið á móti gestum á athafnasvæði Eimskips á höfninni af því tilefni. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskipa, sagði við þetta tækifæri að skipið gæfi fyrirtækinu gott samkeppnisforskot í kæli- og frystiflutningum en fyrirtækið hefði náð leiðandi stöðu á alþjóðavísu á því sviði. 8.6.2007 13:38
Geiri á Goldfinger óttast ekki lögregluna Ásgeir Davíðsson eigandi skemmtistaðarins Goldfinger óttast ekki afskipti lögreglunnar af rekstri staðarins. Hann segir að lögreglan rannsaki staðinn reglulega, meðal annars til að kanna aðbúnað þeirra stúlkna sem þar starfi. 8.6.2007 13:18
Orkuverð til iðnaðar í Bandaríkjunum tvöfalt hærra en á Íslandi Heildsöluverð á raforku til iðnaðar í Bandaríkjunum er að meðaltali tvöfalt hærra en samið hefur verið um að greitt er fyrir orkuna til fyrirhugaðrar álbræðslu í Helguvík. Mikil leynd hefur hvílt yfir orkusamningum til stóriðju í gegnum tíðina og því tíðindi þegar það er staðfest að umsamið orkuverð til fyrirhugaðs Helguvíkurálvers sé tvær komma ein króna á kílóvattsstund. 8.6.2007 13:04
Vélmenni hjálpar vísindamönnum að skilja börn Vélbarnið CB2 er nýjasta hönnun japanskra vísindanna. CB2 þykir líkari fyrirmyndinni en fyrri kynslóðar vélmenn. Hreyfingarnar eru mun mýkri en áður hefur sést hjá vélmönnum, húðin er úr sílikoni, hann sýnir svipbrigði, getur skriðið og tekið skref þótt óstöðugur sé. 8.6.2007 13:01
Hjartavernd fyrir konur Þann 16. júní næstkomandi fer hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ fram. Hjartavernd er aðalsamstarfsaðili hlaupsins í ár. Að því tilefni hefur stofnunin ásamt ÍSÍ og Lýðheilsustöð gefið út bæklinginn Hreyfing er hjartans mál - hjartaprófið sem er sérstaklega sniðinn að konum. 8.6.2007 13:00
Mannréttindasamtök gefa út skýrslu um „horfna“ fanga Sex mannréttindasamtök gáfu í dag út upplýsingar um 39 einstaklinga sem talið er að sé haldið föngnum í leynifangelsum Bandaríkjanna. Einnig hefur verið greint frá nöfnum ættingja hinna horfnu fanga sem sjálfir hafa valið í leynifangelsum. Þar er jafnvel um að ræða börn, allt niður í 7 ára aldur. Íslandsdeild Amnesty hefur sent sendiráði Bandaríkjanna hér á landi afrit af skýrslunni. 8.6.2007 13:00
Álverið í Reyðarfirði tekið formlega í notkun Álverið tók til starfa í byrjun apríl síðastliðnum en verður formlega tekið í notkun á morgun. Framleiðslugeta álversins nýja verður 346 þúsund tonn. 8.6.2007 12:53
Telja að Landsvirkjun tapi 16 milljörðum á seinkunum Tap Alcoa Fjarðaráls vegna tafa á orku frá Kárahnjúkavirkjun getur numið allt að 8 milljörðum króna samkvæmt útreikningum Náttúruverndarsamtaka Íslands. Samtökin telja ennfremur að tap Landsvirkjunar geti numið rúmlega 16 milljörðum vegna skaðabóta, tapaðri orkusölu og auknum framkvæmdakostnaði. Formaður samtakanna segir ljóst að almenningur muni þurfa greiða tapið. 8.6.2007 12:39
Hæsta bygging á Íslandi rís Hæsta bygging á Íslandi rís nú hratt upp frá grunni á Smáratorgi. Um er að ræða 20 hæða turn þar sem verslun og viðskipti verða í hávegum höfð. Og götumyndin í Smáranum tekur miklum breytingum þessar vikurnar. Það er fasteignafélagið SMI sem er að mestu í eigu Jakúps Jacobsen í Rúmfatalagernum sem stendur að byggingunni. Hún verður tilbúin í október og verður tæpir 80 metrar á hæð. 8.6.2007 12:11
Þroskahamlaðir hlaupa hringinn Evrópskir hlauparar með þroskahömlun eru væntanlegir á Suðurland í dag. Ætlun þeirra er að hlaupa hringinn í kringum landið. Hópurinn er hluti af verkefninu "Integrative Meetings of Friends" og hefur hlaupið rúmlega 8000 km. um Evrópu þvera og endilanga frá árinu 1999. 8.6.2007 11:30
Fjórtán myrtir á heimili lögreglustjóra Byssumenn réðust inn á heimili lögreglustjórans, Colonel Ali Delyan Ahmed, í Baquba einni hættulegustu borg Íraks í dag. Fjórtán manns voru myrtir, þar á meðal eiginkona lögreglustjórans og bróðir. Auk þeirra týndu ellefu lífverðir lögreglustjórans lífi. Fjórum börnum lögreglustjórans var rænt. 8.6.2007 11:28
Ekkert Coca-Cola, bara Afri-Cola Þó að Coca-Cola sé auglýst sem „hið eina sanna" er það hvergi að finna á G8 fundinum í Heiligendam í Þýskalandi sem nú stendur yfir. Blaðamönnum sem sækja fundinn hefur hins vegar verið boðið upp á þýskan kóladrykk sem kallast Afri-Cola og er tappað á flöskur í nágrenni fundarstaðarins. 8.6.2007 11:01
Skora á ráðherra að fara ekki eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunar Einhliða niðurskurður á aflamarki í þorski fyrir næsta fiskveiðiár er stórlega varasöm að mati stjórnar Skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestamannaeyjum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni. Þeir skora á sjávarútvegsráðherra að fara ekki eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunar um breytingar á aflareglu í þorski. 8.6.2007 10:48
Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps óánægð með úthlutun byggðakvóta Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps ályktaði gær að heildarmagn þess byggðakvóta sem úthlutað er kvótaárið 2006/2007 þurfi að vera mun meira ef aðgerðin á að hafa áhrif. Sveitarfélagið fékk 42 þorskígildistonn í sinn hlut. 8.6.2007 10:48
Sitja fyrir fjársjóðsleitarskipum Spænsk herskip sitja nú fyrir tveim bandarískum fjársjóðsleitarskipum sem liggja í höfn á Gíbraltar. Spánverjar telja líklegt að 17 tonn af gull- og silfurpeningum sem fjársjóðsleitarmennirnir fundu hafi komið úr flaki af spænsku skipi. Þeir eigi því tilkall til fjársjóðsins. 8.6.2007 10:41
Árekstur í Skipholti Árekstur varð í Skipholti á ellefta tímanum í morgun. Lögregla og sjúkralið voru kölluð á staðinn. Engar upplýsingar hafa fengist um slys á fólki. 8.6.2007 10:38
Takmarka skaðleg plastefni í leikföngum Innihald efnasambandsins þalats í plastleikföngum hefur verið takmarkað samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í maí. Þalat er meðal annars notað til að gefa plasthlutum mýkt en það getur dregið úr frjósemi manna og verið skaðlegt ófæddum börnum í móðurkvið. Fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun að efnið sé sérstaklega hættulegt yngstu börnunum. 8.6.2007 10:34
Þrælar frelsaðir í Kína Þrátíu þrælar hafa verið frelsaðir úr prísund sinni í Kína. Mennirnir voru látnir vinna kauplaust í tuttugu tíma á dag, í múrsteinaverksmiðju í Shanxi héraði. Verksmiðjan er í eigu sonar yfirmanns kommúnistaflokksins í héraðinu. 8.6.2007 10:26
Leynifangelsi CIA í Evrópu Rannsóknari Evrópuráðsins segist hafa sannanir fyrir því að Evrópuríki hafi leyft bandarísku leyniþjónustunni CIA að reka leynifangelsi fyrir meinta hryðjuverkamenn. Svissneski þingmaðurinn Dick Marty segist hafa sannanir fyrir því að slík fangelsi hafi verið bæði í Póllandi og Rúmeníu. Hann sakar Þjóðverja og Ítali um að hafa reynt að halda leyndum upplýsingum um fangaflutningana. 8.6.2007 10:22
Ábendingar frá nágrönnum leiddu til handtöku HIV-smitaðs manns Upp komst um HIV smitaðan mann sem smitaði ungar stúlkur í Svíþjóð eftir ábendingar frá nágrönnum. Þetta kemur fram á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet. Nágrannarnir urðu varir við kynlífsmyndir af manninum og barnungum stúlkum á heimili hans. Eins tóku þeir eftir miklu magni HIV - lyfja og lyfseðla, drógu þá ályktun að hann væri smitaður og tilkynntu lögreglu. 8.6.2007 10:12
Færð á vegum Búið er að opna Þorskafjarðarheiði. Þar er mikil bleyta og vegurinn tæpast fær nema fjórhjóladrifsbílum. Ásþungi er þar takmarkaður við tvö tonn. Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á fjölmörgum hálendisleiðum sem að jafnaði eru ekki færar nema að sumarlagi. Kort sem sýna ástand á hálendisleiðum verða gefin út vikulega fram eftir sumri og taka gildi á fimmtudögum. Kortin segja ekki til um færð, heldur hvar umferð er óheimil. 8.6.2007 10:11
Önnur atlaga að Ermasundinu Sundkappinn Benedikt S. Lafleur undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir aðra tilraun sína til að synda yfir Ermarsundið. Hann áætlar að þreyta sundið 7.-14.júlí. Benedikt reyndi við sundið í fyrra. Þá varð hann að hætta við eftir að hafa synt æfingasund í 10 klst. í höfninni. 8.6.2007 09:55