Fleiri fréttir Þingmenn í Arizona í handalögmálum Handalögmál brjótast stundum út í þingsölum um víða veröld. Óvenjulegt er að það gerist í Bandaríkjunum en það gerðist þó í dag þegar þingmenn á ríkisþingi Arizona tókust á. 7.6.2007 21:39 Enn er lýst eftir Þorvaldi Erni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Þorvaldi Erni Thoroddsen. En ekkert hefur spurst til hans síðan miðvikudaginn 5. júní. Þorvaldur er 17 ára, 180 cm á hæð, dökkhærður og grannvaxinn. 7.6.2007 21:24 KF Nörd ætlar að verja heiður Íslendinga KF Nörd, hið stórskemmtilega knattspyrnulið sem varð til í samnefndum sjónvarpsþætti, hefur skorað á sænska KF Nörd liðið í landsleik til þess að hefna ófara íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Þetta kom fram í Ísland í Dag í kvöld. 7.6.2007 20:15 Ingjaldur sjósettur í dag Eftirmynd bátsins Ingjalds, sem Hannes Hafstein sýslumaður reyndi að stöðva breska landhelgisbrjóta á, var sjósett í Nauthólsvík í dag. 7.6.2007 20:00 Tekið á móti flóttafólki frá Kólumbíu í sumar 7.6.2007 19:57 Vill bara 3 milljarða Dómari í Bandaríkjunum hefur samþykkt að lækka skaðabótakröfu sína vegna buxna sem týndust í hreinsun. Bótakrafan hljóðar eftir lækkun hljóðar upp á jafnvirði rúmlega þriggja milljarða íslenskra króna. 7.6.2007 19:45 Samkomulag í loftslagsmálum Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims náðu samkomulagi í loftslagsmálum á fundi sínum í Þýskalandi í dag. Kaslari Þýskalands var sigurreif þó tillaga hennar um að útblástur yrði minnkaður um helming fyrir árið 2050, hafi ekki náð fram að ganga vegna andstöðu Bandaríkjamanna. 7.6.2007 19:13 Hjúkrunarfræðingar á starfsmannaleigum Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum á Landspítalanum til að vinna þar í gegnum starfsmannaleigu. Þrjár íslenskar starfsmannaleigur eru með um sextíu hjúkrunarfræðinga á skrá hjá sér til að þjónusta spítala og stofnanir. Með því móti ná hjúkrunarfræðingarnir talsvert betri kjörum en ef þeir réðu sig beint á spítalann. 7.6.2007 19:09 Móðir 12 ára einhverfs drengs beið í þrjú ár eftir greiningu Um 300 börn eru á biðlista hjá Greiningarstöð ríkisins og tæplega helmingurinn þeirra börn, þar sem grunur leikur á einhverfu. Móðir 12 ára drengs sem nýlega var greindur með einhverfu segist hafa beðið eftir greiningu á syni sínum í þrjú ár. Sviðsstjóri Greiningarstöðvar segir að fleira sérmenntað starfsfólk vanti. 7.6.2007 19:04 Garðyrkjubændur ættu að fá sama og Norðurál Garðyrkjubændur ættu að taka upp viðræður við orkusala í kjölfar tíðinda af orkuverði til Norðuráls vegna tilvonandi álvers í Helguvík. Þetta segir garðyrkjuráðunautur Bændasamtaka Íslands. Forstjóri Orkuveitunnar staðfestir að verðið til Norðuráls sé nærri tveimur komma einni krónu á kílóvattstund. 7.6.2007 18:56 Óskiljanlegar skýringar dómsmálaráðuneytisins Brynjar Níelsson einn umsækjanda um embætti ríkissaksóknara segist hafa fengið óskiljanlegar skýringar frá dómsmálaráðuneytinu um það hvers vegna ráðningu í embættið var frestað.Embættið var auglýst til umsóknar fyrir kosningar, en ákveðið var eftir þær að Bogi Níelsson ríkisaksóknari ynni til áramóta. 7.6.2007 18:52 Bandaríkjaþing ögrar forsetanum Bandaríska þingið ögraði í dag Georg W. Bush, forseta Bandaríkjanna, þegar þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpi um að auka ríkisstyrki til stofnfrumurannsókna. 7.6.2007 18:32 Sarkozy efast um afturhvarf til Kalda stríðsins Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði við fréttamenn á leiðtogafundi G8 ríkjanna í Heiligendamm í Þýskalandi í dag, að hann hefði enga trú á því Vladimir Putin, forseti Rússlands, vildi snúa aftur til tíma Kalda stríðsins. 7.6.2007 18:30 Hæst launaði opinberi starfsmaðurinn Mikil ásókn fjármálafyrirtækja í sérhæft starfsfólk þrýstir launum millistjórnenda Seðlabankans upp, sem aftur hækkar laun Seðlabankastjóranna upp fyrir laun forsætisráðherra og forseta Íslands. Formaður bankastjórnar Seðlabankans verður með rúmt þingfrarakaup umfram forsætisráðherra í laun um næstu áramót og þar með hæst launaði opinberi starfsmaðurinn. 7.6.2007 18:30 Íbúðalánasjóður ekki einkavæddur Félagsmálaráðherra, segir að Íbúðalánasjóður verði ekki einkavæddur meðan hún sé ráðherra. Formaður Framsóknarflokksins spurði á Alþingi í dag hvort Íbúðalánasjóður yrði seldur. 7.6.2007 18:26 Stóriðjustefnan lifir segir stjórnarandstaðan Stjórnarandstaðan segir að samningur um raforku til álvers í Helguvík sýni að stóriðjustefnan lifi góðu lífi. Umhversráðherra segir samninginn ekki tryggja að af framkvæmdunum verði. 7.6.2007 18:20 Kosovo tilbúið að lýsa yfir sjálfstæði Stjórnvöld í Kosovo eru reiðubúin til þess að lýsa einhliða yfir sjálfstæði héraðsins. Á sama tíma hvetja þau Vesturlönd til þess að boða til atkvæðagreiðslu um málið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir að Rússar eigi að öllum líkindum eftir beita neitunarvaldi gegn slíkri stuðningsyfirlýsingu. 7.6.2007 18:16 Vélbjörn til bjargar særðum hermönnum Bandaríski herinn er að þróa vélmenni sem getur borið særða hermenn af vígvellinum. Björninn eða "The Battlefield Extraction Assist Robot (BEAR)" getur borið særða hermenn langar vegalengdir yfir erfið landsvæði. 7.6.2007 17:20 Hæstiréttur staðfestir dóm yfir stofnanda píramídafyrirtækis Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Lesley Patricia Ágústsson gegn Mark Ashley Wells, stofnanda fyrirtækisins Aquanetworld ltd. Héraðsdómur dæmdi Mark á síðasta ári til að endurgreiða Lesley rúmlega 2,6 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum. Upphæðina lagði Lesley í fyrirtæki Marks árið 2005 en krafðist síðan endurgreiðslu þegar henni þótti sýnt að hann hefði ekki staðið við gerðan samning. 7.6.2007 17:00 Hæstiréttur viðurkenndi kröfu Sigurðar Helgasonar um hærri eftirlaun Hæstiréttur snéri í dag við dómi héraðsdóms í máli Sigurðar Helgasonar gegn FL-Group hf. Sigurður krafðist viðurkenningar á því að kaupréttarsamningar væru hluti af útreiknuðum launum þeirra átta starfsmanna sem hæst laun hefðu hjá fyrirtækinu, en laun þeirra voru til viðmiðunar við útreikning á eftirlaunum Sigurðar. 7.6.2007 16:51 Háhraða laxaferja Fyrirtækið Drammen havn í Noregi hefur pantað laxaflutningaferju sem er svo hraðskreið að hún er helmingi fljótari frá Noregi til Frakklands en flutningabílar. Ferjan á að flytja ferskan lax frá Drammen til Boulogne sur Mer í Frakklandi. Á heimleiðinni flytur hún ferska ávexti og grænmeti. 7.6.2007 16:40 Elgkýr eignast þrjá kálfa Í Våler í Noregi spásserar nú elgkýr um með þrjá kálfa sína. Það er alveg einstakt að elgir eignist svo mörg afkvæmi. 7.6.2007 16:29 Júlíus Vífill er formaður Miðborgar Reykjavíkur Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 5. júní að stofna félagið Miðborg Reykjavíkur en það hefur að markmiði að „vera vettvangur samráðs og málsvari hagsmunaaðila í miðborg Reykjavíkur,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjarvíkurborg. 7.6.2007 16:18 EFTA og Kanada gera fríverslunarsamning Samkomulag hefur náðst milli EFTA ríkjanna og Kanada um fríverslunarsamning milli ríkjanna. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að samningurinn sé sérstaklega hagstæður fyrir Ísland. Gert er ráð fyrir því að samningurinn verði undirritaður við fyrsta tækifæri. 7.6.2007 16:18 Hætt við flugtak SAS vélar sem var á leið til Íslands Hætt var við flugtak flugvélar frá SAS sem var á leið frá Gardemoen flugvelli í Osló til Reykjavíkur í dag þegar aðvörun barst um að eitthvað væri að. Vélinni var snúið inn á þjónustusvæði en hún fór í loftið hálftíma síðar þegar gengið hafði verið úr skugga um að vélin væri í lagi. 7.6.2007 16:03 Putin býður samstarf um eldflaugavarnir Vladimir Putin og George Bush virðast hafa náð eitthvað saman um eldflaugavarnarkerfið sem Bandaríkjamenn hyggjast setja upp í Austur-Evrópu. Eftir fund með Bush í Þýskalandi höfðu rússneskar fréttastofur eftir Putin að honum fyndist að Bandaríkin og Rússland ættu að nota ratsjárkerfi í Azerbadjan til þess að reisa eldflaugavarnaskjöld sem næði yfir alla Evrópu. 7.6.2007 15:50 Prestar reyna að ná sáttum í máli fríkirkjuprests Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, var kallaður fyrir siðanefnd Prestafélagsins í morgun til að ræða kæru átta presta á hendur honum. Á fundinum voru einnig mættir tveir kærenda. Var þetta fyrsta tilraun nefndarinnar til að ná sáttum í málinu en prestarnir átta hafa meðal annars gagnrýnt ummæli Hjartar í fjölmiðlum varðandi þjóðkirkjuna. Engin sátt náðist í málinu í morgun að sögn Hjartar. 7.6.2007 15:30 Festist við vélargrind og fékk far 21 árs gamall maður í hjólastól varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum. Hann var staddur á bílaplani framan við bensínstöð í Michigan í Bandaríkjunum þegar stóll hans festist við vélargrind vörubíls. Áður en manninum tókst að losa sig settist bílstjórinn vörubílsins uppí og keyrði af stað, þess óaðvitandi að væri að ýta manni í hjólastól á undan sér. 7.6.2007 15:26 Niðurstöður samræmdra prófa heldur betri en í fyrra Meðaltöl einkunna í samræmdum lokaprófum í grunnskólum eru hærri í ár en á síðasta ári í stærðfræði, ensku og dönsku en örlítið lægri í íslensku, sé miðað við landið allt. Ekki er unnt að bera saman meðaltöl milli ára í náttúrufræði og samfélagsfræði. Samræmdu prófin voru haldin dagana 2. til 9. maí síðastliðinn. Alls voru 4.465 nemendur skráðir í 10. bekk skólaárið 2006-2007. Nemendum í 10. bekk í grunnskólum gefst kostur á að þreyta samræmd lokapróf í að minnsta kosti sex námsgreinum. Eins og undanfarin ár voru haldin samræmd próf í íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, náttúrufræði og samfélagsgreinum auk norsku og sænsku. 7.6.2007 15:20 Hreyfill kærir útboð í leigubílaakstur Hreyfill svf. hefur kært rammasamningsútboð Ríkiskaupa í leigubifreiðaakstur á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesbraut til kærunefndar útboðsmála. Hreyfill telur afgreiðslu Ríkiskaupa á útboðinu ámælisverða þar sem framsetningu tilskilinna gagna var ábótavant og mat stofnunarinnar á þjónustuþáttum bjóðenda óeðlilegt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hreyfli. 7.6.2007 14:57 „Íbúðalánasjóður verður ekki einkavæddur á meðan ég er í ráðuneytinu“ Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að einkavæða Íbúðalánasjóð. Þetta kom fram í umræðum utan dagskrár á Alþingi í dag sem Guðni Ágústsson hóf. Hann vildi vita hvað ríkisstjórnin væri að „véla“ með sjóðinn. 7.6.2007 14:32 Garðsláttur að næturlagi Lögregla var kölluð til í nótt þegar nokkrir íbúar í austurborginni gátu ekki fest svefn vegna hávaða frá garðsláttuvél. Hinn atorkusami slátturmaður slökkti samstundis á sláttuvélinni eftir tiltal frá lögregluþjónunum. Manninum var jafnframt bent á að framvegis ætti hann að haga verkum sem þessum með meira tilliti til annarra í huga. 7.6.2007 14:31 Yfir 80 börn í óviðunandi öryggisbúnaði Tæplega fjórtán prósent barna er ekið til leikskóla í óviðandi öryggisbúnaði samkvæmt könnun Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Sjóvaá Fornvarnarhúss og Umferðarstofu. Alls voru 86 börn í óviðunandi öryggisbúnaði og þar af 24 í alvarlegri lífshættu á meðan á akstri stóð. 7.6.2007 13:15 Dregið „áþreifanlega“ úr losun gróðurhúsa-lofttegunda Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hafa komist að samkomulagi um að stefna að því að draga áþreifanlega úr losun gróðurhúsalofftegunda og að stefna Bandaríkjanna í loftlagsmálum verið tekin fyrir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 7.6.2007 13:03 Kona dæmd fyrir líkamsárásir og eignaspjöll Kona á þrítugsaldri var á dögunum dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir líkamsárásir og eignaspjöll. Brotin áttu sér stað í félagsheimilinu í Hnífsdal aðfaranótt 13. apríl á síðasta ári. 7.6.2007 12:50 Þjálfa erlenda starfsmenn í umönnun aldraðra Hjúkrunarheimilið Droplaugarstaðir og Alþjóðahúsið undirbúa nú viðamikið samstarfsverkefni um þjálfun erlendra starfsmanna í umönnun aldraðra. Markmiðið er að fjölga starfsmönnum í öldrunarþjónustu. 7.6.2007 12:49 Kosið í nýjar nefndir Alþingis Kosningu í fastanefndir Alþingis lauk í dag þegar Arnbjörg Sveinsdóttir var kjörin formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar og Pétur H Blöndal, formaður efnahags- og skattanefndar. 7.6.2007 12:46 Segist vita hvar Madeleine litla er niðurkomin Karlmaður hefur haft samband við spænsku lögregluna og segist vita hvar Madeleine McCann, breska stúlkan sem rænt var fyrir rúmum mánuði í Portúgal, er niðurkomin. 7.6.2007 12:45 Fannst eftir tæpt ár Lögreglan í Connecticut í Bandaríkjunum fann í gær 15 ára unglingsstúlku sem hvarf fyrir tæpu ári. Stúlkan var enn á lífi en töluvert þjökuð. Henni hafði verið haldið í gíslingu í litlu herbergi undir stiga á heimili pars sem foreldrar stúlkunnar þekktu. Stúlkan hafði nokkrum sinnum reynt að strjúka að heiman áður en hún hvarf sporlaust í júní í fyrra. 7.6.2007 12:45 Fundu dóp og sprautunálar á hreinsunardegi Dalvíkurskóla Nemendur Dalvíkurskóla fundu hass í sölupakkningum, hasspípur og sprautunálar á hreinsunardegi skólans síðastliðinn föstudag. Hassið fannst á opnu svæði í Dalvík þar sem börn eru mikið að leik. 7.6.2007 12:30 Íslenskar kýr njóta áfram hollrar útiveru Dönsku dýraverndarsamtökin gangast nú fyrir undirskriftasöfnun til að tryggja dönskum kúm að minnsta kosti 150 daga útivist á ári. Íslenskir bændur sammæltust nýverið um að íslenskar kýr fengju áfram að njóta útivistar og hollrar hreyfingar. 7.6.2007 12:30 Magnús Ragnarsson stefnir 365 Magnús Ragnarsson, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Skjás Eins, hefur stefnt 365 miðlum fyrir meiðyrði og brot á friðhelgi einkalífsins. Að sögn lögmanns Magnúsar gerir hann kröfu um að ummæli sem birtust í DV síðastliðið haust og ummæli sem birtust í Fréttablaðinu í vetur verði dæmd dauð og ómerk. Ummælin vörðuðu einkalíf Magnúsar. 7.6.2007 12:27 Varnar- og umhverfismál ber hæst Búist er við að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ræði umdeilt eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu einslega í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hefja tveggja daga stífa fundarlotu í Þýskalandi í dag þar sem varnar- og umhverfismál ber hæst. 7.6.2007 12:15 Veggjald lagt á bensín á tæki sem ekki nota vegi Í athugun er að fella niður veggjald sem notað er á garðslátturvélar, vélsleða og sportbáta. Nú eru 30 krónur innheimtar af hverjum bensínlítra sem þessi tæki nota sem eins konar afnotagjald þessara tækja af vegakerfinu sem þau koma aldrei á. 7.6.2007 12:15 Orkuverð til álversins opinbert Samningur Orkuveitu Reykjavíkur við Norðurál vegna álvers í Helguvík er með hagstæðari samningum sem veitan hefur gert til álfyrirtækis, segir Björn Ingi Hrafnsson, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Forstjóri Orkuveitunnar staðfestir að verðið sé nærri tveimur komma einni krónu á kílóvattstund. 7.6.2007 12:08 Sjá næstu 50 fréttir
Þingmenn í Arizona í handalögmálum Handalögmál brjótast stundum út í þingsölum um víða veröld. Óvenjulegt er að það gerist í Bandaríkjunum en það gerðist þó í dag þegar þingmenn á ríkisþingi Arizona tókust á. 7.6.2007 21:39
Enn er lýst eftir Þorvaldi Erni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Þorvaldi Erni Thoroddsen. En ekkert hefur spurst til hans síðan miðvikudaginn 5. júní. Þorvaldur er 17 ára, 180 cm á hæð, dökkhærður og grannvaxinn. 7.6.2007 21:24
KF Nörd ætlar að verja heiður Íslendinga KF Nörd, hið stórskemmtilega knattspyrnulið sem varð til í samnefndum sjónvarpsþætti, hefur skorað á sænska KF Nörd liðið í landsleik til þess að hefna ófara íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Þetta kom fram í Ísland í Dag í kvöld. 7.6.2007 20:15
Ingjaldur sjósettur í dag Eftirmynd bátsins Ingjalds, sem Hannes Hafstein sýslumaður reyndi að stöðva breska landhelgisbrjóta á, var sjósett í Nauthólsvík í dag. 7.6.2007 20:00
Vill bara 3 milljarða Dómari í Bandaríkjunum hefur samþykkt að lækka skaðabótakröfu sína vegna buxna sem týndust í hreinsun. Bótakrafan hljóðar eftir lækkun hljóðar upp á jafnvirði rúmlega þriggja milljarða íslenskra króna. 7.6.2007 19:45
Samkomulag í loftslagsmálum Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims náðu samkomulagi í loftslagsmálum á fundi sínum í Þýskalandi í dag. Kaslari Þýskalands var sigurreif þó tillaga hennar um að útblástur yrði minnkaður um helming fyrir árið 2050, hafi ekki náð fram að ganga vegna andstöðu Bandaríkjamanna. 7.6.2007 19:13
Hjúkrunarfræðingar á starfsmannaleigum Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum á Landspítalanum til að vinna þar í gegnum starfsmannaleigu. Þrjár íslenskar starfsmannaleigur eru með um sextíu hjúkrunarfræðinga á skrá hjá sér til að þjónusta spítala og stofnanir. Með því móti ná hjúkrunarfræðingarnir talsvert betri kjörum en ef þeir réðu sig beint á spítalann. 7.6.2007 19:09
Móðir 12 ára einhverfs drengs beið í þrjú ár eftir greiningu Um 300 börn eru á biðlista hjá Greiningarstöð ríkisins og tæplega helmingurinn þeirra börn, þar sem grunur leikur á einhverfu. Móðir 12 ára drengs sem nýlega var greindur með einhverfu segist hafa beðið eftir greiningu á syni sínum í þrjú ár. Sviðsstjóri Greiningarstöðvar segir að fleira sérmenntað starfsfólk vanti. 7.6.2007 19:04
Garðyrkjubændur ættu að fá sama og Norðurál Garðyrkjubændur ættu að taka upp viðræður við orkusala í kjölfar tíðinda af orkuverði til Norðuráls vegna tilvonandi álvers í Helguvík. Þetta segir garðyrkjuráðunautur Bændasamtaka Íslands. Forstjóri Orkuveitunnar staðfestir að verðið til Norðuráls sé nærri tveimur komma einni krónu á kílóvattstund. 7.6.2007 18:56
Óskiljanlegar skýringar dómsmálaráðuneytisins Brynjar Níelsson einn umsækjanda um embætti ríkissaksóknara segist hafa fengið óskiljanlegar skýringar frá dómsmálaráðuneytinu um það hvers vegna ráðningu í embættið var frestað.Embættið var auglýst til umsóknar fyrir kosningar, en ákveðið var eftir þær að Bogi Níelsson ríkisaksóknari ynni til áramóta. 7.6.2007 18:52
Bandaríkjaþing ögrar forsetanum Bandaríska þingið ögraði í dag Georg W. Bush, forseta Bandaríkjanna, þegar þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpi um að auka ríkisstyrki til stofnfrumurannsókna. 7.6.2007 18:32
Sarkozy efast um afturhvarf til Kalda stríðsins Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði við fréttamenn á leiðtogafundi G8 ríkjanna í Heiligendamm í Þýskalandi í dag, að hann hefði enga trú á því Vladimir Putin, forseti Rússlands, vildi snúa aftur til tíma Kalda stríðsins. 7.6.2007 18:30
Hæst launaði opinberi starfsmaðurinn Mikil ásókn fjármálafyrirtækja í sérhæft starfsfólk þrýstir launum millistjórnenda Seðlabankans upp, sem aftur hækkar laun Seðlabankastjóranna upp fyrir laun forsætisráðherra og forseta Íslands. Formaður bankastjórnar Seðlabankans verður með rúmt þingfrarakaup umfram forsætisráðherra í laun um næstu áramót og þar með hæst launaði opinberi starfsmaðurinn. 7.6.2007 18:30
Íbúðalánasjóður ekki einkavæddur Félagsmálaráðherra, segir að Íbúðalánasjóður verði ekki einkavæddur meðan hún sé ráðherra. Formaður Framsóknarflokksins spurði á Alþingi í dag hvort Íbúðalánasjóður yrði seldur. 7.6.2007 18:26
Stóriðjustefnan lifir segir stjórnarandstaðan Stjórnarandstaðan segir að samningur um raforku til álvers í Helguvík sýni að stóriðjustefnan lifi góðu lífi. Umhversráðherra segir samninginn ekki tryggja að af framkvæmdunum verði. 7.6.2007 18:20
Kosovo tilbúið að lýsa yfir sjálfstæði Stjórnvöld í Kosovo eru reiðubúin til þess að lýsa einhliða yfir sjálfstæði héraðsins. Á sama tíma hvetja þau Vesturlönd til þess að boða til atkvæðagreiðslu um málið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir að Rússar eigi að öllum líkindum eftir beita neitunarvaldi gegn slíkri stuðningsyfirlýsingu. 7.6.2007 18:16
Vélbjörn til bjargar særðum hermönnum Bandaríski herinn er að þróa vélmenni sem getur borið særða hermenn af vígvellinum. Björninn eða "The Battlefield Extraction Assist Robot (BEAR)" getur borið særða hermenn langar vegalengdir yfir erfið landsvæði. 7.6.2007 17:20
Hæstiréttur staðfestir dóm yfir stofnanda píramídafyrirtækis Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Lesley Patricia Ágústsson gegn Mark Ashley Wells, stofnanda fyrirtækisins Aquanetworld ltd. Héraðsdómur dæmdi Mark á síðasta ári til að endurgreiða Lesley rúmlega 2,6 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum. Upphæðina lagði Lesley í fyrirtæki Marks árið 2005 en krafðist síðan endurgreiðslu þegar henni þótti sýnt að hann hefði ekki staðið við gerðan samning. 7.6.2007 17:00
Hæstiréttur viðurkenndi kröfu Sigurðar Helgasonar um hærri eftirlaun Hæstiréttur snéri í dag við dómi héraðsdóms í máli Sigurðar Helgasonar gegn FL-Group hf. Sigurður krafðist viðurkenningar á því að kaupréttarsamningar væru hluti af útreiknuðum launum þeirra átta starfsmanna sem hæst laun hefðu hjá fyrirtækinu, en laun þeirra voru til viðmiðunar við útreikning á eftirlaunum Sigurðar. 7.6.2007 16:51
Háhraða laxaferja Fyrirtækið Drammen havn í Noregi hefur pantað laxaflutningaferju sem er svo hraðskreið að hún er helmingi fljótari frá Noregi til Frakklands en flutningabílar. Ferjan á að flytja ferskan lax frá Drammen til Boulogne sur Mer í Frakklandi. Á heimleiðinni flytur hún ferska ávexti og grænmeti. 7.6.2007 16:40
Elgkýr eignast þrjá kálfa Í Våler í Noregi spásserar nú elgkýr um með þrjá kálfa sína. Það er alveg einstakt að elgir eignist svo mörg afkvæmi. 7.6.2007 16:29
Júlíus Vífill er formaður Miðborgar Reykjavíkur Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 5. júní að stofna félagið Miðborg Reykjavíkur en það hefur að markmiði að „vera vettvangur samráðs og málsvari hagsmunaaðila í miðborg Reykjavíkur,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjarvíkurborg. 7.6.2007 16:18
EFTA og Kanada gera fríverslunarsamning Samkomulag hefur náðst milli EFTA ríkjanna og Kanada um fríverslunarsamning milli ríkjanna. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að samningurinn sé sérstaklega hagstæður fyrir Ísland. Gert er ráð fyrir því að samningurinn verði undirritaður við fyrsta tækifæri. 7.6.2007 16:18
Hætt við flugtak SAS vélar sem var á leið til Íslands Hætt var við flugtak flugvélar frá SAS sem var á leið frá Gardemoen flugvelli í Osló til Reykjavíkur í dag þegar aðvörun barst um að eitthvað væri að. Vélinni var snúið inn á þjónustusvæði en hún fór í loftið hálftíma síðar þegar gengið hafði verið úr skugga um að vélin væri í lagi. 7.6.2007 16:03
Putin býður samstarf um eldflaugavarnir Vladimir Putin og George Bush virðast hafa náð eitthvað saman um eldflaugavarnarkerfið sem Bandaríkjamenn hyggjast setja upp í Austur-Evrópu. Eftir fund með Bush í Þýskalandi höfðu rússneskar fréttastofur eftir Putin að honum fyndist að Bandaríkin og Rússland ættu að nota ratsjárkerfi í Azerbadjan til þess að reisa eldflaugavarnaskjöld sem næði yfir alla Evrópu. 7.6.2007 15:50
Prestar reyna að ná sáttum í máli fríkirkjuprests Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, var kallaður fyrir siðanefnd Prestafélagsins í morgun til að ræða kæru átta presta á hendur honum. Á fundinum voru einnig mættir tveir kærenda. Var þetta fyrsta tilraun nefndarinnar til að ná sáttum í málinu en prestarnir átta hafa meðal annars gagnrýnt ummæli Hjartar í fjölmiðlum varðandi þjóðkirkjuna. Engin sátt náðist í málinu í morgun að sögn Hjartar. 7.6.2007 15:30
Festist við vélargrind og fékk far 21 árs gamall maður í hjólastól varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum. Hann var staddur á bílaplani framan við bensínstöð í Michigan í Bandaríkjunum þegar stóll hans festist við vélargrind vörubíls. Áður en manninum tókst að losa sig settist bílstjórinn vörubílsins uppí og keyrði af stað, þess óaðvitandi að væri að ýta manni í hjólastól á undan sér. 7.6.2007 15:26
Niðurstöður samræmdra prófa heldur betri en í fyrra Meðaltöl einkunna í samræmdum lokaprófum í grunnskólum eru hærri í ár en á síðasta ári í stærðfræði, ensku og dönsku en örlítið lægri í íslensku, sé miðað við landið allt. Ekki er unnt að bera saman meðaltöl milli ára í náttúrufræði og samfélagsfræði. Samræmdu prófin voru haldin dagana 2. til 9. maí síðastliðinn. Alls voru 4.465 nemendur skráðir í 10. bekk skólaárið 2006-2007. Nemendum í 10. bekk í grunnskólum gefst kostur á að þreyta samræmd lokapróf í að minnsta kosti sex námsgreinum. Eins og undanfarin ár voru haldin samræmd próf í íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, náttúrufræði og samfélagsgreinum auk norsku og sænsku. 7.6.2007 15:20
Hreyfill kærir útboð í leigubílaakstur Hreyfill svf. hefur kært rammasamningsútboð Ríkiskaupa í leigubifreiðaakstur á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesbraut til kærunefndar útboðsmála. Hreyfill telur afgreiðslu Ríkiskaupa á útboðinu ámælisverða þar sem framsetningu tilskilinna gagna var ábótavant og mat stofnunarinnar á þjónustuþáttum bjóðenda óeðlilegt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hreyfli. 7.6.2007 14:57
„Íbúðalánasjóður verður ekki einkavæddur á meðan ég er í ráðuneytinu“ Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að einkavæða Íbúðalánasjóð. Þetta kom fram í umræðum utan dagskrár á Alþingi í dag sem Guðni Ágústsson hóf. Hann vildi vita hvað ríkisstjórnin væri að „véla“ með sjóðinn. 7.6.2007 14:32
Garðsláttur að næturlagi Lögregla var kölluð til í nótt þegar nokkrir íbúar í austurborginni gátu ekki fest svefn vegna hávaða frá garðsláttuvél. Hinn atorkusami slátturmaður slökkti samstundis á sláttuvélinni eftir tiltal frá lögregluþjónunum. Manninum var jafnframt bent á að framvegis ætti hann að haga verkum sem þessum með meira tilliti til annarra í huga. 7.6.2007 14:31
Yfir 80 börn í óviðunandi öryggisbúnaði Tæplega fjórtán prósent barna er ekið til leikskóla í óviðandi öryggisbúnaði samkvæmt könnun Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Sjóvaá Fornvarnarhúss og Umferðarstofu. Alls voru 86 börn í óviðunandi öryggisbúnaði og þar af 24 í alvarlegri lífshættu á meðan á akstri stóð. 7.6.2007 13:15
Dregið „áþreifanlega“ úr losun gróðurhúsa-lofttegunda Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hafa komist að samkomulagi um að stefna að því að draga áþreifanlega úr losun gróðurhúsalofftegunda og að stefna Bandaríkjanna í loftlagsmálum verið tekin fyrir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 7.6.2007 13:03
Kona dæmd fyrir líkamsárásir og eignaspjöll Kona á þrítugsaldri var á dögunum dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir líkamsárásir og eignaspjöll. Brotin áttu sér stað í félagsheimilinu í Hnífsdal aðfaranótt 13. apríl á síðasta ári. 7.6.2007 12:50
Þjálfa erlenda starfsmenn í umönnun aldraðra Hjúkrunarheimilið Droplaugarstaðir og Alþjóðahúsið undirbúa nú viðamikið samstarfsverkefni um þjálfun erlendra starfsmanna í umönnun aldraðra. Markmiðið er að fjölga starfsmönnum í öldrunarþjónustu. 7.6.2007 12:49
Kosið í nýjar nefndir Alþingis Kosningu í fastanefndir Alþingis lauk í dag þegar Arnbjörg Sveinsdóttir var kjörin formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar og Pétur H Blöndal, formaður efnahags- og skattanefndar. 7.6.2007 12:46
Segist vita hvar Madeleine litla er niðurkomin Karlmaður hefur haft samband við spænsku lögregluna og segist vita hvar Madeleine McCann, breska stúlkan sem rænt var fyrir rúmum mánuði í Portúgal, er niðurkomin. 7.6.2007 12:45
Fannst eftir tæpt ár Lögreglan í Connecticut í Bandaríkjunum fann í gær 15 ára unglingsstúlku sem hvarf fyrir tæpu ári. Stúlkan var enn á lífi en töluvert þjökuð. Henni hafði verið haldið í gíslingu í litlu herbergi undir stiga á heimili pars sem foreldrar stúlkunnar þekktu. Stúlkan hafði nokkrum sinnum reynt að strjúka að heiman áður en hún hvarf sporlaust í júní í fyrra. 7.6.2007 12:45
Fundu dóp og sprautunálar á hreinsunardegi Dalvíkurskóla Nemendur Dalvíkurskóla fundu hass í sölupakkningum, hasspípur og sprautunálar á hreinsunardegi skólans síðastliðinn föstudag. Hassið fannst á opnu svæði í Dalvík þar sem börn eru mikið að leik. 7.6.2007 12:30
Íslenskar kýr njóta áfram hollrar útiveru Dönsku dýraverndarsamtökin gangast nú fyrir undirskriftasöfnun til að tryggja dönskum kúm að minnsta kosti 150 daga útivist á ári. Íslenskir bændur sammæltust nýverið um að íslenskar kýr fengju áfram að njóta útivistar og hollrar hreyfingar. 7.6.2007 12:30
Magnús Ragnarsson stefnir 365 Magnús Ragnarsson, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Skjás Eins, hefur stefnt 365 miðlum fyrir meiðyrði og brot á friðhelgi einkalífsins. Að sögn lögmanns Magnúsar gerir hann kröfu um að ummæli sem birtust í DV síðastliðið haust og ummæli sem birtust í Fréttablaðinu í vetur verði dæmd dauð og ómerk. Ummælin vörðuðu einkalíf Magnúsar. 7.6.2007 12:27
Varnar- og umhverfismál ber hæst Búist er við að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ræði umdeilt eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu einslega í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hefja tveggja daga stífa fundarlotu í Þýskalandi í dag þar sem varnar- og umhverfismál ber hæst. 7.6.2007 12:15
Veggjald lagt á bensín á tæki sem ekki nota vegi Í athugun er að fella niður veggjald sem notað er á garðslátturvélar, vélsleða og sportbáta. Nú eru 30 krónur innheimtar af hverjum bensínlítra sem þessi tæki nota sem eins konar afnotagjald þessara tækja af vegakerfinu sem þau koma aldrei á. 7.6.2007 12:15
Orkuverð til álversins opinbert Samningur Orkuveitu Reykjavíkur við Norðurál vegna álvers í Helguvík er með hagstæðari samningum sem veitan hefur gert til álfyrirtækis, segir Björn Ingi Hrafnsson, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Forstjóri Orkuveitunnar staðfestir að verðið sé nærri tveimur komma einni krónu á kílóvattstund. 7.6.2007 12:08