Fleiri fréttir Rúmlega 30 þúsund sjálfsvíg í Japan á hverju ári Sjálfsvígum í Japan fækkaði lítillega á síðasta ári en þrátt fyrir það frömdu rúmlega 30 þúsund manns sjálfsmorð á síðasta ári. Þessi tala hefur verið svipuð í hartnær áratug. Sjálfsvígum fólks, 60 ára og eldri fjölgaði mikið og nú er svo komið að þriðjungur þeirra sem taka eigið líf í Japan eru eldri borgarar. 7.6.2007 11:23 Bæjarstjórn Bolungarvíkur vill athugun á olíuhreinsistöð sem fyrst Bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur sent frá sér ályktun um fyrirhugða olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Þar er Fjórðungssamband Vestfirðinga hvatt til að hefja frumathugun á umhvervis-, og samfélagslegum áhrifum slíkrar stöðvar. 7.6.2007 11:21 Ugla sat á markslá Hlé var gert á leik Finna og Belga í undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu í Helsinki í gær eftir að ugla settist á slá annars marksins. 7.6.2007 11:03 Yfirmaður Nasa harmar ummæli sín um loftlagsbreytingar Michael Griffin, yfirmaður NASA, hefur formlega beðist afsökunar á ummælum sínum um loftlagsbreytingarnar sem hann lét fjúka í bandarísku útvarpi á dögunum. 7.6.2007 10:49 Lúmskir lyklaþjófar Hafa talibanar fundið nýja leið til þess að berjast gegn hernámsliðinu ? Talsmaður pólska varnarmálaráðuneytisins segir að 1200 manna pólsk hersveit sem send var til Afganistans geti ekki hafið eftirlitsstörf fyrr en eftir nokkrar vikur. Ástæðan er sú að það er búið að stela bíllyklunum þeirra. 7.6.2007 10:45 Margir þröskuldar enn í vegi fyrir álveri í Helguvík Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, segir mjög marga þröskulda vera í vegi fyrir álveri í Hegluvík, þrátt fyrir orkusölusamning Orkuveitunnar og Norðuráls. Þetta kom fram í máli Þórunnar á Alþingi í morgun. 7.6.2007 10:44 Lisa Ekdahl hefði verið sókndjarfari gegn Tyson Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær háðuglega útreið í sænskum fjölmiðlum eftir viðureignina í Stokkhólmi í gær, bæði hjá sænsku leikmönnunum og blaðamönnum. 7.6.2007 10:34 Hjallaskóli í Reykjavík Hjallastefnan mun taka við rekstri leikskólans Laufásborgar. Samningur þar að lútandi var samþykktur af Leikskólaráði borgarinnar í gær. Laufásborg verður þar með fyrsti Hjallaskólinn sem tekur til starfa í Reykjavík. 7.6.2007 10:18 Nýr leikskóli opnar í dag Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri mun formlega opna nýjan leikskóla við Sandavað 7 í Norðlingaholti í dag. Athöfnin hefst þegar borgarstjórinn klippir með leikskólabörnum á borða. 7.6.2007 10:09 Sendiherra afhendir blóðpeninga Sendiherra Bandaríkjanna á Filipseyjum mætti í dag með skjalatöskur troðfullar af peningum til þess að verðlauna fjóra múslima. Þeir gáfu upplýsingar sem leiddu til þess að tveir leiðtogar Abu Sayyaf hryðjuverkasamtakanna voru drepnir. 7.6.2007 10:02 Vilja stöðva fjölkvæni hjá sértrúarsöfnuði Fylkisyfirvöld í Bresku Kólumbíu í Kanada hafa skipað sérstakan saksóknara til ákveða hvort höfða eigi mál á hendur bandarískum sértrúarsöfnuði sem þar hefur sest að. Söfnuðurinn stundar meðal annars fjölkvæni en það er bannað í Kanada. 6.6.2007 23:44 Búið að slökkva eld í verslun Skífunnar við Laugaveg Eldur kviknaði í rafmagnstöflu í verslun Skífunnar við Laugaveg laust eftir klukkan tíu í kvöld. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem var lítill og staðbundinn að sögn slökkviliðsins. 6.6.2007 22:55 Slökkvilið kallað út að húsnæði Skífunnar á Laugavegi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir skömmu að húsnæði verslunarinnar Skífan á Laugavegi. Tilkynning barst um að reyk legði frá rafmagnstöflu í húsinu. 6.6.2007 22:30 Sumarbústaður brann til kaldra kola Eldur kviknaði í sumarbústað við Gufuá í Borgarfirði laust fyrir klukkan fimm í dag. Bústaðurinn varð fljótt alelda og brann til kaldra kola. Engan sakaði. 6.6.2007 22:11 Lögreglan lýsir eftir unglingi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Þorvaldi Erni Thoroddsen, 16 ára Reykvíkingi. Síðast sást til Þorvalds við heimili hans í Reykjavík í gær. 6.6.2007 21:47 Kviknaði í húsbíl í Grafarholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust eftir klukkan fimm í dag eftir að eldur kviknaði í húsbíl í Grafarholtinu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en eldsupptök eru ókunn. 6.6.2007 21:44 Atlantis flytur sólarspegla til alþjóðlegu geimstöðvarinnar Vísindamenn hjá bandarísku geimferðarstofnuninni eru vongóðir um að hægt verði að skjóta geimskutlunni Atlantis á loft frá Canaveral höfða í Flórída næstkomandi föstudag. Geimskutlunni er ætlað að flytja mikilvæga hluti til alþjóðlegu geimstöðvarinnar en upphaflega átti Atlantis að fara á loft fyrir þremur mánuðum. 6.6.2007 20:35 Niðurlæging á Råsunda leikvanginum Leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM var að ljúka og er óhætt að segja að íslenska landsliðið hafi verið niðurlægt af frændum okkur frá Svíþjóð. Svíar unnu 5-0 stórsigur og ljóst að eitthvað róttækt þarf að gerast til að snúa við gengi íslenska liðsins. 6.6.2007 20:26 Laun seðlabankastjóra hafa hækkað um 25 prósent síðan 2005 Hörð samkeppni um hæft starfsfólk á meðal fjármálastofnana réð því að bankaráð Seðlabankans ákvað að hækka laun bankastjóra. Þetta kemur fram í skriflegu svari Helga S. Guðmundssonar, formanns bankaráðs Seðlabankans, við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar 2. Frá ársbyrjun 2005 hafa laun bankastjóra Seðlabankans hækkað um 25 prósent. 6.6.2007 20:15 Sakar DV um að hafa beitt sér á óeðlilegan hátt Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að fara þurfi yfir lög um fjármál stjórnmálaflokka sem sett voru í fyrra. Formaður Framsóknarflokksins sakaði á Alþingi í dag fyrirtæki og einkaaðila um að hafa beitt sér á óeðlilegan hátt í nýafstaðinni kosningabaráttu. 6.6.2007 19:24 Fiskvinnsla áfram á Flateyri Fiskvinnsla verður áfram á Flateyri þrátt fyrir sölu fiskvinnslufyrirtækisins Kambs. Fyrirtækið Oddatá hefur keypt allar fasteignir og tæki Kambs og ætlar að viðhalda vinnslu í byggðarlaginu. Fyrirtækið á engan kvóta en forstjórinn er þó bjartsýnn á framtíð þess. 6.6.2007 19:19 Ætlaði ekki að gera honum mein Maðurinn sem reyndi að stökkva upp í bíl Benedikts páfa á ferð á Péturstorginu í Róm í morgun hefur átt við geðræn vandamál að stríða og vildi með athæfinu vekja athygli á sjálfum sér. Hann mun ekki hafa ætlaði að gera páfa mein. 6.6.2007 19:15 3-0 í hálfleik Fyrri hálfleik í leik Svía og Íslendinga í undankeppni EM var að ljúka og er staðan 3-0. Marcus Allback skoraði fyrsta markið áður en Svenson og Mellberg náðu að koma boltanum framhjá Árna Gauti í marki Íslendinga. 6.6.2007 19:04 Grafalvarlegt að tilkynna ekki um aukaverkanir til Lyfjastofnunar Lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun segir það grafalvarlegt að læknar tilkynni ekki aukaverkanir vegna getnaðarvarnarpillunnar Yasmín, til stofnunarinnar. Tvær ungar íslenskar stúlkur hafa nýlega fengið blóðtappa vegna pillunnar með skömmu millibili og hvorugt tilfellanna var tilkynnt Lyfjastofnun. 6.6.2007 18:54 70% af Öryrkjablokkinni með hitastillingu Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist vegna brunasára sem þeir hlutu hér á landi af of heitu vatni. Sextugur öryrki er í lífshættu eftir brennheita sturtu í blokk Öryrkjabandalagsins við Hátún. Búið er að setja hitastýrð blöndunartæki í sjötíu prósent af íbúðum blokkarinnar. 6.6.2007 18:45 Ætla ekki að skrifa undir loftslagssamninga Bandaríkjamenn ætla ekki að skrifa undir neina loftslagssamninga á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem hófst í Þýskalandi í dag. Deilan um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum eins og dökkt þrumuský. 6.6.2007 18:45 Ríkislögreglustjóri braut ekki gegn jafnræðisreglu í Baugsmálinu Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, braut ekki gegn jafnræðisreglu við meðferð ákæruvalds í sakamáli á hendur Jóhannesi Jónssyni, kaupmanni. Þetta er niðurstaða athugunar Boga Nilsson, ríkissaksóknara, á málinu. Jóhannes hélt því fram að hann hafi ekki setið við sama borð og Jón Gerald Sullenberg í þeim hluta Baugsmálsins er snerist um tollalagabrot. 6.6.2007 17:53 Þorsteinn Ingi Sigfússon verður forstjóri Nýsköpunarmistöðvar Íslands Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor, hefur verið ráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands samkvæmt tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu. Þorsteinn mun hefja störf strax í næstu viku en stofnunin tekur til starfa 1. ágúst næstkomandi þegar Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sameinast. 6.6.2007 17:40 Skammt í að leikur Íslendinga og Svía hefjist Skammt er þangað til leikur Íslendinga og Svía í riðlakeppni Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu hefst í Stokkhólmi. Góð stemning er meðal stuðningsmanna íslenska landsliðsins þrátt fyrir að sparksérfræðingar telji möguleika Íslands frekar litla. 6.6.2007 17:13 „Markmiðið er að viðhalda atvinnu á þessari fallegu eyri“ Kristján Erlingsson, forsvarsmaður Oddatáar sem keypt hefur allar fasteignir og tæki Kambs á Flateyri segir að aðalmarkmiðið með kaupunum sé að tryggja atvinnu á Flateyri. Hann segir mikla óvissu enn vera ríkjandi í málinu en er bjartsýnn á dæmið gangi upp. Kristján segir það ráðast á næstu vikum hvort allir fyrrum starfsmenn Kambs fái vinni í nýja fyrirtækinu. 6.6.2007 17:07 Merkur forleifafundur í Marokkó Gataðar skeljar sem fundust í helli í Marokkó á dögunum gætu verið elstu skartgripir sem vitað er um. Telja viðkomandi vísindamenn þær vera smíðaðar fyrir um það bil 82 þúsund árum. 6.6.2007 17:07 Eldsneytisverð hækkar Skeljungur og N1 hækkaðu verð á eldsneyti í dag. Hjá báðum aðilum námu hækkanirnar um 1,70 krónum fyrir bensínlítrann og 1,50 krónur fyrir lítra af díselolíu. 6.6.2007 17:00 Hugðist ekki gera páfa mein 6.6.2007 16:53 Menningarhátíð Seltjarnarness kynnt Menningarhátíð Seltjarnarness stendur yfir dagana 8 - 10 júní. Hún ber yfirskriftina Seltjarnarnesið, sjórinn og útgerð. Dagskráin verður fjölbreytt og má þar nefna ljósmyndasýningu í bókasafni Seltjarnarness sem ber heitið Systir með sjóhatt. 6.6.2007 16:49 Óttast að Sýrlendingar stefni á stríð Forsætisráðherra Ísraels reyndi í dag að róa þjóðina vegna þráláts orðróms um að Sýrlendingar séu að búa sig undir stríð til þess að endurheimta Golan hæðirnar. Ehud Olmert sagði að Ísrael vildi frið við Sýrland og að forðast yrði allan misskilning sem gæti leitt til átaka. Ísraelskir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að Sýrlendingar séu að fjölga eldflaugaskotpöllum og hermönnum við landamæri ríkjanna. 6.6.2007 16:30 Bað þingmenn um setjast og hafa þögn við upphaf fundar Sturla Böðvarsson, nýkjörinn forseti Alþingis, beindi þeim tilmælum til þingmanna að mæta á réttum tíma og sitja hljóðir í sætum sínum í þingsal. Þessi orð lét hann falla við upphaf þingfundar í dag. 6.6.2007 16:27 Tveir ungir piltar syntu í land eftir að hafa kastast af sæþotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði tvo 16 ára pilta sem köstuðust af sæþotu um hálf tólfleytið í gærkvöld. Þeir voru staddir á Arnarnesvogi um 50 metra frá landi. Nokkur straumur var á þessu svæði sem bar sæþotuna fljótt frá piltunum. 6.6.2007 16:12 Rausnargjöf til Krabbameinsfélagsins Krabbameinsfélagi Íslands barst ómetanleg gjöf 19. maí síðastliðinn þegar fjölskylda Jóhönnu Jóreiðar Þorgeirsdóttur færði félaginu stórgjöf til minningar um hana. Jóhanna lést 21. apríl 2006. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. 6.6.2007 16:11 Grundarfjörður vill kvótann fyrr Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur sent sjávarútvegsráðuneytinu tillögu um að kvóta verði úthlutað fyrr á árinu. 6.6.2007 15:51 Rannsókna- og fræðasetur í Bolungarvík Samningur hefur verið undirritaður um nýtt Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum sem mun taka til starfa í Bolungarvík innan tíðar. Það eru Háskóli Íslands, Náttúrustofa Vestfjarða og Bolungarvíkurkaupstaður sem standa að setrinu. 6.6.2007 15:46 Útvarpskona myrt í Afganistan Ung kona, Zakia Zaki, sem rak útvarpsstöðvar í Afganistan, var skotin til bana fyrir skömmu. Konan var sofandi í rúmi sínu við hliðina á 20 mánaða gömlum syni sínum á heimili þeirra nærri Kabul. Hún var skotin sjö sinnum, þar á meðal í höfuð og brjóst. Börn hennar sakaði ekki. Vitað er að ódæðismennirnir voru þrír en ekki er vitað hverjir þeir voru. Ástæður verknaðarins eru ókunnir. 6.6.2007 15:19 Flugfélög taka gjald fyrir golfsett Flugfélögin SAS og Icelandair eru farin að taka sérstakt gjald fyrir golfsett í ferðum kylfinga á milli landa. Þetta kemur fram á vefnum kylfingur.is. SAS tekur 1.500 kr. fyrir settið i styttri ferðum innan Evrópu en 3.500 kr. í lengri ferðum. Hjá Icelandair er hægt að skrá sig í klúbbinn Icelandair golfers. 6.6.2007 14:44 Sýknuð af morðinu á bankastjóra Guðs Dómstóll í Róm sýknaði í dag fjóra karlmenn og eina konu sem voru sökuð um að hafa myrt ítalska bankamanninn Roberto Calvi fyrir 25 árum. Calvi sem var kallaður bankastjóri Guðs vegna tengsla sinna við páfagarð, fannst hengdur undir Blackfriars brúnni í hjarta Lundúna árið 1982. Vasar hans voru úttroðnir af múrsteinum og peningaseðlum. 6.6.2007 14:35 Tvær nefndir sameinaðar og þeirri þriðju skipt upp Landbúnaðarnefnd og sjávarútvegsnefnd Alþingis voru sameinaðar með lagasetningu á Alþingi í dag. Þá hefur efnahags- og viðskiptanefnd verið skipt í tvennt. 6.6.2007 14:03 Vill fara yfir lög um fjármál stjórnmálaflokka Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að fara þyrfti yfir lög um fjármála stjórnmálaflokka sem sett voru í fyrra í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Það var Guðni Ágústsson sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins við upphaf þingfundar og gerði kosningablað DV og auglýsingu Jóhannesar Jónssonar í Bónus að umtalsefni. 6.6.2007 14:01 Sjá næstu 50 fréttir
Rúmlega 30 þúsund sjálfsvíg í Japan á hverju ári Sjálfsvígum í Japan fækkaði lítillega á síðasta ári en þrátt fyrir það frömdu rúmlega 30 þúsund manns sjálfsmorð á síðasta ári. Þessi tala hefur verið svipuð í hartnær áratug. Sjálfsvígum fólks, 60 ára og eldri fjölgaði mikið og nú er svo komið að þriðjungur þeirra sem taka eigið líf í Japan eru eldri borgarar. 7.6.2007 11:23
Bæjarstjórn Bolungarvíkur vill athugun á olíuhreinsistöð sem fyrst Bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur sent frá sér ályktun um fyrirhugða olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Þar er Fjórðungssamband Vestfirðinga hvatt til að hefja frumathugun á umhvervis-, og samfélagslegum áhrifum slíkrar stöðvar. 7.6.2007 11:21
Ugla sat á markslá Hlé var gert á leik Finna og Belga í undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu í Helsinki í gær eftir að ugla settist á slá annars marksins. 7.6.2007 11:03
Yfirmaður Nasa harmar ummæli sín um loftlagsbreytingar Michael Griffin, yfirmaður NASA, hefur formlega beðist afsökunar á ummælum sínum um loftlagsbreytingarnar sem hann lét fjúka í bandarísku útvarpi á dögunum. 7.6.2007 10:49
Lúmskir lyklaþjófar Hafa talibanar fundið nýja leið til þess að berjast gegn hernámsliðinu ? Talsmaður pólska varnarmálaráðuneytisins segir að 1200 manna pólsk hersveit sem send var til Afganistans geti ekki hafið eftirlitsstörf fyrr en eftir nokkrar vikur. Ástæðan er sú að það er búið að stela bíllyklunum þeirra. 7.6.2007 10:45
Margir þröskuldar enn í vegi fyrir álveri í Helguvík Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, segir mjög marga þröskulda vera í vegi fyrir álveri í Hegluvík, þrátt fyrir orkusölusamning Orkuveitunnar og Norðuráls. Þetta kom fram í máli Þórunnar á Alþingi í morgun. 7.6.2007 10:44
Lisa Ekdahl hefði verið sókndjarfari gegn Tyson Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær háðuglega útreið í sænskum fjölmiðlum eftir viðureignina í Stokkhólmi í gær, bæði hjá sænsku leikmönnunum og blaðamönnum. 7.6.2007 10:34
Hjallaskóli í Reykjavík Hjallastefnan mun taka við rekstri leikskólans Laufásborgar. Samningur þar að lútandi var samþykktur af Leikskólaráði borgarinnar í gær. Laufásborg verður þar með fyrsti Hjallaskólinn sem tekur til starfa í Reykjavík. 7.6.2007 10:18
Nýr leikskóli opnar í dag Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri mun formlega opna nýjan leikskóla við Sandavað 7 í Norðlingaholti í dag. Athöfnin hefst þegar borgarstjórinn klippir með leikskólabörnum á borða. 7.6.2007 10:09
Sendiherra afhendir blóðpeninga Sendiherra Bandaríkjanna á Filipseyjum mætti í dag með skjalatöskur troðfullar af peningum til þess að verðlauna fjóra múslima. Þeir gáfu upplýsingar sem leiddu til þess að tveir leiðtogar Abu Sayyaf hryðjuverkasamtakanna voru drepnir. 7.6.2007 10:02
Vilja stöðva fjölkvæni hjá sértrúarsöfnuði Fylkisyfirvöld í Bresku Kólumbíu í Kanada hafa skipað sérstakan saksóknara til ákveða hvort höfða eigi mál á hendur bandarískum sértrúarsöfnuði sem þar hefur sest að. Söfnuðurinn stundar meðal annars fjölkvæni en það er bannað í Kanada. 6.6.2007 23:44
Búið að slökkva eld í verslun Skífunnar við Laugaveg Eldur kviknaði í rafmagnstöflu í verslun Skífunnar við Laugaveg laust eftir klukkan tíu í kvöld. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem var lítill og staðbundinn að sögn slökkviliðsins. 6.6.2007 22:55
Slökkvilið kallað út að húsnæði Skífunnar á Laugavegi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir skömmu að húsnæði verslunarinnar Skífan á Laugavegi. Tilkynning barst um að reyk legði frá rafmagnstöflu í húsinu. 6.6.2007 22:30
Sumarbústaður brann til kaldra kola Eldur kviknaði í sumarbústað við Gufuá í Borgarfirði laust fyrir klukkan fimm í dag. Bústaðurinn varð fljótt alelda og brann til kaldra kola. Engan sakaði. 6.6.2007 22:11
Lögreglan lýsir eftir unglingi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Þorvaldi Erni Thoroddsen, 16 ára Reykvíkingi. Síðast sást til Þorvalds við heimili hans í Reykjavík í gær. 6.6.2007 21:47
Kviknaði í húsbíl í Grafarholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust eftir klukkan fimm í dag eftir að eldur kviknaði í húsbíl í Grafarholtinu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en eldsupptök eru ókunn. 6.6.2007 21:44
Atlantis flytur sólarspegla til alþjóðlegu geimstöðvarinnar Vísindamenn hjá bandarísku geimferðarstofnuninni eru vongóðir um að hægt verði að skjóta geimskutlunni Atlantis á loft frá Canaveral höfða í Flórída næstkomandi föstudag. Geimskutlunni er ætlað að flytja mikilvæga hluti til alþjóðlegu geimstöðvarinnar en upphaflega átti Atlantis að fara á loft fyrir þremur mánuðum. 6.6.2007 20:35
Niðurlæging á Råsunda leikvanginum Leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM var að ljúka og er óhætt að segja að íslenska landsliðið hafi verið niðurlægt af frændum okkur frá Svíþjóð. Svíar unnu 5-0 stórsigur og ljóst að eitthvað róttækt þarf að gerast til að snúa við gengi íslenska liðsins. 6.6.2007 20:26
Laun seðlabankastjóra hafa hækkað um 25 prósent síðan 2005 Hörð samkeppni um hæft starfsfólk á meðal fjármálastofnana réð því að bankaráð Seðlabankans ákvað að hækka laun bankastjóra. Þetta kemur fram í skriflegu svari Helga S. Guðmundssonar, formanns bankaráðs Seðlabankans, við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar 2. Frá ársbyrjun 2005 hafa laun bankastjóra Seðlabankans hækkað um 25 prósent. 6.6.2007 20:15
Sakar DV um að hafa beitt sér á óeðlilegan hátt Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að fara þurfi yfir lög um fjármál stjórnmálaflokka sem sett voru í fyrra. Formaður Framsóknarflokksins sakaði á Alþingi í dag fyrirtæki og einkaaðila um að hafa beitt sér á óeðlilegan hátt í nýafstaðinni kosningabaráttu. 6.6.2007 19:24
Fiskvinnsla áfram á Flateyri Fiskvinnsla verður áfram á Flateyri þrátt fyrir sölu fiskvinnslufyrirtækisins Kambs. Fyrirtækið Oddatá hefur keypt allar fasteignir og tæki Kambs og ætlar að viðhalda vinnslu í byggðarlaginu. Fyrirtækið á engan kvóta en forstjórinn er þó bjartsýnn á framtíð þess. 6.6.2007 19:19
Ætlaði ekki að gera honum mein Maðurinn sem reyndi að stökkva upp í bíl Benedikts páfa á ferð á Péturstorginu í Róm í morgun hefur átt við geðræn vandamál að stríða og vildi með athæfinu vekja athygli á sjálfum sér. Hann mun ekki hafa ætlaði að gera páfa mein. 6.6.2007 19:15
3-0 í hálfleik Fyrri hálfleik í leik Svía og Íslendinga í undankeppni EM var að ljúka og er staðan 3-0. Marcus Allback skoraði fyrsta markið áður en Svenson og Mellberg náðu að koma boltanum framhjá Árna Gauti í marki Íslendinga. 6.6.2007 19:04
Grafalvarlegt að tilkynna ekki um aukaverkanir til Lyfjastofnunar Lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun segir það grafalvarlegt að læknar tilkynni ekki aukaverkanir vegna getnaðarvarnarpillunnar Yasmín, til stofnunarinnar. Tvær ungar íslenskar stúlkur hafa nýlega fengið blóðtappa vegna pillunnar með skömmu millibili og hvorugt tilfellanna var tilkynnt Lyfjastofnun. 6.6.2007 18:54
70% af Öryrkjablokkinni með hitastillingu Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist vegna brunasára sem þeir hlutu hér á landi af of heitu vatni. Sextugur öryrki er í lífshættu eftir brennheita sturtu í blokk Öryrkjabandalagsins við Hátún. Búið er að setja hitastýrð blöndunartæki í sjötíu prósent af íbúðum blokkarinnar. 6.6.2007 18:45
Ætla ekki að skrifa undir loftslagssamninga Bandaríkjamenn ætla ekki að skrifa undir neina loftslagssamninga á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem hófst í Þýskalandi í dag. Deilan um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum eins og dökkt þrumuský. 6.6.2007 18:45
Ríkislögreglustjóri braut ekki gegn jafnræðisreglu í Baugsmálinu Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, braut ekki gegn jafnræðisreglu við meðferð ákæruvalds í sakamáli á hendur Jóhannesi Jónssyni, kaupmanni. Þetta er niðurstaða athugunar Boga Nilsson, ríkissaksóknara, á málinu. Jóhannes hélt því fram að hann hafi ekki setið við sama borð og Jón Gerald Sullenberg í þeim hluta Baugsmálsins er snerist um tollalagabrot. 6.6.2007 17:53
Þorsteinn Ingi Sigfússon verður forstjóri Nýsköpunarmistöðvar Íslands Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor, hefur verið ráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands samkvæmt tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu. Þorsteinn mun hefja störf strax í næstu viku en stofnunin tekur til starfa 1. ágúst næstkomandi þegar Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sameinast. 6.6.2007 17:40
Skammt í að leikur Íslendinga og Svía hefjist Skammt er þangað til leikur Íslendinga og Svía í riðlakeppni Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu hefst í Stokkhólmi. Góð stemning er meðal stuðningsmanna íslenska landsliðsins þrátt fyrir að sparksérfræðingar telji möguleika Íslands frekar litla. 6.6.2007 17:13
„Markmiðið er að viðhalda atvinnu á þessari fallegu eyri“ Kristján Erlingsson, forsvarsmaður Oddatáar sem keypt hefur allar fasteignir og tæki Kambs á Flateyri segir að aðalmarkmiðið með kaupunum sé að tryggja atvinnu á Flateyri. Hann segir mikla óvissu enn vera ríkjandi í málinu en er bjartsýnn á dæmið gangi upp. Kristján segir það ráðast á næstu vikum hvort allir fyrrum starfsmenn Kambs fái vinni í nýja fyrirtækinu. 6.6.2007 17:07
Merkur forleifafundur í Marokkó Gataðar skeljar sem fundust í helli í Marokkó á dögunum gætu verið elstu skartgripir sem vitað er um. Telja viðkomandi vísindamenn þær vera smíðaðar fyrir um það bil 82 þúsund árum. 6.6.2007 17:07
Eldsneytisverð hækkar Skeljungur og N1 hækkaðu verð á eldsneyti í dag. Hjá báðum aðilum námu hækkanirnar um 1,70 krónum fyrir bensínlítrann og 1,50 krónur fyrir lítra af díselolíu. 6.6.2007 17:00
Menningarhátíð Seltjarnarness kynnt Menningarhátíð Seltjarnarness stendur yfir dagana 8 - 10 júní. Hún ber yfirskriftina Seltjarnarnesið, sjórinn og útgerð. Dagskráin verður fjölbreytt og má þar nefna ljósmyndasýningu í bókasafni Seltjarnarness sem ber heitið Systir með sjóhatt. 6.6.2007 16:49
Óttast að Sýrlendingar stefni á stríð Forsætisráðherra Ísraels reyndi í dag að róa þjóðina vegna þráláts orðróms um að Sýrlendingar séu að búa sig undir stríð til þess að endurheimta Golan hæðirnar. Ehud Olmert sagði að Ísrael vildi frið við Sýrland og að forðast yrði allan misskilning sem gæti leitt til átaka. Ísraelskir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að Sýrlendingar séu að fjölga eldflaugaskotpöllum og hermönnum við landamæri ríkjanna. 6.6.2007 16:30
Bað þingmenn um setjast og hafa þögn við upphaf fundar Sturla Böðvarsson, nýkjörinn forseti Alþingis, beindi þeim tilmælum til þingmanna að mæta á réttum tíma og sitja hljóðir í sætum sínum í þingsal. Þessi orð lét hann falla við upphaf þingfundar í dag. 6.6.2007 16:27
Tveir ungir piltar syntu í land eftir að hafa kastast af sæþotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði tvo 16 ára pilta sem köstuðust af sæþotu um hálf tólfleytið í gærkvöld. Þeir voru staddir á Arnarnesvogi um 50 metra frá landi. Nokkur straumur var á þessu svæði sem bar sæþotuna fljótt frá piltunum. 6.6.2007 16:12
Rausnargjöf til Krabbameinsfélagsins Krabbameinsfélagi Íslands barst ómetanleg gjöf 19. maí síðastliðinn þegar fjölskylda Jóhönnu Jóreiðar Þorgeirsdóttur færði félaginu stórgjöf til minningar um hana. Jóhanna lést 21. apríl 2006. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. 6.6.2007 16:11
Grundarfjörður vill kvótann fyrr Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur sent sjávarútvegsráðuneytinu tillögu um að kvóta verði úthlutað fyrr á árinu. 6.6.2007 15:51
Rannsókna- og fræðasetur í Bolungarvík Samningur hefur verið undirritaður um nýtt Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum sem mun taka til starfa í Bolungarvík innan tíðar. Það eru Háskóli Íslands, Náttúrustofa Vestfjarða og Bolungarvíkurkaupstaður sem standa að setrinu. 6.6.2007 15:46
Útvarpskona myrt í Afganistan Ung kona, Zakia Zaki, sem rak útvarpsstöðvar í Afganistan, var skotin til bana fyrir skömmu. Konan var sofandi í rúmi sínu við hliðina á 20 mánaða gömlum syni sínum á heimili þeirra nærri Kabul. Hún var skotin sjö sinnum, þar á meðal í höfuð og brjóst. Börn hennar sakaði ekki. Vitað er að ódæðismennirnir voru þrír en ekki er vitað hverjir þeir voru. Ástæður verknaðarins eru ókunnir. 6.6.2007 15:19
Flugfélög taka gjald fyrir golfsett Flugfélögin SAS og Icelandair eru farin að taka sérstakt gjald fyrir golfsett í ferðum kylfinga á milli landa. Þetta kemur fram á vefnum kylfingur.is. SAS tekur 1.500 kr. fyrir settið i styttri ferðum innan Evrópu en 3.500 kr. í lengri ferðum. Hjá Icelandair er hægt að skrá sig í klúbbinn Icelandair golfers. 6.6.2007 14:44
Sýknuð af morðinu á bankastjóra Guðs Dómstóll í Róm sýknaði í dag fjóra karlmenn og eina konu sem voru sökuð um að hafa myrt ítalska bankamanninn Roberto Calvi fyrir 25 árum. Calvi sem var kallaður bankastjóri Guðs vegna tengsla sinna við páfagarð, fannst hengdur undir Blackfriars brúnni í hjarta Lundúna árið 1982. Vasar hans voru úttroðnir af múrsteinum og peningaseðlum. 6.6.2007 14:35
Tvær nefndir sameinaðar og þeirri þriðju skipt upp Landbúnaðarnefnd og sjávarútvegsnefnd Alþingis voru sameinaðar með lagasetningu á Alþingi í dag. Þá hefur efnahags- og viðskiptanefnd verið skipt í tvennt. 6.6.2007 14:03
Vill fara yfir lög um fjármál stjórnmálaflokka Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að fara þyrfti yfir lög um fjármála stjórnmálaflokka sem sett voru í fyrra í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Það var Guðni Ágústsson sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins við upphaf þingfundar og gerði kosningablað DV og auglýsingu Jóhannesar Jónssonar í Bónus að umtalsefni. 6.6.2007 14:01