Fleiri fréttir

Þungir dómar fyrir Kóka Kóla stuld

Þrír fyrrverandi starfsmenn Kóka Kóla verksmiðjanna hafa verið dæmdir í háar fjársektir og til langrar fangelsisvistar fyrir að reyna að selja Pepsí verksmiðjunum uppskriftina af kókinu. Pepsí lét keppinautinn vita af tilboðinu og var alríkislögreglan þá kölluð til.

Krapi og skafrenningur á Holtavörðuheiði

Vegagerðin varar við miklum krapa og skafrenningi á Holtavörðuheiði. Þá er víða hálka eða hálkublettir á Vestfjörðum og á Vatnsskarði og Þverárfjalli.

Valgerður gefur kost á sér í varaformannsembættið

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti varaformanns Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi flokksins sem haldinn verður í næsta mánuði. Þetta tilkynnti hún á blaðamannafundi í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu í morgun.

Lögreglustjórinn rændur

Bíræfinn vasaþjófur stal veski lögreglustjórans í Osló síðastliðinn mánudag. Lögreglustjórinn var þá á leið tilm útlanda og var í flugvallarlestinni ásamt eiginkonu sinni. Anstein Gjengedal grunar hóp af fólki sem var um borð í lestinni og virtist vera með farangur út um allt.

Sameiginleg sjálfsmorðstilraun

Tvær franskar unglingsstúlkur liggja alvarlega slasaðar á sjúkrahúsi á Korsíku eftir að hafa stokkið út um glugga á heimilum sínum. Stúlkurnar heita Florence og Christina og eru 14 og 15 ára að aldri. Þær stukku nær samtímis út um gluggana, önnur á annari hæð en hin á þriðju.

Játar að hafa dregið að sér fé

Fyrrum gjaldkeri Starfsmannafélags Norðuráls hefur játað fyrir stjórn félagsins að hafa dregið að sér fé úr sjóðum þess. Talið er að maðurinn hafa stolið allt að tveimur milljónum króna.

Bandaríkjaþing samþykkir fjárveitingafrumvarp vegna stríðs í Írak

Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti nú í kvöld frumvarp um fjárveitingar til Íraksstríðsins en miklar deilur hafa staðið um frumvarpið á milli forsetans og demókrata sem eru í meirihluta á þinginu. Ekki er að finna í frumvarpinu tímamörk sem tilgreina hvenær bandaríkjamenn hverfa frá Írak.

Bandaríkjamenn senda Líbönskum stjórnarhermönnum vopn

Líbanskar hersveitir sem eiga í höggi við íslömsk öfgasveitir eiga von á vopnasendingu frá bandaríska hernum á næstu dögum. Enn geysa harðir bardagar í landinu og í tilkynningu frá samtökunum Fatah al-Islam sem barst í dag, er sprengjuárásum á vestræna skóla í landinu hótað, gefist hermenn stjórnarinnar ekki upp.

Grænar grundir á Trafalgar torgi

Þeir sem hafa heimsótt London vita að á Trafalgar torgi er lítið um gróður, hvað þá rennisléttar grasflatir sem myndu sóma sér vel á golfvelli. Þannig er þó umhorfs á torginu í dag þó að breytingin sé aðeins tímabundin.

Rusl sem datt af bíl olli árekstri

Árekstur varð á Sæbraut upp úr klukkan sex í dag. Óhappið varð með þeim hætti að rusl datt af bíl sem var á ferð. Bílinn sem ók á eftir snarhemlaði til þess að keyra ekki á ruslið sem og sá næsti en ekki vildi betur til en svo að þriðji bíllinn sem kom á eftir ók aftan á ökumanninn sem reynt hafði að forðast árekstur.

18 ára menntaskólanemi er Meistarinn

Það var menntskælingurinn Magnús Þorlákur Lúðvíksson sem fór með sigur af hólmi í Meistaranum, spurningaþættinum á Stöð 2, en úrslitaþættinum lauk nú rétt í þessu. Magnús er aðeins 18 ára gamall, hann er yngsti þáttakandinn í sögu kepninnar og þar af leiðandi yngsti sigurvegarinn.

Ævisaga Laxness færa góðar undirtektir í Noregi

Ævisaga Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson kom út í Noregi í síðustu viku og hefur fengið afbragðsgóða dóma gagnrýnenda. Einn helsti bókmenntagagnrýnandi landsins segir bókina eina bestu ævisögu sem hún hafi lesið.

Þrjú til átta ár í að Íranir geti smíðað kjarnavopn

Íranir eiga enn nokkuð í land með að smíða kjarnorkuvop, sé það á annað borð á dagskrá hjá stjórnvöldum, segir yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Mohammad ElBaradai segir að landið eigi ekki kost á kjarnorkuvopnum fyrr en í byrjun næsta áratugar eða jafnvel ekki fyrr en um hann miðjan. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í Lúxembúrg í dag.

Hátt kvótaverð ógnar smærri byggðum

Helsti aflaskipstjóri Grímseyinga segir hátt kvótaverð ógna smærri byggðum um land allt. Ungir menn hafi ekki efni á að taka við og kvótinn seljist því burt til útgerða á stærri stöðum.

Kókheimurinn opnaður í Atlanta

Þekktasta vörumerki heims verður í hávegum haft í Kókheiminum sem var opnaður með pompi og prakt í Atlanta í Bandaríkjunum á dag. Búist er við milljón gestum á ári.

Ráðherrar láta af völdum

Valdaskipti dagsins eru í samræmi við stífar formreglur en í morgun mætti fráfarandi ríkisstjórn á fund forseta þar sem forsætisráðherra baðst lausnar. Framsóknarráðherrar og Sturla Böðvarsson, Sjálfstæðisflokki sátu þá sinn síðasta ríkisráðsfund.

Ríkisstjórnin tekur við völdum á Bessastöðum

Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks með Geir Haarde í forsæti tók formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokks sitja áfram í sínum ráðuneytum en einn nýr kemur í ríkisstjórn frá þeim flokki. Tveir af sex ráðherrum Samfylkingar hafa setið í ríkisstjórn áður.

Staða Íbúðalánasjóðs óljós

Ekkert er fast í hendi með flutning Íbúðalánasjóðs til fjármálaráðuneytisins. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hélt því fram í gær að fjármálaráðuneytið yrði líknardeild fyrir sjóðinn og ríkisstjórnarflokkarnir nýju væru orðnir sammála um að selja hann.

Bruni í Björgvin

Gríðarlegir olíueldar loguðu nærri olíuhreinsunarstöð í Björgvin í Noregi í dag. Mikil sprenging varð í olíutanki. Vinnslustöðin hefur verið notuð sem dæmi um þá stöð sem myndi rísa á Vestfjörðum ef af yrði.

Stjórnir hinna glötuðu tækifæra

Núverandi forseti lýðveldisins talaði í tvígang um að söguleg tækifæri til myndunar félagshyggjustjórnar hefðu glatast, eftir að Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur ákváðu frekar að snúa sér að Sjálfstæðisflokki eftir kosningar 1991 og 1995. Nú má enn heyra menn tala um glatað sögulegt tækifæri til myndunar félagshyggjustjórnar, þegar Samfylkingin hefur myndað stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Maður með exi handtekinn í námunda við drottningu

Breska lögreglan handtók í dag mann rétt áður en Elísabet englandsdrottning hélt í göngutúr á meðal þegna sinna í borginni Huddersfield. Lögreglan réðst að manninum ásamt lífvörðum drottningar og handjárnaði hann eftir nokkur átök.

Dæmdar bætur vegna þýðinga á Friends

Hæstiréttur dæmdi í dag Árna Samúelsson til að greiða þýðandanum Ólafi Jónssyni eina milljón króna í bætur vegna höfundarréttarbrota í tengslum við þýðingar á Friends-þáttunum.

Námusprenging í Rússlandi grandar 38

Að minnsta kosti 38 létust og sex slösuðust í metangassprengju í rússneskri kolanámu í Síberíu í dag. Tæplega 180 manns var bjargað lifandi úr námunni eftir sprenginguna, en tveggja er enn saknað. Náman er í Kemerovo héraði. Í mars síðastliðnum létust 100 manns í sprengingu í annarri námu í héraðinu.

Staðfesti 15 mánaða fangelsisdóm yfir kynferðisbrotamanni

Hæstiréttur staðfesti í dag 15 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmann á þrítugsaldri fyrir að hafa kynferðislega misnotað 13 ára gamla stúlku. Þá var manninum einnig gert að greiða stúlkunni 700 þúsund krónur í miskabætur. Maður krafðist sýknunar en til vara að dómur héraðsdóms yrði mildaður.

Bush: Krítískur tími fyrir Írak

George Bush Bandaríkjaforseti varaði í dag við því að komandi vikur og mánuðir yrðu krítískir fyrir velgengni nýrrar öryggisáætlunar fyrir Írak. Bush talaði við fréttamenn í Hvíta húsinu og sagði síðustu hermenn sem sendir verða til Íraks til að fylgja áætluninni eftir myndu fara þangað um miðjan júní. Hörð átök myndu halda áfram í Írak á þessum tíma.

Var svo miður sín vegna taps að hann gat ekki ekið

Lögregla hafði í nógu að snúast í gærkvöld eftir sigur AC Milan á Liverpool í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Þannig var lögregla kölluð að veitingahúsi á höfuðborgarsvæðinu þar sem fáeinir eldheitir Púlarar höfðu brotið glös í bræði sinni þegar úrslitin lágu fyrir.

Myndband úr lögreglubíl lekur á YouTube

Myndband af eltingarleik lögreglu við mótorhjól hefur lekið á vefsíðuna YouTube. Myndbandið, sem greinilega er úr eftirlitsmyndavél lögreglubíls, sýnir hvar lögregla eltir mótorhjól á ofsahraða um götur Reykjavíkur.

Sjötug kona hrekur innbrotsþjófa á flótta

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í Kópavogi í gær tvo unglingspilta eftir að þeir höfðu brotist inn í einbýlishús í bænum. Húsráðandi, kona á sjötugsaldri, kom að piltunum og náði að hrekja þá í burtu en þó ekki fyrr en þeir höfðu náð að grípa með sér veski konunnar.

Seinfeld stjarna á grænni grein

Það er kallað "Seinfeld bölvunin." Leikurum í Seinfeld þáttaröðinni hefur ekki gengið neitt sérlega vel að fá hlutverk eftir að þættirnir voru slegnir af. Nema hvað Jerry hefur nóg að gera. Það er þó kannski ástæðulaust að vorkenna þeim, því þau voru orðin moldrík á þáttunum.

Mamma barði hákarlinn í klessu

Fimm barna áströlsk móðir barði hákarl svo fast í hausinn með myndavél sinni að hann sleppti taki sínu á fæti hennar og synti burt frá henni og tveimur sonum hennar. Becky Cooke er þrjátíu og átta ára gömul. Hún var ásamt fjölskyldu sinni að vaða í sjónum við ströndina í Perth, þegar hún fann eitthvað skella á fæti sínum af miklum þunga.

Losun gróðurhúsalofttegunda verði helminguð

Shinzo Abe forsætisráðherra Japan lagði í dag til að alþjóðlegt markmið yrði sett um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir árið 2050. Japanir myndu styðja þróunarríki með fjárframlögum ef þau vildu skuldbinda sig til að hefta losunin lofttegundanna.

Eldur í íbúð á Seltjarnarnesi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust eftir klukkan þrjú í dag eftir að eldur kviknaði í íbúð við Eiðismýri á Seltjarnarnesi. Íbúðin var mannlaus og búið er að slökkva eldinn.

SAS fellir niður flug á morgun

Skandinavíska flugfélagið SAS tilkynnti í dag að öll flug frá sænskum flugvöllum yrðu felld niður á morgun vegna verkfalls flugliða. Sænska verkalýðsfélagið HTF sagði að um 800 hundruð flugliðar sem staðsettir eru í Svíþjóð færu í verkfall frá og með morgundeginum. Laun-og vinnuaðstæður eru meðal ágreiningsefna, auk matar- og hvíldartíma.

Lyklaskipti í ráðuneytum

Nýir ráðherrar úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum eru þessa stundina að taka við lyklavöldum í sínum ráðuneytum úr hendi forvera sinna.

Síðasta myndin af Madeleine birt

Fjölskylda Madeleine McCann hefur birt síðustu myndina sem tekin var af telpunni áður en hún hvarf í Portúgal. Á henni er Maddie brosandi og að dingla fótunum ofan í sundlaug með föður sínum og Sean, yngri bróður. Kate McCann móðir stúlkunnar tók myndina daginn sem henni var rænt.

270 milljóna króna kröfur í þrotabú Ágústs og Flosa

Kröfur í þrotabú Ágústs og Flosa á Ísafirði, sem varð gjaldþrota í upphafi árs, nema rúmlega 270 milljónum króna. Eftir því sem segir á vef Bæjarins besta gerir Guðmundur St. Björgmundsson stærstu kröfuna fyrir hönd Dalshúsa ehf. og nemur hún 70 milljónum króna.

Kærastan farin frá Wolfowitz

Maí var ekki góður mánuður fyrir Paul Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Fyrst missti hann vinnuna fyrir að hygla kærustu sinni. Og hann var ekki fyrr búinn að missa vinnuna en kærastan fór frá honum. Bandaríska dagblaðið New York Post segir að Shaha Riza hafi sagt bankastjóranum fyrrverandi upp.

Ný ríkisstjórn tekur við völdum

Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum nú klukkan tvö. Nýir ráðherrar Samfylkingarinnar komu laust fyrir klukkan tvö og vakti athygli að þau Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Kristján Möller samgönguráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra komu saman í bíl á fundinn.

Sjá næstu 50 fréttir