Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. september 2025 20:29 Fannar Jónasson var andlit Grindavíkur í gegnum hamfarirnar. Vísir/Einar Fannar Jónasson stígur upp úr bæjarstjórastóli Grindavíkur eftir þetta kjörtímabil. Hann hefur gegnt þessu embætti í næstum áratug eða síðan í ársbyrjun 2017 og verið andlit bæjarins á óvissu- og erfiðleikatímum. Fannar er landanum vel kunnur enda hefur hann ekki ósjaldan prýtt sjónvarps-, tölvu- og símaskjái undanfarin ár. Hann var einnig kjörinn maður ársins 2023 af lesendum Vísis. Hann verður 68 ára gamall þegar gengið verður til næstu sveitarstjórnakosninga í vetur og segir það góðan tímapunkt til að segja skilið við sveitarstjórnarmálin. Þessu greinir hann frá í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir. Fannar er fæddur í Reykjavík en ólst upp á Hellu þar sem hann bjó lengst af. Hann sótti um starf bæjarstjóra í Grindavík eftir að Hrafnhildur eiginkona hans sá það auglýst. Í kjölfarið settist fjölskyldan að í bænum. Hann var síðan endurráðinn í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2018. Eðlilega var stórum hluta viðtalsins varið í að ræða jarðhræringarnar. Í viðtalinu rifjaði hann upp atburðarásina daginn örlagaríka 10. nóvember þegar Grindavík var fyrst rýmd. „Mín staða og okkar hjóna var mun betri en margra Grindvíkinga. Við héldum bæði atvinnu okkar og komumst strax í öruggt skjól, vorum ekki með ung börn o.s.frv. svo ég líki ekki okkar aðstæðum við það sem margir aðrir bjuggu við. Það var einfaldlega ekkert annað í boði en að takast á við stöðuna eins og hún var orðin, en það hefði verið óhugsandi án hins öfluga stuðnings ríkisins, sveitarfélaganna í landinu og ekki síst Reykjavíkurborgar. Strax á laugardeginum var Dagur B Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, búinn að opna faðm Reykjavíkurborgar og dyr ráðhússins og þangað vorum við komin inn í fullbúið skrifstofurými fyrir alla stjórnsýslu Grindavíkurbæjar á öðrum virkum degi eftir rýmingu. Við Grindvíkingar vorum gripin í þetta mikla öryggisnet og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur,“ segir hann. Fannar segir miklar áskoranir framundan fyrir arftaka sinn og bæjrastjórn að endurreisa Grindavík. „Tækifærin í ferðaþjónustu voru svo sannarlega fyrir hendi fyrir hamfarir, hvað þá núna og er ég sannfærður um að þegar uppbygging hefst af krafti, að þá verði Grindavík fljót að ná vopnum sínum og trúi og vona að sem flestir Grindvíkingar snúi heim að nýju,“ segir Fannar í samtali við Víkurfréttir. Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tímamót Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Fannar er landanum vel kunnur enda hefur hann ekki ósjaldan prýtt sjónvarps-, tölvu- og símaskjái undanfarin ár. Hann var einnig kjörinn maður ársins 2023 af lesendum Vísis. Hann verður 68 ára gamall þegar gengið verður til næstu sveitarstjórnakosninga í vetur og segir það góðan tímapunkt til að segja skilið við sveitarstjórnarmálin. Þessu greinir hann frá í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir. Fannar er fæddur í Reykjavík en ólst upp á Hellu þar sem hann bjó lengst af. Hann sótti um starf bæjarstjóra í Grindavík eftir að Hrafnhildur eiginkona hans sá það auglýst. Í kjölfarið settist fjölskyldan að í bænum. Hann var síðan endurráðinn í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2018. Eðlilega var stórum hluta viðtalsins varið í að ræða jarðhræringarnar. Í viðtalinu rifjaði hann upp atburðarásina daginn örlagaríka 10. nóvember þegar Grindavík var fyrst rýmd. „Mín staða og okkar hjóna var mun betri en margra Grindvíkinga. Við héldum bæði atvinnu okkar og komumst strax í öruggt skjól, vorum ekki með ung börn o.s.frv. svo ég líki ekki okkar aðstæðum við það sem margir aðrir bjuggu við. Það var einfaldlega ekkert annað í boði en að takast á við stöðuna eins og hún var orðin, en það hefði verið óhugsandi án hins öfluga stuðnings ríkisins, sveitarfélaganna í landinu og ekki síst Reykjavíkurborgar. Strax á laugardeginum var Dagur B Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, búinn að opna faðm Reykjavíkurborgar og dyr ráðhússins og þangað vorum við komin inn í fullbúið skrifstofurými fyrir alla stjórnsýslu Grindavíkurbæjar á öðrum virkum degi eftir rýmingu. Við Grindvíkingar vorum gripin í þetta mikla öryggisnet og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur,“ segir hann. Fannar segir miklar áskoranir framundan fyrir arftaka sinn og bæjrastjórn að endurreisa Grindavík. „Tækifærin í ferðaþjónustu voru svo sannarlega fyrir hendi fyrir hamfarir, hvað þá núna og er ég sannfærður um að þegar uppbygging hefst af krafti, að þá verði Grindavík fljót að ná vopnum sínum og trúi og vona að sem flestir Grindvíkingar snúi heim að nýju,“ segir Fannar í samtali við Víkurfréttir.
Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tímamót Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira