Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Oddur Ævar Gunnarsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 14. september 2025 19:31 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir aðgerðina lið í að fyrirbyggja það að glæpasamtök skjóti hér rótum. Vísir/Ívar Fannar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í umfangsmiklar aðgerðir í gærkvöldi í Auðbrekku í Kópavogi með aðstoð sérsveitar þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Þrír voru handteknir á vettvangi en lögregla hefur varist allra frétta af málinu. Mikið umstang í Auðbrekku Það var klukkan níu í gærkvöldi sem Hells Angels á Íslandi höfðu boðað til samkvæmis í Kópavogi, samkvæmis sem auglýst var með sérstöku plakati á ensku. Klukkutíma áður hóf lögreglan aðgerðir á vettvangi sem vöktu gríðarlega athygli sökum umstangs. Fjöldi grímuklæddra lögreglumanna auk sérsveitarmanna mætti á svæðið og var Skeljabrekku lokað. Leitað var á þeim sem sóttu samkvæmið auk þess sem dróni var nýttur til þess að vakta húsnæðið. Lögregla hefur í dag veitt afar takmarkaðar upplýsingar. Þremur sem handteknir voru hafi verið sleppt en lögregla vildi ekki veita upplýsingar um það hvers vegna þeir voru handteknir. Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við hafa borið sig aumlega og sagt um vinafund að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu voru um tuttugu manns í samkvæminu í gærkvöldi. Hells Angels samtökin eru á lista Europol yfir glæpasamtök og hafa íslensk lögregluyfirvöld um árabil lýst yfir miklum áhyggjum af starfsemi þeirra hér á landi og því að þau nái fótfestu í íslensku samfélagi allt frá því að þau gerðu fyrst vart um sig á landinu árið 2009. Aukin áhersla á forvirkar aðgerðir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir lögregluna leggja aukna áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn skipulögðum glæpahópum. Kæfa þá í fæðingu, eins og hún kemst að orði. „Íslenska lögreglan, rétt eins og í löndunum í kringum okkur, hefur verið að einblína mjög mikið á hópa og samtök sem eru skilgreind sem skipulögð glæpasamtök. Hells Angels eru það og það er ekki að ástæðulausu. Þrátt fyrir að ég hafi ekki upplýsingar um meðlimi þessara samtaka hér á landi þá hefur það verið þannig að samtökin eins og önnur glæpasamtök hafa verið ábyrg fyrir mjög miklu af alvarlegum afbrotum. Þau hafa verið tengd við fíknefnasölu og átök á milli hópa,“ segir hún. Einstaklingar sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi með einhverjum hætti séu gerendur í töluvert stóru hlutfalli afbrota. „Það sem veldur fólki líka áhyggjum er að almenna mynstrið á Norðurlöndunum er að ýmis svona glæpasamtök eru að fá unga meðlimi, sem hafa kannski verið að brjóta af sér áður en þeir gengu til liðs við samtökin, en eftir að þeir eru orðnir hluti af samtökunum eykst brotahegðunin svo mikið,“ segir Margrét. „Eins og hefur komið fram, að kæfa starfsemina í fæðingu. Það hefur verið lögð mikil áhersla á að fara í auknar forvirkar aðgerðir í stað þess að vera að bregðast við afbrotum þegar þau koma upp. Ég myndi ætla að þetta sé liður í því,“ segir hún. Forvirk aðgerð eða brot á friðhelgi einkalífsins Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við á gleðskapnum í gær sögðu hins vegar ekkert tilefni til slíks viðbúnaðar og sögðu hann sóun á peningi skattgreiðenda. „Þetta er áskorun sem lögreglan stendur frammi fyrir. Annars vegar að vernda borgarana fyrir afbrotum og svo hins vegar að virða réttindi borgaranna, í þessu tilfelli til þess að koma saman og hittast. Væntanlega hefur lögreglan einhverjar upplýsingar, sem ég hef ekki aðgang að, sem gerir það að verkum að þeir hafi talið þetta mikilvæga aðgerð,“ segir Margrét. Lögreglumál Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Mikið umstang í Auðbrekku Það var klukkan níu í gærkvöldi sem Hells Angels á Íslandi höfðu boðað til samkvæmis í Kópavogi, samkvæmis sem auglýst var með sérstöku plakati á ensku. Klukkutíma áður hóf lögreglan aðgerðir á vettvangi sem vöktu gríðarlega athygli sökum umstangs. Fjöldi grímuklæddra lögreglumanna auk sérsveitarmanna mætti á svæðið og var Skeljabrekku lokað. Leitað var á þeim sem sóttu samkvæmið auk þess sem dróni var nýttur til þess að vakta húsnæðið. Lögregla hefur í dag veitt afar takmarkaðar upplýsingar. Þremur sem handteknir voru hafi verið sleppt en lögregla vildi ekki veita upplýsingar um það hvers vegna þeir voru handteknir. Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við hafa borið sig aumlega og sagt um vinafund að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu voru um tuttugu manns í samkvæminu í gærkvöldi. Hells Angels samtökin eru á lista Europol yfir glæpasamtök og hafa íslensk lögregluyfirvöld um árabil lýst yfir miklum áhyggjum af starfsemi þeirra hér á landi og því að þau nái fótfestu í íslensku samfélagi allt frá því að þau gerðu fyrst vart um sig á landinu árið 2009. Aukin áhersla á forvirkar aðgerðir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir lögregluna leggja aukna áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn skipulögðum glæpahópum. Kæfa þá í fæðingu, eins og hún kemst að orði. „Íslenska lögreglan, rétt eins og í löndunum í kringum okkur, hefur verið að einblína mjög mikið á hópa og samtök sem eru skilgreind sem skipulögð glæpasamtök. Hells Angels eru það og það er ekki að ástæðulausu. Þrátt fyrir að ég hafi ekki upplýsingar um meðlimi þessara samtaka hér á landi þá hefur það verið þannig að samtökin eins og önnur glæpasamtök hafa verið ábyrg fyrir mjög miklu af alvarlegum afbrotum. Þau hafa verið tengd við fíknefnasölu og átök á milli hópa,“ segir hún. Einstaklingar sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi með einhverjum hætti séu gerendur í töluvert stóru hlutfalli afbrota. „Það sem veldur fólki líka áhyggjum er að almenna mynstrið á Norðurlöndunum er að ýmis svona glæpasamtök eru að fá unga meðlimi, sem hafa kannski verið að brjóta af sér áður en þeir gengu til liðs við samtökin, en eftir að þeir eru orðnir hluti af samtökunum eykst brotahegðunin svo mikið,“ segir Margrét. „Eins og hefur komið fram, að kæfa starfsemina í fæðingu. Það hefur verið lögð mikil áhersla á að fara í auknar forvirkar aðgerðir í stað þess að vera að bregðast við afbrotum þegar þau koma upp. Ég myndi ætla að þetta sé liður í því,“ segir hún. Forvirk aðgerð eða brot á friðhelgi einkalífsins Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við á gleðskapnum í gær sögðu hins vegar ekkert tilefni til slíks viðbúnaðar og sögðu hann sóun á peningi skattgreiðenda. „Þetta er áskorun sem lögreglan stendur frammi fyrir. Annars vegar að vernda borgarana fyrir afbrotum og svo hins vegar að virða réttindi borgaranna, í þessu tilfelli til þess að koma saman og hittast. Væntanlega hefur lögreglan einhverjar upplýsingar, sem ég hef ekki aðgang að, sem gerir það að verkum að þeir hafi talið þetta mikilvæga aðgerð,“ segir Margrét.
Lögreglumál Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira