Fleiri fréttir

3 til 8 ár í kjarnorkuvopn

Að öllu óbreyttu verða Íranar búnir að framleiða sín fyrstu kjarnorkuvopn inna þriggja til átta ára. Þetta fullyrti Mohamed El Baradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, á alþjóðaráðstefnu um kjarnorkuvá sem hófst í Lúxembúrg í morgun.

Bleikja á Bessastöðum

Fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins situr nú að snæðingi á Bessastöðum eftir ríkisráðsfund í morgun. Við hádegisverðinn eru einnig makar ráðherra.

Hvetur stjórnvöld til að skrifa undir fleiri mannréttindasamninga

Íslendingar hafa ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International hvetur nýja ríkisstjórn til að gera það og skrifa undir aðra mikilvæga mannréttindasamninga.

Ráðist á Íslending í Malaví

Allir starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hafa verið fluttir frá Monkey Bay í Malaví tímabundið vegna árásar á íslenskan starfsmann þar í fyrrinótt. Yfirvöld í Malaví hafa ekki hafa haft hendur í hári fjögurra manna sem réðust vopnaðir inn á heimili mannsins og rændu þaðan öllu verðmætu. Maðurinn var keflaður og lífverðir hans læstir inni í útihúsi.

Hvalveiðar skaða

Tvöhundruð afbókanir í ferðaþjónustu gætu eytt hagnaði af sölu hvalkjöts, segir rekstrarráðgjafi sem kynnti skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða í morgun. Þar kemur fram að hvalveiðar eru líklegri til að valda íslensku efnahagslífi skaða en ábata.

Jón fær biðlaun í þrjá mánuði en flokksfélagar í sex

Jón Sigurðsson fráfarandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fær greidd biðlaun ráðherra í þrjá mánuði. Aðrir fráfarandi ráðherrar Framsóknarflokksins fá hins vegar greidd biðlaun í sex mánuði.

Pilla sem stöðvar blæðingar

Ný pilla er í þróun hjá lyfjafyrirtækinu Wyeth. Ber hún nafnið Lybrel og er ætluð konum sem vilja stöðva blæðingar. Allar getnaðarvarnarpillur virka þannig að þær stöðva egglos og bæla tíðir. Venjulega er pillan ekki tekin í eina viku á hverjum tíðahring og konur fara því á blæðingar eins og venjulega.

Landsvirkjun opnar vef vegna Þjórsárvirkjana

Landsvirkjun hefur opnað sérstakan vef með upplýsingum um áform um þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Þetta eru Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Vefslóðin er www.thjorsa.is en einnig er hægt að tengjast vefnum af heimasíðu Landsvirkjunar.

Opnað fyrir lóðaumsóknir í Úlfarsárdal

Búið er að opna fyrir umsóknir vegna lóða í Úlfarsárdal en alls er um 115 lóðir að ræða. Lóðum verður úthlutað á föstu verði og eru dýrustu lóðirnar metnar á 11 milljónir króna. Áætlanir gera ráð fyrir að hverfið byggist hratt upp og að þar muni búa um 10 þúsund manns.

Mikil aukning umferðarlagabrota

Umferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum og Seyðifirði hafa aukist um 140 prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Í síðasta mánuði voru 121 ökumaður tekinn í umdæminu vegna umferðarlagabrots en í sama mánuði í fyrra voru þeir 37 talsins. Aukið eftirlit og markvissari stýring umferðareftirlits skýrir að mestu þessa fjölgun.

McDonalds vill breyta skilgreiningu á McStarfi

Skyndibitarisinn McDonalds hefur farið fram á að skilgreining á hugtakinu McJob verði breytt. Í enskum orðabókum er orðið skýrt sem lýsing á starfi sem sé ekki hvetjandi, illa borgað og bjóði upp á lítinn ávinning eða möguleika á stöðuhækkun. McDonalds segir að þessi lýsing sé úrelt og móðgandi.

Ríkisstjórnin taki á vanda sjávarþorpanna án tafar

Kristinn H. Gunnarsson var kjörinn þingflokksformaður Frjálslynda flokksins á fundi í gær. Varaformaður er Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson er ritari. Á fundinum var einnig samþykkt ályktun vegna stöðunnar sem upp er komin á Flateyri.

Tölvum stolið úr Golfskála Kiðjabergs í Grímsnesi

Brotist var inn í golfskálann hjá Golfklúbbi Kiðjabergs í Grímsnesi í gærkvöldi eða nótt og ýmsu stolið þaðan. Þjófurinn eða þjófarnir höfðu á brott með sér þrjár tölvur, þar af tvær splunkunýjar, áfengi og eitthvað af peningum.

Vill banna hundaföt

Tíu ára gömul norsk telpa hefur skrifað Dýraverndarráði landsins og krafist þess að fólki verði bannað að klæða hunda sína í föt, skó, sólgleraugu og annað prjál. Lotta Nilsson segir að það sé dýrunum óeðlilegt að hafa þetta utan á sér og að þau líði fyrir það. Dýraverndarráðið er sammála Lottu.

Bretland: Þrír grunaðir hryðjuverkamenn strjúka

Breska lögreglan tilkynnti í gærkvöldi að þrír grunaðir hryðjuverkamenn sem hafa verið í nokkurs konar stofufangelsi hafi strokið. Ákvörðun Scotland Yard um að létta nafnleynd yfir mönnunum þykir benda til hversu alvarlegum augum hvarf mannanna er litið. Tveir þeirra eru bræður manns sem var fangelsaður í síðasta mánuði fyrir að skipuleggja sprengjuárásir í Bretlandi.

Rekstur Konukots tryggður til áramóta

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur samið við Reykjavíkurdeild Rauða Kross Íslands um áframhaldandi rekstur Konukots næstu sex mánuði. Konukot hefur verið starfandi síðan árið 2004 en þar geta heimilislausar konur leitað athvarfs.

Elsti Vestfirðingurinn 103 ára í dag

Torfhildur Torfadóttir, íbúi á Hlíf íbúðum aldraðra á Ísafirði og elsti Vestfirðingurinn, er 103 ára í dag. Fram kemur á vef Bæjarins besta að Torfhildur sem jafnframt fjórði elsti Íslendingurinn.

Kenna stuðningsmönnum Liverpool um vandræðin

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kennt áhangendum Liverpool um vandræðin fyrir leikinn. Óeirðalögregla í Aþenu notaði táragas og kylfur til þess að hafa stjórn á aðdáendunum þegar þeim var sagt að snúa heim á leið þar sem leikvangurinn væri fullur.

Rannsaka hugsanlegt fuglaflensusmit í Wales

Verið er að rannsaka hvort fuglaflensa hafi brotist út í Norður-Wales. Dauðir fuglar fundust Denbighshire-héraði sem er landsbyggðarhérað en breskir miðlar segja lítið annað vitað um málið.

Fjórtán prósent dönsku þjóðarinnar glíma við offitu

750 þúsund Danir, eða um 14 prósent dönsku þjóðarinnar, þjást af offitu samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð hefur verið þar í landi. Greint er frá niðurstöðunum á vef Jótlandspóstsins en skýrslan var unnin að beiðni heilbrigðisráðuneytis Danmerkur.

60 metra eldsúlur standa til himins í Björgvin

Gríðarlegir olíueldar geisa í olíuhreinsunarstöð í Björgvin í Noregi, eftir að þar varð mikil sprenging í morgun. Eldsúlurnar standa 50 til 60 metra í loft upp og verið er að rýma næsta nágrenni. Ekki er vitað um manntjón á þessari stundu. Slökkvilið og björgunarsveitir streyma til Björgvinjar úr nágrannabæjum og herþyrlur hafa einnig verið sendar á vettvang.

Umdeild auglýsing frá danska lögregluskólanum

Auglýsing frá lögregluskólanum í Danmörku hefur valdið úlfaþyt í Danmörku. Í auglýsingunni er reynt að lokka ungt fólk til náms í skólanum á þeirri forsendu að það fái að nota byssu. Birting auglýsingarinnar þykir koma á heldur slæmum tíma fyrir yfirvöld því lögreglumenn í Danmörku hafa sætt gagnrýni fyrir að vera snöggir til þegar kemur að notkun skotvopna.

Ráðist á Íslending í Malaví

Íslenskur starfsmaður Þróunarstofnunar Íslands var rændur í Malaví í bænum Monkey Bay við Malavívatn. Frá þessu var greint í seinni fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Allir starfsmenn stofnunarinnar hafa verið fluttir frá svæðinu og skrifstofu stofnunarinnar hefur verið lokað uns öryggi starfsmanna hefur verið tryggt.

Eldur í fjölbýlishúsi í Njarðvík

Betur fór en á horfðist í Njarðvík í kvöld þegar eldur kom upp í stigagangi þriggja hæða fjölbýlishúss. Kveikt var í blaðastafla og töluverður reykur myndaðist í húsinu. Nokkuð víst þykir að um íkveikju hafi verið að ræða.

AC Milan er Evrópumeistari 2007

AC Milan frá Ítalíu fagnaði nú rétt áðan sigri í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Aþenu í Grikklandi. Markahrókurinn Pippo Inzaghi kom Milan á bragðið á lokaandartökum fyrri hálfleiks þegar aukaspyrna Andrea Pirlo hrökk af höndinni á honum og í netið.

Reykurinn reyndist vera hitavatnsgufa

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var nú fyrir stundu kallað að bátaskýli í Hafnarfirði. Tilkynnt hafði verið um að reykur bærist frá skýlinu en þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn kom í ljós að um hitavatnsleka var að ræða.

Óljóst orðalag í yfirlýsingu um Írak

Ísland verður ekki tekið af lista hinna staðföstu þó það hafi verið skýr vilji verðandi utanríkisráðherra fyrir kosningar. Ný ríkisstjórn harmar stríðsreksturinn í Írak en forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ yfirlýsinguna óljósa.

Jafnræði milli flokkanna í ríkisstjórn

Þingvallastjórnin er helmingaskiptastjórn þegar tekið er tillit til hvoru tveggja, skiptingu ráðuneyta og stjórnarsáttmálans, segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur.

Óljós sáttmáli segir stjórnarandstaðan

Fátt stendur eftir af kosningaloforðum Samfylkingarinnar í nýjum stjórnarsáttmála, segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. Formaður Framsóknarflokksins telur Samfylkingu hafa samið af sér. Leiðtogar tilvonandi stjórnarandstöðu segja sáttmálann óljósan.

Íbúar Napólí í rusli

Ítalska borgin Napólí er að fyllast af sorpi. Heilu fjöllin af rusli hafa myndast á götum borgarinnar og fara þau hækkandi með degi hverjum. Ástæðan fyrir þessu er ekki verkfall á meðal sorphirðumanna, heldur sú einfalda staðreynd að ruslahaugar borgarinnar eru fullir.

Tónlist.is hefur staðið við allar skuldbindingar gagnvart Senu

Útgáfufyrirtækið Sena hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta síðustu daga þess efnis að tónlistarveitan Tónlist.is hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart flytjendum, útgefendum og höfundum. Eiður Arnarsson, forstöðumaður tónlistardeildar Senu segir í tilkynningunni að Tónlist.is hafi að fullu staðið við allar skuldbindingar gagnvart Senu, og að það hafi fyrirtækið gert frá upphafi.

Pilla sem stöðvar tíðarhring

Fyrsta getnaðarvarnarpillan sem hönnuð er til að stöðva blæðingar kvenna hefur verið samþykkt til almennrar notkunar í Bandaríkjunum. Matvæla- og lyfjaeftirlitið studdi samfellda notkun pillunnar Lybrel sem framleidd er af Wyeth. Sé pillan tekin daglega getur hún stöðvað mánaðartíðir auk þess að koma í veg fyrir getnað.

Fjöldi fíkniefnabrota fer hratt vaxandi

Eignarspjöllum og ölvunarakstursbrotum fjölgaði í síðastliðnum aprílmánuði samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir aprílmánuð. Fjöldi fíkniefnabrota hefur farið vaxandi undanfarin tvö ár en 185 brot voru framin í apríl.

Sportbarir að fyllast fyrir leik Liverpool og AC Milan

Mikil stemning hefur myndast á ölstofum á höfuðborgarsvæðinu fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu milli Liverpool og AC Milan. Fyrstu gestir á sportbarnum Players í Kópavogi voru mættir áður en staðurinn opnaði í morgun. Þar bíða nú um 200 manns eftir að leikurinn hefjist.

Styttist í stóru stundina í Meistaradeildinni

Það ríkir mikil eftirvænting hjá stuðningsmönnum Liverpool og AC Milan sem í kvöld leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. AC Milan hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari en Liverpool fimm sinnum Leikurinn hefst klukkan 18:45 í kvöld en upphitun fyrir leikinn hefst á Sýn klukkan 18:00. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að sjá upphitun Stöðvar 2 í hádeginu.

Tyrkneska konan með 12 kg af sprengiefni

Kona sem tyrkneska lögreglan tók höndum í suðurhluta Tyrklands í dag áætlaði að gera sjálfsmorðsárás. Konan var handtekin í borginni Adana. Ilhan Atis ríkisstjóri borgarinnar sagði fréttastofunni Anatolian að konan hefði verið með rúmlega 12 kg af sprengiefni, þar af tvær handsprengjur og 12 hvellhettur.

Eldflaugavarnir í A-Evrópu skaðlegar

Rússar hafa engan áhuga á samvinnu við Bandaríkin vegna áforma þeirra um að koma upp eldflaugavörnum í Austur-Evrópu. Vladimir Putin forseti Rússlands sagði ekkert nýtt vera í áætlunum Bandaríkjamanna og þeim hefði ekki tekist að fullvissa Rússa um nauðsyn varnanna eða samvinnu. Skoðun Rússa sé sú að varnarkerfið sé fullkomlega skaðlegt.

Sjá næstu 50 fréttir