Vill drónavarnir á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2025 21:00 Arnór Sigurjónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Lýður Valberg Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir atburði síðustu daga sýna að íslensk stjórnvöld þurfi að skoða að setja upp drónaloftvarnir. Rússar flugu drónum tvisvar inn fyrir lofthelgi NATO-ríkja í síðustu viku. Aðfaranótt miðvikudags skaut pólski herinn niður rússneska dróna sem yfirvöld segja hafa sveimað inni í pólskri lofthelgi. Boðað var til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kjölfarið, að beiðni Pólverja. Á föstudag tilkynnti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins að það hygðist efla varnir sínar í austurhluta Evrópu. Í gærkvöldi var svo greint frá því að Rússar hafi aftur flogið inn í lofthelgi Atlantshafsbandalagsríkis, nú hjá Rúmeníu. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir afar ólíklegt að þetta hafi verið óviljaverk. „Tilgangurinn er að kanna viðbrögð Atlantshafsbandalagsins. Ögra því jafnvel og kanna hversu langt þeir komast. Hvað þeir geta gert,“ segir Arnór. Arnór segir það þurfa að efla loftvarnir. „Það þarf einnig að kanna alvarlega hvort það sé ekki við hæfi að setja upp bannsvæði við flugi meðfram landamærum Úkraínu. Milli Póllands og Úkraínu og Rúmeníu og Úkraínu,“ segir Arnór. Þá þurfi íslensk stjórnvöld að skoða sínar varnir. „Þetta er nýr veruleiki í öllum vörnum landa. Eitthvað sem við þurfum að takast á við. Við þurfum að þróa getu og kunnáttu. Við þurfum að hafa búnað til að takast á við þessa vá. Eina leiðin til þess er, að mínu mati, að koma upp drónaloftvörnum. Sambærilegt því sem sprengjudeild Landhelgisgæslunnar hefur verið að gera við að eyða heimatilbúnum sprengjum. Af hverju komum við ekki upp deild drónavarna, sem hægt er að grípa til ef þörf krefur?“ spyr Arnór. Rússland Öryggis- og varnarmál Rúmenía Pólland NATO Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Aðfaranótt miðvikudags skaut pólski herinn niður rússneska dróna sem yfirvöld segja hafa sveimað inni í pólskri lofthelgi. Boðað var til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kjölfarið, að beiðni Pólverja. Á föstudag tilkynnti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins að það hygðist efla varnir sínar í austurhluta Evrópu. Í gærkvöldi var svo greint frá því að Rússar hafi aftur flogið inn í lofthelgi Atlantshafsbandalagsríkis, nú hjá Rúmeníu. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir afar ólíklegt að þetta hafi verið óviljaverk. „Tilgangurinn er að kanna viðbrögð Atlantshafsbandalagsins. Ögra því jafnvel og kanna hversu langt þeir komast. Hvað þeir geta gert,“ segir Arnór. Arnór segir það þurfa að efla loftvarnir. „Það þarf einnig að kanna alvarlega hvort það sé ekki við hæfi að setja upp bannsvæði við flugi meðfram landamærum Úkraínu. Milli Póllands og Úkraínu og Rúmeníu og Úkraínu,“ segir Arnór. Þá þurfi íslensk stjórnvöld að skoða sínar varnir. „Þetta er nýr veruleiki í öllum vörnum landa. Eitthvað sem við þurfum að takast á við. Við þurfum að þróa getu og kunnáttu. Við þurfum að hafa búnað til að takast á við þessa vá. Eina leiðin til þess er, að mínu mati, að koma upp drónaloftvörnum. Sambærilegt því sem sprengjudeild Landhelgisgæslunnar hefur verið að gera við að eyða heimatilbúnum sprengjum. Af hverju komum við ekki upp deild drónavarna, sem hægt er að grípa til ef þörf krefur?“ spyr Arnór.
Rússland Öryggis- og varnarmál Rúmenía Pólland NATO Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira