Innlent

Hátt kvótaverð ógnar smærri byggðum

Helsti aflaskipstjóri Grímseyinga segir hátt kvótaverð ógna smærri byggðum um land allt. Ungir menn hafi ekki efni á að taka við og kvótinn seljist því burt til útgerða á stærri stöðum.

Fá byggðarlög eiga eins mikið undir fiskveiðum og Grímsey. Þaðan eru nú gerðir út tólf bátar og þeir hafa kvóta upp á 3.500 tonna veiði, sem skilar um 700 milljóna króna aflaverðmæti á land á ári, aðallega í þorski. Verð á aflaheimildum er orðið svo hátt að ef allur kvóti Grímseyinga yrði seldur fengjust hátt tíu milljarðar króna fyrir pakkann, eða að jafnaði um áttahundruð milljónir króna á hvern bát í eynni. Það er því ekki einfalt mál fyrir unga menn að kaupa slíkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×