Innlent

Myndband úr lögreglubíl lekur á YouTube

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Myndband af eltingarleik lögreglu við mótorhjól hefur lekið á vefsíðuna YouTube. Myndbandið, sem greinilega er úr eftirlitsmyndavél lögreglubíls, sýnir hvar lögregla eltir mótorhjól á ofsahraða um götur Reykjavíkur.

Notandinn sem setur myndbandið inn á síðuna heitir haffmanzx10r og er að eigin sögn 33 ára íslenskur karlmaður.

Lögreglunni í Reykjavík var bent á myndbandið í dag og vinnur hún nú að rannsókn á því hvernig það lak út.

Myndbandið má sjá hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×