Innlent

Ráðherrar láta af völdum

Valdaskipti dagsins eru í samræmi við stífar formreglur en í morgun mætti fráfarandi ríkisstjórn á fund forseta þar sem forsætisráðherra baðst lausnar. Framsóknarráðherrar og Sturla Böðvarsson, Sjálfstæðisflokki sátu þá sinn síðasta ríkisráðsfund.

Laust fyrir klukkan hálf ellefu í morgun mætti fráfarandi ríkisstjórn á Bessastaði til að skila af sér völdum. Hver af öðrum mættu ráðherrarnir á vettvang og ljóst að einungis tæplega helmingurinn af þeim hópi myndi sitja áfram. Ráðherrar Framsóknarflokks voru á leið á sinn síðasta fund og með þeim hverfur einnig úr ríkisstjórn Sturla Böðvarsson, sem verður forseti þingsins næstu tvö árin. Á formlegum ríkisráðsfundi baðst Geir H Harde lausnar fyrir sig og ráðuneytis sitt.

Um hádegisbil mættu makar fráfarandi ríkisstjórnar á Bessastaði og hádegisverður var snæddur í boði forseta Íslands. Á meðan aðalrétturinn, bleikjan var snædd, sat forsetinn í raun með alvald í höndum því ríkisstjórnin hafði fengið lausn og tveir tímar í að ný tæki við. Að loknum hádeisverði hurfu frams útí rokið og leituðu að bílunum sínum í hvassviðirnu á planinu fyrir framan Bessastaði - þeim bílum sem þeir urðu að skila af sér síðdegis. Sjö ráðherrar úr samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru orðnir fyrrverandi ráðherrar án þæginda ráðherrabíla og bílstjóra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×