Innlent

Ríkisstjórnin tekur við völdum á Bessastöðum

Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks með Geir Haarde í forsæti tók formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokks sitja áfram í sínum ráðuneytum en einn nýr kemur í ríkisstjórn frá þeim flokki. Tveir af sex ráðherrum Samfylkingar hafa setið í ríkisstjórn áður.

Forseti skipar ráðherra og veitir þeim lausn - segir í fimmtándu grein stjórnarskrárinnar. Og þessi formskipan er staðfest á ríkisráðsfundi og þar tók ný ríkisstjórn Geirs H. Haarde við völdum klukkan tvö í dag.

Þetta er 28. ríkisstjórn íslands á lýðveldistímanum. Þetta er söguleg ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem hefur þegar verið samfellt í ríkisstjórn frá því Davíð Oddsson myndaði Viðeyjarstjórnina fyrir 16 árum. Það blés herssilega um nýja ráðherra á Bessastöðum í dag þegar þeir stilltu sér upp fyrir hefðbundna myndatöku á tröppum embættsibústaðar forseta að ríkisráðsfundi loknum. Nýju ráðherrarnir voru að máta í munni sér nýja titla - titla sem bera með sér völd landsstjórnarinnar.

ISG fer sér varlega í pólitískum yfirlúysingum á fyrsta degi og vildi til dæmis ekki blása af framboð Íslands í Öryggisráðið en ekki var stafur um það mál í stefnuyfirlýsingunni.

Nýr viðskitparáðherra ætlar að einhenda sér í að mynda góð tengsl við fjármálaheiminn og viðskiptalífið.

Það á að gera stórátak í samgöngumálum segir stefnuskrár nýrrar stjórnar - ekki bara á landsbyggð heldur einnig höfuðborgarsvæðinu.

Heilbrigðisráðherrann nýji þurfti að dvelja á sjúkrahúsi í vetur vegna brunasára og gantaðist með það að hann hefði kynnst heilbrigðiskerfinu á eigin skinni. Það hefur oft verið átök í þessu ráðuneyti en nýr ráðherra óttast ekki átök.

Fjórar konur eru í ríkisstjórninni, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir veðrur áfram menntamálaráðherra. Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, stjórnmálafræðingur verður umhverfisráðherra og Jóahnna Sigurðardóttir veðrur félagsmálaráðherra í velferðarráðuneytinu nýja sem tekur drjúgan hluta tryggingarmála frá heilbrigðisráðuneyti. Jóhanna og Össur Skarphéðinsson eru einu ráðherrar Samfylkingarinna frá stormasamri sambúð Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks 1991-1995.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×