Innlent

Eldur í íbúð á Seltjarnarnesi

MYND/GÞS

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust eftir klukkan þrjú í dag eftir að eldur kviknaði í íbúð við Eiðismýri á Seltjarnarnesi. Íbúðin var mannlaus og búið er að slökkva eldinn.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru slökkviliðsmenn þessa stundina að reykræsta íbúðina sem er á jarðhæð. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en ekki liggur fyrir að svo stöddu hver eldsupptök voru.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×