Innlent

18 ára menntaskólanemi er Meistarinn

Það var menntskælingurinn Magnús Þorlákur Lúðvíksson sem fór með sigur af hólmi í Meistaranum, spurningaþættinum á Stöð 2, en úrslitaþættinum lauk nú rétt í þessu. Magnús er aðeins 18 ára gamall, hann er yngsti þáttakandinn í sögu kepninnar og þar af leiðandi yngsti sigurvegarinn.

Magnús bar sigurorð af Pálma Óskarsson í spennandi viðureign en það var ekki fyrr en í síðustu spurningunni sem úrslitin voru ljós. Þá var Magnús spurður út í bernskubrek David Camerons, leiðtoga íhaldsmanna á Englandi, en sá viðurkenndi nýlega að hafa reykt maríjúana. Þetta vissi Magnús og varð fyrir vikið fimm milljón krónum ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×