Innlent

Dæmdur í átta mánaða fangelsi og til að greiða 83 milljónir í ríkissjóð

MYND/GVA

Hæstiréttur dæmdi í dag mann til að greiða rúmar 83 milljónir til ríkissjóðs fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Hann var einnig dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Ákærði krafðist þess fyrir Hæstarétti að málinu yrði vísað frá dómi en ákæruvaldið krafðist þyngingu refsingar. Dómari komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að staðfesta bæri dóm héraðsdóms. Manninum er gert að reiða greiðsluna af hendi innan fjögurra vikna, en sæti ella fangelsi í 12 mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×