Innlent

270 milljóna króna kröfur í þrotabú Ágústs og Flosa

MYND/Stöð 2

Kröfur í þrotabú Ágústs og Flosa á Ísafirði, sem varð gjaldþrota í upphafi árs, nema rúmlega 270 milljónum króna. Eftir því sem segir á vef Bæjarins besta gerir Guðmundur St. Björgmundsson stærstu kröfuna fyrir hönd Dalshúsa ehf. og nemur hún 70 milljónum króna. Þá krefst Sýslumaðurinn á Ísafirði 38 milljóna króna, Landsbankinn 30 milljóna og Lífeyrissjóður Vestfirðinga tæplega 20 milljóna.

Haft er eftir Sigmundi Guðmundssyni, héraðsdómslögmanni og skiptastjóra þrotabúsins, að líklegast náist ekki nema upp í veðkröfur í búið þar sem eignir fyrirtækisins voru ekki miklar. Gengið verður frá málinu á næstu dögum.

Ágúst og Flosi var lýst gjaldþrota að beiðni Lífeyrissjóðs Vestfirðinga og misstu um 20 manns vinnuna af þeim sökum, en þar var í meirihlutaeigu Björgmundar Guðmundssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×