Óljóst orðalag í yfirlýsingu um Írak 23. maí 2007 19:54 Ísland verður ekki tekið af lista yfir þær þjóðir sem studdu innrásina í Írak þó það hafi verið skýr vilji verðandi utanríkisráðherra í kosningabaráttunni. Ný ríkisstjórn harmar stríðsreksturinn í Írak en forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands segir að yfirlýsingin sé óljós. Íslendingar eru á lista Bandaríkjamanna yfir svokallaðar staðfastar stuðningsþjóðir innrásarinnar í Írak. Sú ákvörðun stjórnar Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks hefur verið umdeild. Á landsfundi Samfylkingarinnar fjórtánda apríl síðastliðinn var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður og verðandi utanríkisráðherra, ómyrk í máli þegar hún lýsti Íraksmálinu sem fleini í holdi þjóðarinnar, siðlausri ákvörðun sem hefði verið tekin í óðagoti. Þá sagði hún að það ætti að verða fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar að taka Ísland af lista hinna vígfúsu þjóða. Í stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem kynnt var í dag, segir að ný ríkisstjórn harmi stríðsreksturinn í Írak og vilji leggja sín lóð á vogarskálar friðar í Írak og Miðausturlöndum, meðal annars með þátttöku í mannúðar- og uppbyggingarstarfi. Þegar stefnuyfirlýsingin var kynnt sagði Ingibjörg Sólrún að ný ríkisstjórn væri að horfa til framtíðar en ekki til fortíðar og vísaði síðan í stefnuyfirlýsinguna þar sem segir að ríkisstjórnin harmi stríðsreksturinn í Írak. Geir sagði á Þingvöllum í dag að stjórnin sé sammála um að láta ekki atburði liðins tíma hafa áhrif á núverandi samstarf. Hann bætti því við að auðvitað harmi þau það ástand sem nú sé uppi í Írak. Silja Bára Ómarsdóttir, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, segir að ekki verði annað séð en að Samfylkingin hafi gefið eftir en það hafi Sjálfstæðisflokkurinn líka gert fyrst að þetta hafi komist á blað. Yfirlýsingin sé óljós - svigrúm sé til túlkunar enda stefna til næstu fjögurra ára sem ekki sé ljóst hvernig verði framkvæmd. Silja segir að með því að segja aðeins að stríðsreksturinn sé harmaður sé ekki ljóst hvort átt sé við stríðsrekstur Bandaríkjamanna í landinu eða þá borgarastyrjöld sem nú geysar þar. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Sjá meira
Ísland verður ekki tekið af lista yfir þær þjóðir sem studdu innrásina í Írak þó það hafi verið skýr vilji verðandi utanríkisráðherra í kosningabaráttunni. Ný ríkisstjórn harmar stríðsreksturinn í Írak en forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands segir að yfirlýsingin sé óljós. Íslendingar eru á lista Bandaríkjamanna yfir svokallaðar staðfastar stuðningsþjóðir innrásarinnar í Írak. Sú ákvörðun stjórnar Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks hefur verið umdeild. Á landsfundi Samfylkingarinnar fjórtánda apríl síðastliðinn var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður og verðandi utanríkisráðherra, ómyrk í máli þegar hún lýsti Íraksmálinu sem fleini í holdi þjóðarinnar, siðlausri ákvörðun sem hefði verið tekin í óðagoti. Þá sagði hún að það ætti að verða fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar að taka Ísland af lista hinna vígfúsu þjóða. Í stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem kynnt var í dag, segir að ný ríkisstjórn harmi stríðsreksturinn í Írak og vilji leggja sín lóð á vogarskálar friðar í Írak og Miðausturlöndum, meðal annars með þátttöku í mannúðar- og uppbyggingarstarfi. Þegar stefnuyfirlýsingin var kynnt sagði Ingibjörg Sólrún að ný ríkisstjórn væri að horfa til framtíðar en ekki til fortíðar og vísaði síðan í stefnuyfirlýsinguna þar sem segir að ríkisstjórnin harmi stríðsreksturinn í Írak. Geir sagði á Þingvöllum í dag að stjórnin sé sammála um að láta ekki atburði liðins tíma hafa áhrif á núverandi samstarf. Hann bætti því við að auðvitað harmi þau það ástand sem nú sé uppi í Írak. Silja Bára Ómarsdóttir, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, segir að ekki verði annað séð en að Samfylkingin hafi gefið eftir en það hafi Sjálfstæðisflokkurinn líka gert fyrst að þetta hafi komist á blað. Yfirlýsingin sé óljós - svigrúm sé til túlkunar enda stefna til næstu fjögurra ára sem ekki sé ljóst hvernig verði framkvæmd. Silja segir að með því að segja aðeins að stríðsreksturinn sé harmaður sé ekki ljóst hvort átt sé við stríðsrekstur Bandaríkjamanna í landinu eða þá borgarastyrjöld sem nú geysar þar.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Sjá meira